Íslenski boltinn

Ólöf Sig­ríður skrifar undir samning við Breiða­blik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir er komin í Blikabúninginn.
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir er komin í Blikabúninginn. Breiðablik

Landsliðsframherjinn Ólöf Sigríður Kristinsdóttir hefur skrifað undir samning við Breiðablik fyrir komandi tímabil í Bestu deild kvenna.

Breiðablik segir frá þessum frábæra liðstyrk á samfélagsmiðlum sínum í dag en Ólöf hefur verið einn hættulegasti framherji íslensku deildarinnar undanfarin ár. Hún er fædd árið 2003 og verður því 21 árs gömul í maí á þessu ári.

Samningur hennar við Breiðablik er til næstu þriggja tímabila eða til ársins 2026.

Ólöf Sigríður stundar nám við Harvard háskólanum í Bandaríkjunum og var valin nýliði ársins í Ivy League í vetur eftir að hafa verið markahæst með sjö mörk í fimmtán leikjum.

Ólöf er líka, þrátt fyrir ungan aldur, markahæsti leikmaður Þróttar frá upphafi í efstu deild og skoraði tvö mörk í sínum fyrsta A-landsleik í fyrra. Ólöf er alin upp hjá Val en fékk sitt fyrsta alvöru tækifæri hjá Þrótti sem hún nýtti vel.

Ólöf, eða Olla eins og flestir þekkja hana, hefur verið lykilkona í uppkomu kvennaliðs Þróttar og skoraði alls 20 mörk í 47 leikjum með liðinu í efstu deild.  Á þessum tímabilum náði Þróttur besta árangri kvennaliðs félagsins frá upphafi.

Ólöf Sigríður er enn einn lykilleikmaðurinn sem Þróttur missir í vetur en áður hafði Katla Tryggvadóttir farið til sænska liðsins Kristianstad og Katherine Amanda Cousins samið við Val.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×