Fyrirliðinn orðlaus eftir afhroð gegn Ungverjalandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. janúar 2024 21:28 Aron klórar sér í höfðinu yfir slakri frammistöðu. Vísir/Vilhelm „Svona rétt eftir leik er maður pínu orðlaus,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði Íslands eftir átta marka tap strákanna okkar gegn Ungverjalandi í lokaleik C-riðils á EM karla í handbolta. Tapið þýðir að Ísland fer stigalaust í milliriðil. Fyrir leik var ljóst að Ísland væri komið áfram þökk sé sigri Svartfjallalands á Serbíu. Það þurfti hins vegar enn að næla í stig, eitt eða tvö, í leik kvöldsins til að taka með sér gott veganesti inn í milliriðil. Annað kom á daginn og var síðari hálfleikur sérstaklega slæmur. Fyrirliði Íslands ræddi við Vísi og Stöð 2 eftir leik en átti því miður engin svör. „Vildi að ég væri með skýringar. Mér finnst skipulagið gott, menn eru fit, það er góður stemmari, menn eru vel gíraðir en ekki of. Mér finnst við miklu betri en Ungerjarnir í handbolta svo ég bara því miður er ekki með svarið.“ „Finnst við vera að spila langt frá því sem við eigum að geta. Það er kominn tími að við sýnum hversu vel við getum spilað.“ Aron segir engan í hópnum vera þreyttan. „Það kemur enginn með þá afsökun. Við erum með geggjaðan hóp og erfitt fyrir þjálfarana að velja hópinn fyrir hvern leik. Höfum lengi talað um það að við séum með fullt af góðum leikmönnum sem eru að spila á hæsta getustigi og þá þorir enginn að fara kvarta yfir þreytu.“ Aron var spurður út í úrslitin í leik Svartfjallalands og Serbíu. „Hugsa ekki (að það hafi haft áhrif). Komnir áfram breytir ekki að þetta er fyrsti leikur í milliriðli og hvert stig í þessu móti er svo mikilvægt til að ná markmiðum okkar. Fyrir utan að það á ekki að skipta neinu máli, okkur – ekki núna þó – finnst við með miklu betra lið en Ungverjarnir.“ Aron í leik kvöldsins.Vísir/Vilhelm Mikið var rætt um Bence Bánhidi fyrir leik en hann fékk rautt snemma leiks. Hafði það áhrif á íslenska liðið? „Það held ég ekki. Við vorum búnir að halda honum í skefjum. Héldum línunni okkar – fyrir utan í seinni hálfleik þegar við duttum niður – er ekki með skýringar á því. Tókum vel á móti honum,“ sagði fyrirliðinn og þvertók fyrri að menn hefðu orðið kærulausir eftir að Bánhidi sá rautt. „Fannst við gera réttu hlutina en á sama tíma svo ótrúlega lélega hluti, þurfum að fara vel yfir þetta,“ sagði fyrirliðinn að lokum. Klippa: Viðtal við Aron Pálmarsson eftir Ungverjaleik Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Fyrir leik var ljóst að Ísland væri komið áfram þökk sé sigri Svartfjallalands á Serbíu. Það þurfti hins vegar enn að næla í stig, eitt eða tvö, í leik kvöldsins til að taka með sér gott veganesti inn í milliriðil. Annað kom á daginn og var síðari hálfleikur sérstaklega slæmur. Fyrirliði Íslands ræddi við Vísi og Stöð 2 eftir leik en átti því miður engin svör. „Vildi að ég væri með skýringar. Mér finnst skipulagið gott, menn eru fit, það er góður stemmari, menn eru vel gíraðir en ekki of. Mér finnst við miklu betri en Ungerjarnir í handbolta svo ég bara því miður er ekki með svarið.“ „Finnst við vera að spila langt frá því sem við eigum að geta. Það er kominn tími að við sýnum hversu vel við getum spilað.“ Aron segir engan í hópnum vera þreyttan. „Það kemur enginn með þá afsökun. Við erum með geggjaðan hóp og erfitt fyrir þjálfarana að velja hópinn fyrir hvern leik. Höfum lengi talað um það að við séum með fullt af góðum leikmönnum sem eru að spila á hæsta getustigi og þá þorir enginn að fara kvarta yfir þreytu.“ Aron var spurður út í úrslitin í leik Svartfjallalands og Serbíu. „Hugsa ekki (að það hafi haft áhrif). Komnir áfram breytir ekki að þetta er fyrsti leikur í milliriðli og hvert stig í þessu móti er svo mikilvægt til að ná markmiðum okkar. Fyrir utan að það á ekki að skipta neinu máli, okkur – ekki núna þó – finnst við með miklu betra lið en Ungverjarnir.“ Aron í leik kvöldsins.Vísir/Vilhelm Mikið var rætt um Bence Bánhidi fyrir leik en hann fékk rautt snemma leiks. Hafði það áhrif á íslenska liðið? „Það held ég ekki. Við vorum búnir að halda honum í skefjum. Héldum línunni okkar – fyrir utan í seinni hálfleik þegar við duttum niður – er ekki með skýringar á því. Tókum vel á móti honum,“ sagði fyrirliðinn og þvertók fyrri að menn hefðu orðið kærulausir eftir að Bánhidi sá rautt. „Fannst við gera réttu hlutina en á sama tíma svo ótrúlega lélega hluti, þurfum að fara vel yfir þetta,“ sagði fyrirliðinn að lokum. Klippa: Viðtal við Aron Pálmarsson eftir Ungverjaleik
Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira