Gervigreind - Bylting á ógnarhraða ODEE (Oddur Eysteinn Friðriksson) skrifar 16. janúar 2024 14:01 Samfélög um heim allan eru ekki tilbúin fyrir byltinguna sem er framundan. Þróun í gervigreind mun raska lífi allra jarðarbúa fyrr en fólk áttar sig á. Almenningur getur vissulega notað hana til þess að auka afköst, en það kemur á hendi þeirra fárra sem kunna að nýta sér hana. Aðrir dragast aftur úr. Fyrirtæki sem hafa 100 starfsmenn munu geta starfað með 10 þess í stað, þar sem hver og einn starfsmaður getur áorkað margfalt meiru á skemmri tíma. Heilu starfsstéttirnar verða atvinnulausar og menntun þeirra ónýt, þar sem hver sem er með internetaðgang getur dregið fram sérfræðing í hverju sviði, í formi gervigreindar. Hvað ætlum við að gera þegar 40% samfélags verður atvinnulaust, á mjög skömmum tíma? Fólk sem situr uppi með námslán fyrir gagnslaust nám. Fyrirtæki sem geta skipt út 100 starfsmönnum fyrir 10 færa gervigreindarhvíslara og margfaldað hagnað sinn. Fyrirtæki sem eru ekki ábyrg fyrir samfélögum og öllu því sem fylgir. Eina markmiðið er að skapa hagnað og auka afköst. Eigum við að borga öllum atvinnuleysisbætur? Eða færa okkur í átt að borgaralaunum? Hver á að greiða fyrir þetta? Ef stór hluti samfélagsins missir lífsviðurværi og tilgang, þá þarf fólk að enduruppgötva sig. Njóta tíma með fjölskyldu og vinum, stunda áhugamál og rækta sjálfið. Hvaða áhrif hefur það á hina sem eru ennþá í hamstrahjólinu þegar stór hluti samfélags fer í naflaskoðun? Fólkið sem situr eftir á vinnumarkaðinum og þarf að skila af sér margföldum afköstum í byltingu sem ferðast á ógnarhraða. Stórar stofnanir og fyrirtæki munu missa tilgang sinn og þurfa endurskoða allt í sínu ferli. Til hvers að vera með æðri menntastofnanir þegar fólk getur bara spurt gervigreindina svara. Eiga kennarar að yfirfara ritgerðir skrifaðar af gervigreind? Nota þeir gervigreind til að yfirfara ritgerðir? Þurfum við kennara eða getum við skipt þeim út? Gervigreind sem getur greint hvern og einn nemanda, þekkir sögu þeirra, þarfir og sérsniðið námsefni og námseftirlit. Þetta eru bara nokkrar af þeim spurningum og vangaveltum sem hægt er að draga fram í umræðunni um gervigreind í dag. Kannski þurfum við ekkert að hugsa um þetta, getum bara beðið gervigreind framtíðarinnar um að leysa þessi vandamál fyrir okkur? Fólk getur hætt að hugsa sjálfstætt og notað gervigreind til leiðbeininga í öllum stærri ákvörðunum lífs síns. Sjálfsákvarðanir geta sprottið upp einungis frá hvatvísi. Til hvers að fylgjast með tölvupóstinum sínum, þegar gervigreindin þín þekkir þig og getur tekið á móti póstum og svarað fyrir þig í þínum stíl. Hver og einn einstaklingur og stofnun þarf að líta í kring um sig og reyna átta sig á því hvaða áhrif gervigreindin mun hafa á þeirra umhverfi til þess að undirbúa sig fyrir það sem koma skal. Hver er tilgangur okkar í nýjum gervigreindarheimi? Höfundur er myndlistarmaður og háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Atvinnurekendur Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Sjá meira
Samfélög um heim allan eru ekki tilbúin fyrir byltinguna sem er framundan. Þróun í gervigreind mun raska lífi allra jarðarbúa fyrr en fólk áttar sig á. Almenningur getur vissulega notað hana til þess að auka afköst, en það kemur á hendi þeirra fárra sem kunna að nýta sér hana. Aðrir dragast aftur úr. Fyrirtæki sem hafa 100 starfsmenn munu geta starfað með 10 þess í stað, þar sem hver og einn starfsmaður getur áorkað margfalt meiru á skemmri tíma. Heilu starfsstéttirnar verða atvinnulausar og menntun þeirra ónýt, þar sem hver sem er með internetaðgang getur dregið fram sérfræðing í hverju sviði, í formi gervigreindar. Hvað ætlum við að gera þegar 40% samfélags verður atvinnulaust, á mjög skömmum tíma? Fólk sem situr uppi með námslán fyrir gagnslaust nám. Fyrirtæki sem geta skipt út 100 starfsmönnum fyrir 10 færa gervigreindarhvíslara og margfaldað hagnað sinn. Fyrirtæki sem eru ekki ábyrg fyrir samfélögum og öllu því sem fylgir. Eina markmiðið er að skapa hagnað og auka afköst. Eigum við að borga öllum atvinnuleysisbætur? Eða færa okkur í átt að borgaralaunum? Hver á að greiða fyrir þetta? Ef stór hluti samfélagsins missir lífsviðurværi og tilgang, þá þarf fólk að enduruppgötva sig. Njóta tíma með fjölskyldu og vinum, stunda áhugamál og rækta sjálfið. Hvaða áhrif hefur það á hina sem eru ennþá í hamstrahjólinu þegar stór hluti samfélags fer í naflaskoðun? Fólkið sem situr eftir á vinnumarkaðinum og þarf að skila af sér margföldum afköstum í byltingu sem ferðast á ógnarhraða. Stórar stofnanir og fyrirtæki munu missa tilgang sinn og þurfa endurskoða allt í sínu ferli. Til hvers að vera með æðri menntastofnanir þegar fólk getur bara spurt gervigreindina svara. Eiga kennarar að yfirfara ritgerðir skrifaðar af gervigreind? Nota þeir gervigreind til að yfirfara ritgerðir? Þurfum við kennara eða getum við skipt þeim út? Gervigreind sem getur greint hvern og einn nemanda, þekkir sögu þeirra, þarfir og sérsniðið námsefni og námseftirlit. Þetta eru bara nokkrar af þeim spurningum og vangaveltum sem hægt er að draga fram í umræðunni um gervigreind í dag. Kannski þurfum við ekkert að hugsa um þetta, getum bara beðið gervigreind framtíðarinnar um að leysa þessi vandamál fyrir okkur? Fólk getur hætt að hugsa sjálfstætt og notað gervigreind til leiðbeininga í öllum stærri ákvörðunum lífs síns. Sjálfsákvarðanir geta sprottið upp einungis frá hvatvísi. Til hvers að fylgjast með tölvupóstinum sínum, þegar gervigreindin þín þekkir þig og getur tekið á móti póstum og svarað fyrir þig í þínum stíl. Hver og einn einstaklingur og stofnun þarf að líta í kring um sig og reyna átta sig á því hvaða áhrif gervigreindin mun hafa á þeirra umhverfi til þess að undirbúa sig fyrir það sem koma skal. Hver er tilgangur okkar í nýjum gervigreindarheimi? Höfundur er myndlistarmaður og háskólanemi.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun