Þar segir að í nýju starfi muni Thelma Björk móta og leiða stefnur, markmið og áætlanir inn á smásölusvið Olís. Þannig verði áhersla lögð á að efla þjónustustöðvar og bjóða viðskiptavinum upp á enn fjölbreyttari og betri þjónustu.
Thelma Björk kemur til Olís frá Heimkaupum þar sem hún starfaði sem framkvæmdastjóri þjónustuupplifunar og vöruhúss frá árinu 2021. Áður var hún sérfræðingur í greiningu á upplifun viðskiptavina hjá Icelandair. Þar áður var hún sérfræðingur í fjármálum fyrirtækja hjá KPMG.
Thelma er með meistaragráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og BS-gráðu í umhverfis- og byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands.
„Við bjóðum Thelmu velkomna til starfa hjá Olís. Hún býr yfir spennandi reynslu sem mun nýtast vel við framþróun þjónustustöðva okkar um allt land og hjálpa okkur við að gera enn betur við viðskiptavini Olís í framtíðinni,“ segir Ingunn Svala Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Olís.
Thelma Björk vakti athygli í mars síðastliðnum þegar hún ásamt fleiri foreldrum stóðu fyrir mótmælum í Ráðhúsi Reykjavíkur vegna stöðunnar í leikskólamálum borgarinnar.