Minnsta en skæðasta eldgosið á Reykjanesskaga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2024 09:01 Þrjú hús í Grindavík urðu hrauninu að bráð. Vísir/Arnar Eldgosið fyrir norðan Grindavík virðist hafa gefið upp öndina en engin kvika hefur sést kom upp síðan klukkan 1:08 í nótt. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands segir eldgosið það minnsta af þeim fimm sem orðið hafa á Reykjanesskaga frá 2021. Eldgosið hófst rétt norðan við Grindavík klukkan 7:57 á sunnudagsmorgun. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands skrifar á Facebook að eldgosinu hafi lokið í nótt og því lifað einungis í rúmlega 41 klukkustund. Nefna ber að goslokum hefur ekki verið formlega lýst yfir. „Við bíðum enn mælinga um stærð og rúmmál hraunsins, en nokkuð auðvelt er að fullyrða að gosið hafi verið það minnsta af þeim fimm eldgosum sem nú hafa orðið á Reykjanesskaganum frá 2021. Þrátt fyrir smæðina var þetta alvarlegasta eldgos hér á landi frá Heimaeyjagosinu 1973, sökum staðsetningar rétt við Grindavík og skemmdanna sem það olli,“ segir í færslu hópsins sem birt var fyrir um klukkustund. „Sé spáð í framhaldið þykir ljóst að atburðarrásinni er hvergi nærri lokið. Um miðjan dag í gær mældist áfram gliðnun inni í Grindavík yfir kvikuinnskotinu sem olli eldgosinu. Var það til marks um að ekki væri algjört jafnvægi komið á jarðskorpuna í kringum innskotið og að opnun nýrra gosopa sé ekki útilokuð.“ Hópurinn segir að sama skapi engan bug að finna á landrisi á kvikusöfnunarsvæðinu norður við Svartsengi og Eldvörp. Kvika hafi safnast þar saman sleitulaust síðan um miðjan október og nú valdið þremur kvikuinnskotum, sem leiddu til tveggja skammlífra eldgosa. „Skýr merki eru um áframhaldandi landris á GPS mælum á svæðinu í kring um Svartsengi. Ekkert sig mældist í Svartsengi samhliða innskotinu sem olli eldgosinu, sem er óvenjulegt og þarfnast skoðunar.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Engin kvika sést síðan klukkan eitt í nótt Engin kvika hefur sést koma upp úr sprungunum norðan Grindavíkur síðan klukkan 1:08 í nótt. Vakthafandi náttúruvársérfræðingur segir eldgosið virðast hafa fjarað alveg út. 16. janúar 2024 05:39 Björgunarsveitir þurft að skipta sér af færra fólki en í fyrri gosum Björgunarsveitir hafa þurft að hefta för fólks sem vill fara gangandi að eldgosinu norður af Grindavík. Ásóknin er þó minni en áður, sem er vel að sögn björgunarsveitarmanns. 15. janúar 2024 20:00 Segir íbúa þurfa lausnir en ekki hrós: „Þú sleppir börnunum þínum ekki út úr húsi“ Íbúi við Efrahóp í Grindavík segir íbúa þurfa að heyra eitthvað annað en hvað þeir séu þrautseigir og duglegir. Nú þurfi þeir að fá raunhæfar lausnir frá stjórnvöldum. Þeir geti ekki lifað í biðstöðu. Hún ætlar ekki að flytja aftur í bæinn. 15. janúar 2024 19:02 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Eldgosið hófst rétt norðan við Grindavík klukkan 7:57 á sunnudagsmorgun. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands skrifar á Facebook að eldgosinu hafi lokið í nótt og því lifað einungis í rúmlega 41 klukkustund. Nefna ber að goslokum hefur ekki verið formlega lýst yfir. „Við bíðum enn mælinga um stærð og rúmmál hraunsins, en nokkuð auðvelt er að fullyrða að gosið hafi verið það minnsta af þeim fimm eldgosum sem nú hafa orðið á Reykjanesskaganum frá 2021. Þrátt fyrir smæðina var þetta alvarlegasta eldgos hér á landi frá Heimaeyjagosinu 1973, sökum staðsetningar rétt við Grindavík og skemmdanna sem það olli,“ segir í færslu hópsins sem birt var fyrir um klukkustund. „Sé spáð í framhaldið þykir ljóst að atburðarrásinni er hvergi nærri lokið. Um miðjan dag í gær mældist áfram gliðnun inni í Grindavík yfir kvikuinnskotinu sem olli eldgosinu. Var það til marks um að ekki væri algjört jafnvægi komið á jarðskorpuna í kringum innskotið og að opnun nýrra gosopa sé ekki útilokuð.“ Hópurinn segir að sama skapi engan bug að finna á landrisi á kvikusöfnunarsvæðinu norður við Svartsengi og Eldvörp. Kvika hafi safnast þar saman sleitulaust síðan um miðjan október og nú valdið þremur kvikuinnskotum, sem leiddu til tveggja skammlífra eldgosa. „Skýr merki eru um áframhaldandi landris á GPS mælum á svæðinu í kring um Svartsengi. Ekkert sig mældist í Svartsengi samhliða innskotinu sem olli eldgosinu, sem er óvenjulegt og þarfnast skoðunar.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Engin kvika sést síðan klukkan eitt í nótt Engin kvika hefur sést koma upp úr sprungunum norðan Grindavíkur síðan klukkan 1:08 í nótt. Vakthafandi náttúruvársérfræðingur segir eldgosið virðast hafa fjarað alveg út. 16. janúar 2024 05:39 Björgunarsveitir þurft að skipta sér af færra fólki en í fyrri gosum Björgunarsveitir hafa þurft að hefta för fólks sem vill fara gangandi að eldgosinu norður af Grindavík. Ásóknin er þó minni en áður, sem er vel að sögn björgunarsveitarmanns. 15. janúar 2024 20:00 Segir íbúa þurfa lausnir en ekki hrós: „Þú sleppir börnunum þínum ekki út úr húsi“ Íbúi við Efrahóp í Grindavík segir íbúa þurfa að heyra eitthvað annað en hvað þeir séu þrautseigir og duglegir. Nú þurfi þeir að fá raunhæfar lausnir frá stjórnvöldum. Þeir geti ekki lifað í biðstöðu. Hún ætlar ekki að flytja aftur í bæinn. 15. janúar 2024 19:02 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Engin kvika sést síðan klukkan eitt í nótt Engin kvika hefur sést koma upp úr sprungunum norðan Grindavíkur síðan klukkan 1:08 í nótt. Vakthafandi náttúruvársérfræðingur segir eldgosið virðast hafa fjarað alveg út. 16. janúar 2024 05:39
Björgunarsveitir þurft að skipta sér af færra fólki en í fyrri gosum Björgunarsveitir hafa þurft að hefta för fólks sem vill fara gangandi að eldgosinu norður af Grindavík. Ásóknin er þó minni en áður, sem er vel að sögn björgunarsveitarmanns. 15. janúar 2024 20:00
Segir íbúa þurfa lausnir en ekki hrós: „Þú sleppir börnunum þínum ekki út úr húsi“ Íbúi við Efrahóp í Grindavík segir íbúa þurfa að heyra eitthvað annað en hvað þeir séu þrautseigir og duglegir. Nú þurfi þeir að fá raunhæfar lausnir frá stjórnvöldum. Þeir geti ekki lifað í biðstöðu. Hún ætlar ekki að flytja aftur í bæinn. 15. janúar 2024 19:02