Gervigreind - Bylting á ógnarhraða ODEE (Oddur Eysteinn Friðriksson) skrifar 16. janúar 2024 14:01 Samfélög um heim allan eru ekki tilbúin fyrir byltinguna sem er framundan. Þróun í gervigreind mun raska lífi allra jarðarbúa fyrr en fólk áttar sig á. Almenningur getur vissulega notað hana til þess að auka afköst, en það kemur á hendi þeirra fárra sem kunna að nýta sér hana. Aðrir dragast aftur úr. Fyrirtæki sem hafa 100 starfsmenn munu geta starfað með 10 þess í stað, þar sem hver og einn starfsmaður getur áorkað margfalt meiru á skemmri tíma. Heilu starfsstéttirnar verða atvinnulausar og menntun þeirra ónýt, þar sem hver sem er með internetaðgang getur dregið fram sérfræðing í hverju sviði, í formi gervigreindar. Hvað ætlum við að gera þegar 40% samfélags verður atvinnulaust, á mjög skömmum tíma? Fólk sem situr uppi með námslán fyrir gagnslaust nám. Fyrirtæki sem geta skipt út 100 starfsmönnum fyrir 10 færa gervigreindarhvíslara og margfaldað hagnað sinn. Fyrirtæki sem eru ekki ábyrg fyrir samfélögum og öllu því sem fylgir. Eina markmiðið er að skapa hagnað og auka afköst. Eigum við að borga öllum atvinnuleysisbætur? Eða færa okkur í átt að borgaralaunum? Hver á að greiða fyrir þetta? Ef stór hluti samfélagsins missir lífsviðurværi og tilgang, þá þarf fólk að enduruppgötva sig. Njóta tíma með fjölskyldu og vinum, stunda áhugamál og rækta sjálfið. Hvaða áhrif hefur það á hina sem eru ennþá í hamstrahjólinu þegar stór hluti samfélags fer í naflaskoðun? Fólkið sem situr eftir á vinnumarkaðinum og þarf að skila af sér margföldum afköstum í byltingu sem ferðast á ógnarhraða. Stórar stofnanir og fyrirtæki munu missa tilgang sinn og þurfa endurskoða allt í sínu ferli. Til hvers að vera með æðri menntastofnanir þegar fólk getur bara spurt gervigreindina svara. Eiga kennarar að yfirfara ritgerðir skrifaðar af gervigreind? Nota þeir gervigreind til að yfirfara ritgerðir? Þurfum við kennara eða getum við skipt þeim út? Gervigreind sem getur greint hvern og einn nemanda, þekkir sögu þeirra, þarfir og sérsniðið námsefni og námseftirlit. Þetta eru bara nokkrar af þeim spurningum og vangaveltum sem hægt er að draga fram í umræðunni um gervigreind í dag. Kannski þurfum við ekkert að hugsa um þetta, getum bara beðið gervigreind framtíðarinnar um að leysa þessi vandamál fyrir okkur? Fólk getur hætt að hugsa sjálfstætt og notað gervigreind til leiðbeininga í öllum stærri ákvörðunum lífs síns. Sjálfsákvarðanir geta sprottið upp einungis frá hvatvísi. Til hvers að fylgjast með tölvupóstinum sínum, þegar gervigreindin þín þekkir þig og getur tekið á móti póstum og svarað fyrir þig í þínum stíl. Hver og einn einstaklingur og stofnun þarf að líta í kring um sig og reyna átta sig á því hvaða áhrif gervigreindin mun hafa á þeirra umhverfi til þess að undirbúa sig fyrir það sem koma skal. Hver er tilgangur okkar í nýjum gervigreindarheimi? Höfundur er myndlistarmaður og háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Atvinnurekendur Mest lesið Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samfélög um heim allan eru ekki tilbúin fyrir byltinguna sem er framundan. Þróun í gervigreind mun raska lífi allra jarðarbúa fyrr en fólk áttar sig á. Almenningur getur vissulega notað hana til þess að auka afköst, en það kemur á hendi þeirra fárra sem kunna að nýta sér hana. Aðrir dragast aftur úr. Fyrirtæki sem hafa 100 starfsmenn munu geta starfað með 10 þess í stað, þar sem hver og einn starfsmaður getur áorkað margfalt meiru á skemmri tíma. Heilu starfsstéttirnar verða atvinnulausar og menntun þeirra ónýt, þar sem hver sem er með internetaðgang getur dregið fram sérfræðing í hverju sviði, í formi gervigreindar. Hvað ætlum við að gera þegar 40% samfélags verður atvinnulaust, á mjög skömmum tíma? Fólk sem situr uppi með námslán fyrir gagnslaust nám. Fyrirtæki sem geta skipt út 100 starfsmönnum fyrir 10 færa gervigreindarhvíslara og margfaldað hagnað sinn. Fyrirtæki sem eru ekki ábyrg fyrir samfélögum og öllu því sem fylgir. Eina markmiðið er að skapa hagnað og auka afköst. Eigum við að borga öllum atvinnuleysisbætur? Eða færa okkur í átt að borgaralaunum? Hver á að greiða fyrir þetta? Ef stór hluti samfélagsins missir lífsviðurværi og tilgang, þá þarf fólk að enduruppgötva sig. Njóta tíma með fjölskyldu og vinum, stunda áhugamál og rækta sjálfið. Hvaða áhrif hefur það á hina sem eru ennþá í hamstrahjólinu þegar stór hluti samfélags fer í naflaskoðun? Fólkið sem situr eftir á vinnumarkaðinum og þarf að skila af sér margföldum afköstum í byltingu sem ferðast á ógnarhraða. Stórar stofnanir og fyrirtæki munu missa tilgang sinn og þurfa endurskoða allt í sínu ferli. Til hvers að vera með æðri menntastofnanir þegar fólk getur bara spurt gervigreindina svara. Eiga kennarar að yfirfara ritgerðir skrifaðar af gervigreind? Nota þeir gervigreind til að yfirfara ritgerðir? Þurfum við kennara eða getum við skipt þeim út? Gervigreind sem getur greint hvern og einn nemanda, þekkir sögu þeirra, þarfir og sérsniðið námsefni og námseftirlit. Þetta eru bara nokkrar af þeim spurningum og vangaveltum sem hægt er að draga fram í umræðunni um gervigreind í dag. Kannski þurfum við ekkert að hugsa um þetta, getum bara beðið gervigreind framtíðarinnar um að leysa þessi vandamál fyrir okkur? Fólk getur hætt að hugsa sjálfstætt og notað gervigreind til leiðbeininga í öllum stærri ákvörðunum lífs síns. Sjálfsákvarðanir geta sprottið upp einungis frá hvatvísi. Til hvers að fylgjast með tölvupóstinum sínum, þegar gervigreindin þín þekkir þig og getur tekið á móti póstum og svarað fyrir þig í þínum stíl. Hver og einn einstaklingur og stofnun þarf að líta í kring um sig og reyna átta sig á því hvaða áhrif gervigreindin mun hafa á þeirra umhverfi til þess að undirbúa sig fyrir það sem koma skal. Hver er tilgangur okkar í nýjum gervigreindarheimi? Höfundur er myndlistarmaður og háskólanemi.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun