Sefur í tvær vikur í háfjallatjaldi fyrir fjallahlaup Stefán Árni Pálsson skrifar 16. janúar 2024 10:26 Marteinn og Þorsteinn elska báðir hlaup. Garpur Ingason Elísabetarson hitti tvo vini sem urðu vinir á heldur óhefðbundinn hátt í Íslandi í dag á Stöð 2. Þeir eiga sér sameiginlegt áhugamál sem þeir ákváðu að búa til hlaðvarp úr sem heitir því einfalda og skemmtilega nafni Út að hlaupa. „Hugmyndin kviknaði þegar við vorum að keyra heim úr Mýrdalshlaupinu 2022,“ segir Þorsteinn Roy Jóhannsson annar stjórnanda hlaðvarpsins. „Þetta voru svona með fyrri hlaupum sem ég fer í. Við erum í bíl með Elísabetu Margeirs og Búa Steini sem eru nánast goðsagnir í þessum hlaupaheimi. Ég var þarna að hlusta á þau tala um allskonar hlaup og ég fékk bara svona vá ég væri til í að hlusta endalaust á þetta. Ég vildi að þessi bílferð yrði bara tíu tímar,“ segir Marteinn Urbancic sem stýrir einnig hlaðvarpinu með Þorsteini. Hlaðvarpið hefur vakið athygli enda hafa margir Íslendingar mjög mikinn áhuga á hlaupum. Þeir félagarnir eru í stífum undirbúningi fyrir Evrópumeistaramótið í fjallahlaupum sem er 62 kílómetrar með þrjú þúsund metra hækkun og er haldið í Annecy í Frakklandi „Vonandi verð ég valinn í það,“ segir Þorsteinn. Tjaldið umrædda. „Þú finnur alveg fyrir hæðinni þegar þú ert kominn á þessa háu toppa og þarna er miklu meiri hiti. Ég hef til að mynda þurft að æfa mig fyrir önnur hlaup í hita með því að taka ákveðin hlaupaundirbúning inni í sauna til þessa að þola þetta. Svo er ég einnig svo heppinn að ég á góðan vin sem heitir Siggi Bjarna sem fór einu sinni á Everest. Þegar hann var að undirbúa sig þá keypti hann sér svona háfjallavél. Þú tengir í rauninni risagræju við súrefnistjald sem þú getur sofið inni í og vélin mettar loftið eins og þú sért upp í háfjöllum. Ég fékk þessa vél lánaða hjá honum til að undirbúa mig fyrir HM í Austurríki síðasta sumar,“ segir Þorsteinn sem mun endurtaka leikinn fyrir Evrópumeistaramótið í sumar. Hann svaf í umræddi tjaldi í tvær vikur. „Ég sef með eyrnatappa og það er mjög heitt þarna inni. Það er hræðilegt að sofa í þessu.“ Hér að neðan má sjá brot úr Íslandi í dag en áskrifendur geta séð það í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2. Klippa: Sefur í tvær vikur í háfjallatjaldi fyrir fjallahlaup Ísland í dag Fjallamennska Hlaup Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Sjá meira
„Hugmyndin kviknaði þegar við vorum að keyra heim úr Mýrdalshlaupinu 2022,“ segir Þorsteinn Roy Jóhannsson annar stjórnanda hlaðvarpsins. „Þetta voru svona með fyrri hlaupum sem ég fer í. Við erum í bíl með Elísabetu Margeirs og Búa Steini sem eru nánast goðsagnir í þessum hlaupaheimi. Ég var þarna að hlusta á þau tala um allskonar hlaup og ég fékk bara svona vá ég væri til í að hlusta endalaust á þetta. Ég vildi að þessi bílferð yrði bara tíu tímar,“ segir Marteinn Urbancic sem stýrir einnig hlaðvarpinu með Þorsteini. Hlaðvarpið hefur vakið athygli enda hafa margir Íslendingar mjög mikinn áhuga á hlaupum. Þeir félagarnir eru í stífum undirbúningi fyrir Evrópumeistaramótið í fjallahlaupum sem er 62 kílómetrar með þrjú þúsund metra hækkun og er haldið í Annecy í Frakklandi „Vonandi verð ég valinn í það,“ segir Þorsteinn. Tjaldið umrædda. „Þú finnur alveg fyrir hæðinni þegar þú ert kominn á þessa háu toppa og þarna er miklu meiri hiti. Ég hef til að mynda þurft að æfa mig fyrir önnur hlaup í hita með því að taka ákveðin hlaupaundirbúning inni í sauna til þessa að þola þetta. Svo er ég einnig svo heppinn að ég á góðan vin sem heitir Siggi Bjarna sem fór einu sinni á Everest. Þegar hann var að undirbúa sig þá keypti hann sér svona háfjallavél. Þú tengir í rauninni risagræju við súrefnistjald sem þú getur sofið inni í og vélin mettar loftið eins og þú sért upp í háfjöllum. Ég fékk þessa vél lánaða hjá honum til að undirbúa mig fyrir HM í Austurríki síðasta sumar,“ segir Þorsteinn sem mun endurtaka leikinn fyrir Evrópumeistaramótið í sumar. Hann svaf í umræddi tjaldi í tvær vikur. „Ég sef með eyrnatappa og það er mjög heitt þarna inni. Það er hræðilegt að sofa í þessu.“ Hér að neðan má sjá brot úr Íslandi í dag en áskrifendur geta séð það í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2. Klippa: Sefur í tvær vikur í háfjallatjaldi fyrir fjallahlaup
Ísland í dag Fjallamennska Hlaup Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Sjá meira