Fyrirliðinn orðlaus eftir afhroð gegn Ungverjalandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. janúar 2024 21:28 Aron klórar sér í höfðinu yfir slakri frammistöðu. Vísir/Vilhelm „Svona rétt eftir leik er maður pínu orðlaus,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði Íslands eftir átta marka tap strákanna okkar gegn Ungverjalandi í lokaleik C-riðils á EM karla í handbolta. Tapið þýðir að Ísland fer stigalaust í milliriðil. Fyrir leik var ljóst að Ísland væri komið áfram þökk sé sigri Svartfjallalands á Serbíu. Það þurfti hins vegar enn að næla í stig, eitt eða tvö, í leik kvöldsins til að taka með sér gott veganesti inn í milliriðil. Annað kom á daginn og var síðari hálfleikur sérstaklega slæmur. Fyrirliði Íslands ræddi við Vísi og Stöð 2 eftir leik en átti því miður engin svör. „Vildi að ég væri með skýringar. Mér finnst skipulagið gott, menn eru fit, það er góður stemmari, menn eru vel gíraðir en ekki of. Mér finnst við miklu betri en Ungerjarnir í handbolta svo ég bara því miður er ekki með svarið.“ „Finnst við vera að spila langt frá því sem við eigum að geta. Það er kominn tími að við sýnum hversu vel við getum spilað.“ Aron segir engan í hópnum vera þreyttan. „Það kemur enginn með þá afsökun. Við erum með geggjaðan hóp og erfitt fyrir þjálfarana að velja hópinn fyrir hvern leik. Höfum lengi talað um það að við séum með fullt af góðum leikmönnum sem eru að spila á hæsta getustigi og þá þorir enginn að fara kvarta yfir þreytu.“ Aron var spurður út í úrslitin í leik Svartfjallalands og Serbíu. „Hugsa ekki (að það hafi haft áhrif). Komnir áfram breytir ekki að þetta er fyrsti leikur í milliriðli og hvert stig í þessu móti er svo mikilvægt til að ná markmiðum okkar. Fyrir utan að það á ekki að skipta neinu máli, okkur – ekki núna þó – finnst við með miklu betra lið en Ungverjarnir.“ Aron í leik kvöldsins.Vísir/Vilhelm Mikið var rætt um Bence Bánhidi fyrir leik en hann fékk rautt snemma leiks. Hafði það áhrif á íslenska liðið? „Það held ég ekki. Við vorum búnir að halda honum í skefjum. Héldum línunni okkar – fyrir utan í seinni hálfleik þegar við duttum niður – er ekki með skýringar á því. Tókum vel á móti honum,“ sagði fyrirliðinn og þvertók fyrri að menn hefðu orðið kærulausir eftir að Bánhidi sá rautt. „Fannst við gera réttu hlutina en á sama tíma svo ótrúlega lélega hluti, þurfum að fara vel yfir þetta,“ sagði fyrirliðinn að lokum. Klippa: Viðtal við Aron Pálmarsson eftir Ungverjaleik Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Fyrir leik var ljóst að Ísland væri komið áfram þökk sé sigri Svartfjallalands á Serbíu. Það þurfti hins vegar enn að næla í stig, eitt eða tvö, í leik kvöldsins til að taka með sér gott veganesti inn í milliriðil. Annað kom á daginn og var síðari hálfleikur sérstaklega slæmur. Fyrirliði Íslands ræddi við Vísi og Stöð 2 eftir leik en átti því miður engin svör. „Vildi að ég væri með skýringar. Mér finnst skipulagið gott, menn eru fit, það er góður stemmari, menn eru vel gíraðir en ekki of. Mér finnst við miklu betri en Ungerjarnir í handbolta svo ég bara því miður er ekki með svarið.“ „Finnst við vera að spila langt frá því sem við eigum að geta. Það er kominn tími að við sýnum hversu vel við getum spilað.“ Aron segir engan í hópnum vera þreyttan. „Það kemur enginn með þá afsökun. Við erum með geggjaðan hóp og erfitt fyrir þjálfarana að velja hópinn fyrir hvern leik. Höfum lengi talað um það að við séum með fullt af góðum leikmönnum sem eru að spila á hæsta getustigi og þá þorir enginn að fara kvarta yfir þreytu.“ Aron var spurður út í úrslitin í leik Svartfjallalands og Serbíu. „Hugsa ekki (að það hafi haft áhrif). Komnir áfram breytir ekki að þetta er fyrsti leikur í milliriðli og hvert stig í þessu móti er svo mikilvægt til að ná markmiðum okkar. Fyrir utan að það á ekki að skipta neinu máli, okkur – ekki núna þó – finnst við með miklu betra lið en Ungverjarnir.“ Aron í leik kvöldsins.Vísir/Vilhelm Mikið var rætt um Bence Bánhidi fyrir leik en hann fékk rautt snemma leiks. Hafði það áhrif á íslenska liðið? „Það held ég ekki. Við vorum búnir að halda honum í skefjum. Héldum línunni okkar – fyrir utan í seinni hálfleik þegar við duttum niður – er ekki með skýringar á því. Tókum vel á móti honum,“ sagði fyrirliðinn og þvertók fyrri að menn hefðu orðið kærulausir eftir að Bánhidi sá rautt. „Fannst við gera réttu hlutina en á sama tíma svo ótrúlega lélega hluti, þurfum að fara vel yfir þetta,“ sagði fyrirliðinn að lokum. Klippa: Viðtal við Aron Pálmarsson eftir Ungverjaleik
Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira