Umbi skammar Vinnumálastofnun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. janúar 2024 23:00 Dráttur Vinnumálastofnunar á málunum var ekki í samræmi við málshraðareglu stjórnsýslulaga. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur atyrt Vinnumálastofnun fyrir seinagang við afgreiðslu fjölda beiðna um endurútreikning hlutabóta. Þetta kemur fram á vef Umboðsmanns, þar sem álit hans í málinu er tíundað. Þar segir að í febrúar 2022 hafi úrskurðarnefnd velferðarmála úrskurðað að óheimilt væri að skerða atvinnuleysisbætur vegna orlofs, orlofsuppbótar eða desemberuppbótar í þeim mánuði sem greiðslan var innt af hendi. „Í maí 2022 upplýsti Vinnumálastofnun þau sem höfðu fengið greiddar hlutabætur á árunum 2020 og 2021 um að þessi niðurstaða kynni að hafa áhrif á útreikning þeirra og hægt væri að óska eftir endurútreikningi. Í sama mánuði tók Vinnumálastofnun hins vegar í notkun tölvukerfi sem reyndist ekki duga til að framkvæma endurútreikningana. Fyrir vikið voru beiðnir þar að lútandi ekki afgreiddar fyrr en um það bil ári síðar,“ segir í útdrætti Umboðsmanns. Umboðsmaður vildi fá að vita, meðal annars, hvort nýja töluvkerfið hefði verið prófað áður en það var tekið í gagnið, hvert umfang tafanna væri sem orðið hafa á afgreiðslu mála vegna innleiðingar kerfisins og hvort eitthvað hefði verið því til fyrirstöðu að nota aðrar leiðir til að endurreikna bæturnar. Þrátt fyrir að hafa ítrekað síðustu spurninguna segir að Umboðsmaður hafi ekki fengið svar og því hafi tæplega 300 beiðnir um endurútreikning setið á hakanum. „Að áliti umboðsmanns var sá dráttur sem varð á afgreiðslu Vinnumálastofnunar í þessum málum ekki í samræmi við málshraðareglu stjórnsýslulaga. Einnig væri aðfinnsluvert að stofnunin hefði ekki afgreitt þær beiðnir sem að hennar mati var augljóst að uppfylltu ekki skilyrði fyrir endurútreikningi eða voru tilhæfulausar. Þá hefði Vinnumálastofnun borið að upplýsa um fyrirsjáanlegar tafir á afgreiðslu málanna, af hverju þær stöfuðu og hvenær mætti vænta niðurstöðu, en því var ekki sinnt,“ segir í útrdrættinum. Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Félagsmál Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Umboðsmanns, þar sem álit hans í málinu er tíundað. Þar segir að í febrúar 2022 hafi úrskurðarnefnd velferðarmála úrskurðað að óheimilt væri að skerða atvinnuleysisbætur vegna orlofs, orlofsuppbótar eða desemberuppbótar í þeim mánuði sem greiðslan var innt af hendi. „Í maí 2022 upplýsti Vinnumálastofnun þau sem höfðu fengið greiddar hlutabætur á árunum 2020 og 2021 um að þessi niðurstaða kynni að hafa áhrif á útreikning þeirra og hægt væri að óska eftir endurútreikningi. Í sama mánuði tók Vinnumálastofnun hins vegar í notkun tölvukerfi sem reyndist ekki duga til að framkvæma endurútreikningana. Fyrir vikið voru beiðnir þar að lútandi ekki afgreiddar fyrr en um það bil ári síðar,“ segir í útdrætti Umboðsmanns. Umboðsmaður vildi fá að vita, meðal annars, hvort nýja töluvkerfið hefði verið prófað áður en það var tekið í gagnið, hvert umfang tafanna væri sem orðið hafa á afgreiðslu mála vegna innleiðingar kerfisins og hvort eitthvað hefði verið því til fyrirstöðu að nota aðrar leiðir til að endurreikna bæturnar. Þrátt fyrir að hafa ítrekað síðustu spurninguna segir að Umboðsmaður hafi ekki fengið svar og því hafi tæplega 300 beiðnir um endurútreikning setið á hakanum. „Að áliti umboðsmanns var sá dráttur sem varð á afgreiðslu Vinnumálastofnunar í þessum málum ekki í samræmi við málshraðareglu stjórnsýslulaga. Einnig væri aðfinnsluvert að stofnunin hefði ekki afgreitt þær beiðnir sem að hennar mati var augljóst að uppfylltu ekki skilyrði fyrir endurútreikningi eða voru tilhæfulausar. Þá hefði Vinnumálastofnun borið að upplýsa um fyrirsjáanlegar tafir á afgreiðslu málanna, af hverju þær stöfuðu og hvenær mætti vænta niðurstöðu, en því var ekki sinnt,“ segir í útrdrættinum.
Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Félagsmál Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira