Fyllsta öryggis hafi ekki verið gætt Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2024 11:08 Að minnsta kosti tvö tilvik hafa komið upp, þar sem björgunarsveitamenn í Grindavík hafa ekki gætt fyllsta öryggis. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að sér hafi verið verulega brugðið vegna atviks þar sem björgunarsveitamaður féll með lærið ofan í sprungu í gær. Ljóst sé að öryggisreglum hafi ekki verið fylgt. Myndband af atvikinu hefur vakið mikla athygli. Maðurinn var á gangi eftir malbikuðum stíg þar sem ekki var sjáanleg sprunga, en skyndilega gaf jörðin sig. Myndbandið má sjá hér að neðan. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að sér hafi brugðið verulega þegar hann sá myndbandið. „Þetta sýnir okkur svart á hvítu að björgunarsveitarfólk verður að gæta að fyllsta öryggis í hvívetna inni á skilgreinda hættusvæðinu. Það er ljóst að það var ekki gert í þessum tilvikum og það þykir okkur afar miður.“ Við getum aldrei slegið af öryggiskröfum í aðstæðum sem þessum. Fréttamaður Stöðvar 2 sem var á vettvangi segir einu tilmælin hafa verið að fara ekki úr augsýn björgunarsveitafólks og ganga ekki á grasi. Björgunarsveitafólk á vettvangi hafi gætt fyllsta öryggis viðstaddra. Engar afsakanir fyrir því að fylgja ekki öryggiskröfum Auk þessa hafa myndir af björgunarsveitarmönnum í Grindavík þar sem þeir standa mjög nálægt sprungum án nokkurs öryggisbúnaðar verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Spurningar hafa vaknað um hvort öryggi þeirra sé fyllilega tryggt. Strangar vinnureglur gilda um útköll eða æfingar björgunarsveitamanna á jöklum, sem kveða á um að þeir þurfi að notast við línur eða annan öryggisbúnað. Margir hafa furðað sig á að það sama gildi ekki um björgunarsveitamenn að störfum í Grindavík.Vegagerðin Jón Þór segir atvikin hafa orðið til þess að öryggisráðstafanir hafi verið ítrekaðar við björgunarsveitafólk. „Við getum aldrei slegið af öryggiskröfum í aðstæðum sem þessum og höfum ítrekað við okkar fólk sem þarna eru að störfum, að fylgja öllum öryggisreglum til hins ítrasta. Það verður bara að segjast að það var ekki gert í þessum tilvikum. Fyrir því eru engar afsakanir.“ Aðspurður um hvort öryggisráðstafanir björgunarsveitamanna hafi verið endurskoðaðar segir Jón Þór svo ekki vera. „Nei, þær hafa ekki verið endurskoðaðar og ekki þörf á því, en brýnt fyrir öllum að fylgja þeim til hins ítrasta. Það var ekki raunin í þessum tilvikum.“ Grindavík Öryggis- og varnarmál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Slysavarnir Björgunarsveitir Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Myndband af atvikinu hefur vakið mikla athygli. Maðurinn var á gangi eftir malbikuðum stíg þar sem ekki var sjáanleg sprunga, en skyndilega gaf jörðin sig. Myndbandið má sjá hér að neðan. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að sér hafi brugðið verulega þegar hann sá myndbandið. „Þetta sýnir okkur svart á hvítu að björgunarsveitarfólk verður að gæta að fyllsta öryggis í hvívetna inni á skilgreinda hættusvæðinu. Það er ljóst að það var ekki gert í þessum tilvikum og það þykir okkur afar miður.“ Við getum aldrei slegið af öryggiskröfum í aðstæðum sem þessum. Fréttamaður Stöðvar 2 sem var á vettvangi segir einu tilmælin hafa verið að fara ekki úr augsýn björgunarsveitafólks og ganga ekki á grasi. Björgunarsveitafólk á vettvangi hafi gætt fyllsta öryggis viðstaddra. Engar afsakanir fyrir því að fylgja ekki öryggiskröfum Auk þessa hafa myndir af björgunarsveitarmönnum í Grindavík þar sem þeir standa mjög nálægt sprungum án nokkurs öryggisbúnaðar verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Spurningar hafa vaknað um hvort öryggi þeirra sé fyllilega tryggt. Strangar vinnureglur gilda um útköll eða æfingar björgunarsveitamanna á jöklum, sem kveða á um að þeir þurfi að notast við línur eða annan öryggisbúnað. Margir hafa furðað sig á að það sama gildi ekki um björgunarsveitamenn að störfum í Grindavík.Vegagerðin Jón Þór segir atvikin hafa orðið til þess að öryggisráðstafanir hafi verið ítrekaðar við björgunarsveitafólk. „Við getum aldrei slegið af öryggiskröfum í aðstæðum sem þessum og höfum ítrekað við okkar fólk sem þarna eru að störfum, að fylgja öllum öryggisreglum til hins ítrasta. Það verður bara að segjast að það var ekki gert í þessum tilvikum. Fyrir því eru engar afsakanir.“ Aðspurður um hvort öryggisráðstafanir björgunarsveitamanna hafi verið endurskoðaðar segir Jón Þór svo ekki vera. „Nei, þær hafa ekki verið endurskoðaðar og ekki þörf á því, en brýnt fyrir öllum að fylgja þeim til hins ítrasta. Það var ekki raunin í þessum tilvikum.“
Grindavík Öryggis- og varnarmál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Slysavarnir Björgunarsveitir Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira