Serbneski framherjinn Dušan Vlahović kom Juventus yfir snemma leiks eftir undirbúning Fabio Miretti. Vlahović var svo aftur á ferðinni áður en fyrri hálfleik lauk og staðan 2-0 í hálfleik.
Federico Chiesa gulltryggði sigurinn með marki í síðari hálfleik eftir sendingu frá Manuel Locatelli. Lokatölur 3-0 og Juventus með 49 stig eftir 20 umferðir.