„Þetta lítur ekki nógu vel út“ Margrét Björk Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 16. janúar 2024 13:11 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að hrunið hafi úr þeim sprungum sem fyrir voru í bænum en ekki líti út fyrir að fleiri hafi myndast. Vísir Lögreglustjóri á Suðurnesjum segir ekki mikið um nýjar sprungur inni í Grindavík. Þær sprungur sem fyrir voru hafi hinsvegar stækkað. Forgangsatriði dagsins er að koma rafmagni og hita á austurhluta bæjarins. Í morgun óskuðu almannavarnir þess að þeir Grindvíkingar sem búi vestan Víkurbrautar skili til þeirra lyklum að húsum sínum svo hægt sé að kanna ástand hitakerfa fasteigna. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, segir verkefnið unnið í góðri sátt við íbúðareigendur í Grindavík. „Vatni er hleypt á húsin en til að tryggja að ekkert fari úrskeiðis og vatn leki ekki um gólf hjá fólki, þurfa íbúðareigendur að koma til okkar lyklum. Mér sýnist það bara ganga vel.“ Óljóst sé hversu langan tíma verkefnið muni taka. „Þetta er auðvitað verkefni sem tekur tíma, sjáum svo sem ekki fyrir endann á því. En það skiptir höfuðmáli að koma hita og rafmagni á þessi hús, og það er auðvitað það sem þetta snýst um í grunninn.“ Búfé flutt úr bænum í dag Aðspurður um hvort til standi að koma búfé út úr bænum segir Úlfar það vera í undirbúningi. „Ég held að kindurnar séu bara í góðu ásigkomulagi og brottflutningur þeirra út fyrir hættusvæðið verður í dag. Ég geri ráð fyrir að þessi aðgerð klárist fyrir kvöldmatarleytið ef allt fer að óskum.“ Grétar Jónsson, formaður Fjáreigendafélags Grindavíkur fór til þess að sækja kindur sínar í gær en sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra höfðu afskipti af honum og lá við að upp úr syði. Grétar fékk þó á endanum leyfi til að sækja kindurnar í fylgd björgunarsveitamanna. Úlfar segir marga íbúa í erfiðari og viðkvæmri stöðu. „Svo eru starfsmenn lögreglu sem hafa sín fyrirmæli, ég held að þetta leysts úr þessu farsællega þegar upp var staðið.“ Sprungur hafa „tútnað út“ Aðspurður um ástand bæjarins segist Úlfar hafa fengið upplýsingar í morgun um að ekki bæri mikið á nýjum sprungum á yfirborð bæjarins. „Þetta eru allt sprungur sem eru þekktar, en það hefur hrunið úr þeim sumum, þannig þetta lítur kannski ekki nógu vel út.“ Þær hafa semsagt stækkað? „Þær hafa eitthvað tútnað út, já.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Í morgun óskuðu almannavarnir þess að þeir Grindvíkingar sem búi vestan Víkurbrautar skili til þeirra lyklum að húsum sínum svo hægt sé að kanna ástand hitakerfa fasteigna. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, segir verkefnið unnið í góðri sátt við íbúðareigendur í Grindavík. „Vatni er hleypt á húsin en til að tryggja að ekkert fari úrskeiðis og vatn leki ekki um gólf hjá fólki, þurfa íbúðareigendur að koma til okkar lyklum. Mér sýnist það bara ganga vel.“ Óljóst sé hversu langan tíma verkefnið muni taka. „Þetta er auðvitað verkefni sem tekur tíma, sjáum svo sem ekki fyrir endann á því. En það skiptir höfuðmáli að koma hita og rafmagni á þessi hús, og það er auðvitað það sem þetta snýst um í grunninn.“ Búfé flutt úr bænum í dag Aðspurður um hvort til standi að koma búfé út úr bænum segir Úlfar það vera í undirbúningi. „Ég held að kindurnar séu bara í góðu ásigkomulagi og brottflutningur þeirra út fyrir hættusvæðið verður í dag. Ég geri ráð fyrir að þessi aðgerð klárist fyrir kvöldmatarleytið ef allt fer að óskum.“ Grétar Jónsson, formaður Fjáreigendafélags Grindavíkur fór til þess að sækja kindur sínar í gær en sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra höfðu afskipti af honum og lá við að upp úr syði. Grétar fékk þó á endanum leyfi til að sækja kindurnar í fylgd björgunarsveitamanna. Úlfar segir marga íbúa í erfiðari og viðkvæmri stöðu. „Svo eru starfsmenn lögreglu sem hafa sín fyrirmæli, ég held að þetta leysts úr þessu farsællega þegar upp var staðið.“ Sprungur hafa „tútnað út“ Aðspurður um ástand bæjarins segist Úlfar hafa fengið upplýsingar í morgun um að ekki bæri mikið á nýjum sprungum á yfirborð bæjarins. „Þetta eru allt sprungur sem eru þekktar, en það hefur hrunið úr þeim sumum, þannig þetta lítur kannski ekki nógu vel út.“ Þær hafa semsagt stækkað? „Þær hafa eitthvað tútnað út, já.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira