FBI rannsakar kynferðisglæpi tískumógúls Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2024 06:28 Abercrombie & Fitch er þekkt fyrir það að hálfnaktir ungir karlmenn standi við inngang búðanna. Getty/Edward Wong Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur nú til rannsóknar meint kynferðisbrot tískumógúlsins og fyrrverandi framkvæmdastjóra Abercrombie & Fitch. Rannsókninni var hrundið af stað í kjölfar fréttaumfjöllunar breska ríkisútvarpsins um málið. Mike Jeffries var framkvæmdastjóri Abercrombie & Fitch í yfir tvo áratugi, frá 1992 til 2014. Fjöldi ungra karlmanna hefur kært Jeffries og maka hans, Matthew Smith, til lögreglu. Þeir eru grunaðir um að hafa nýtt valdastöðu sína og lofað ungum karlmönnum, sem vildu ólmir sitja fyrir tískumerkið, gulli og grænum skógum. Þess í stað hafi þeir gerst sekir um mansal með því að hafa kynferðislega misnotað, og leyft öðrum að kynferðislega misnota, unga menn á viðburðum sem þeir héldu bæði á heimili sínu í New York og víðs vegar um heim. FBI telur að Jeffries og Smith hafi misnotað meira en hundrað unga menn. Mike Jeffries, fyrrverandi forstjóri Abercrombie & Fitch, er til vinstri á myndinni.Getty/Michael Loccisano Meint kynferðisbrot Jeffries og Smith komu upp á yfirborðið þegar átta karlmenn stigu fram í heimildaþáttaröð og hlaðvarpi hjá breska ríkisútvarpinu. Allir þeirra sögðust hafa verið viðstaddir viðburði Jeffries í borgum á borð við Lundúnir, París og Marrakesh á árunum 2009 til 2015. Þeir sökuðu Jeffries og Smith um að hafa sjálfir leitað á þá kynferðislega eða fyrirskipað þeim að stunda kynlíf hver með öðrum. Rannsókn BBC leiddi í ljós að viðburðirnir og kynferðisbrotin voru vel skipulögð og fjöldi fólks kom að því að útvega strákana. Einn þeirra, James Jacobsson sem nú er sjötugur, neitaði því staðfastlega í viðtali við BBC að hafa nokkuð rangt gert og sagði ungu mennina hafa sótt þessa viðburði af eigin sjálfsdáðum og með mikilli tilhlökkun. Abercrombie & Fitch hefur fordæmt hegðun Jeffries og segir í tilkynningu frá fyrirtækinu að því sé „misboðið“ að hann hafi komið svona fram. Fyrirtækið hefur ákveðið að minnka eftirlaunagreiðslur til Jeffries til muna, eða um eina milljón Bandaríkjadala á ári, sem nemur um 138 milljónum króna. Bandaríkin Tíska og hönnun Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Tískumógúll sakaður um skipulagt kynferðisofbeldi Mike Jeffries, fyrrverandi forstjóri tískurisans Abercrombie & Fitch, hefur verið sakaður um að hafa haldið regluleg kynsvöll þar sem ungir menn voru misnotaðir kynferðislega. 2. október 2023 18:32 Ris og fall Abercrombie&Fitch í nýrri heimildarmynd Heimildarmynd um ris og fall tískumerkisins Abercrombie&Fitch er væntanleg á Netflix í mánuðinum. Það þekkja flestir merkið á lyktinni einni og sér og eiga minningar úr verslunum þess þar sem tónlistin líktist því að vera á næturklúbbi. 8. apríl 2022 07:01 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira
Mike Jeffries var framkvæmdastjóri Abercrombie & Fitch í yfir tvo áratugi, frá 1992 til 2014. Fjöldi ungra karlmanna hefur kært Jeffries og maka hans, Matthew Smith, til lögreglu. Þeir eru grunaðir um að hafa nýtt valdastöðu sína og lofað ungum karlmönnum, sem vildu ólmir sitja fyrir tískumerkið, gulli og grænum skógum. Þess í stað hafi þeir gerst sekir um mansal með því að hafa kynferðislega misnotað, og leyft öðrum að kynferðislega misnota, unga menn á viðburðum sem þeir héldu bæði á heimili sínu í New York og víðs vegar um heim. FBI telur að Jeffries og Smith hafi misnotað meira en hundrað unga menn. Mike Jeffries, fyrrverandi forstjóri Abercrombie & Fitch, er til vinstri á myndinni.Getty/Michael Loccisano Meint kynferðisbrot Jeffries og Smith komu upp á yfirborðið þegar átta karlmenn stigu fram í heimildaþáttaröð og hlaðvarpi hjá breska ríkisútvarpinu. Allir þeirra sögðust hafa verið viðstaddir viðburði Jeffries í borgum á borð við Lundúnir, París og Marrakesh á árunum 2009 til 2015. Þeir sökuðu Jeffries og Smith um að hafa sjálfir leitað á þá kynferðislega eða fyrirskipað þeim að stunda kynlíf hver með öðrum. Rannsókn BBC leiddi í ljós að viðburðirnir og kynferðisbrotin voru vel skipulögð og fjöldi fólks kom að því að útvega strákana. Einn þeirra, James Jacobsson sem nú er sjötugur, neitaði því staðfastlega í viðtali við BBC að hafa nokkuð rangt gert og sagði ungu mennina hafa sótt þessa viðburði af eigin sjálfsdáðum og með mikilli tilhlökkun. Abercrombie & Fitch hefur fordæmt hegðun Jeffries og segir í tilkynningu frá fyrirtækinu að því sé „misboðið“ að hann hafi komið svona fram. Fyrirtækið hefur ákveðið að minnka eftirlaunagreiðslur til Jeffries til muna, eða um eina milljón Bandaríkjadala á ári, sem nemur um 138 milljónum króna.
Bandaríkin Tíska og hönnun Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Tískumógúll sakaður um skipulagt kynferðisofbeldi Mike Jeffries, fyrrverandi forstjóri tískurisans Abercrombie & Fitch, hefur verið sakaður um að hafa haldið regluleg kynsvöll þar sem ungir menn voru misnotaðir kynferðislega. 2. október 2023 18:32 Ris og fall Abercrombie&Fitch í nýrri heimildarmynd Heimildarmynd um ris og fall tískumerkisins Abercrombie&Fitch er væntanleg á Netflix í mánuðinum. Það þekkja flestir merkið á lyktinni einni og sér og eiga minningar úr verslunum þess þar sem tónlistin líktist því að vera á næturklúbbi. 8. apríl 2022 07:01 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira
Tískumógúll sakaður um skipulagt kynferðisofbeldi Mike Jeffries, fyrrverandi forstjóri tískurisans Abercrombie & Fitch, hefur verið sakaður um að hafa haldið regluleg kynsvöll þar sem ungir menn voru misnotaðir kynferðislega. 2. október 2023 18:32
Ris og fall Abercrombie&Fitch í nýrri heimildarmynd Heimildarmynd um ris og fall tískumerkisins Abercrombie&Fitch er væntanleg á Netflix í mánuðinum. Það þekkja flestir merkið á lyktinni einni og sér og eiga minningar úr verslunum þess þar sem tónlistin líktist því að vera á næturklúbbi. 8. apríl 2022 07:01