Hættuleg vegferð orkumála Ágústa Ágústsdóttir skrifar 16. janúar 2024 07:01 Stundum velti ég því fyrir mér á hvaða vegferð íslensk stjórnvöld eru þegar kemur að orkumálum hér á landi. Hvorki stefna né umræða bendir til þeirrar almennu skynsemi sem þarf að ríkja þegar um svo mikilvæga innviði er að ræða. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar segir að markmiðið sé að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. Þetta er fallegur draumur. En það er líka allt og sumt. Draumur byggður á fallegri lygi. Einhversstaðar á leið sinni í gegnum þægindin, lífsgæðakapphlaupið og sjálfgefið, blámarið bringubeinið af minnimáttarkennd gagnvart öðrum þjóðum og þeirri óseðjandi þörf að þurfa alltaf að vera best í öllu á kostnað almennrar skynsemi, hefur ríkisstjórnin fyrir löngu gleymt í hvaða landi við búum. Ísland er ein virkasta eldfjallaeyja í heiminum með sín ótal misvirku og missofandi eldfjallakerfi sem sum hver eru löngu „komin á tíma“. Þá bætast við önnur náttúruöfl eins og t.d. veðráttan sem oft á tíðum er dauðans alvara. Fjarlægð frá öðrum meginlöndum er einnig stórt atriði. Búseta í slíku landi hlýtur því að útheimta stöðugt og vakandi auga þar sem mikilvægt er að samhliða plani A, sé B og jafnvel C. Í ansi mörg ár núna hefur verið kallað úr hverju horni ríkisstjórnar, „græn orkuskipti“, „græn orka“, „kolefnishlutleysi“ o.s.frv. sem allt á að helga meðalið á vegi okkar til frelsunar og vinsælda. Og lagningu þess vegar eiga íslenskir skattborgarar möglunarlaust að borga, sama hvað. Engum manni eða miðli hefur dottið í hug að slá upp hinni raunhæfu mynd sem blasa myndi við ef Ísland yrði algerlega jarðefnaeldsneytislaust. Hvað ætla stjórnvöld að gera ef hér verða enn meiri náttúruhamfarir en nú þegar hafa sýnt sig á Reykjanesskaganum? Hvað ætla menn að gera ef einhverjar af þeim stóru virkjunum á borð við Nesjavallavirkjun, Hellisheiðavirkjun, Sogið, Búrfellsvirkjun, Kröflu o.s.frv. dyttu út? Hvar verður þá plan B ef öll eggin eru komin í sömu körfuna? Hvar á þá að stinga öllum bifreiðum, vinnuvélum og öðrum tækjum í samband? Þá má nefna í þessu samhengi að til að ná yfirlýstum markmiðum um orkuskipti, þarf að tvöfalda núverandi raforkuframleiðslu og rúmlega það. Vinstri vængurinn hefur verið ötull að koma í veg fyrir nýtingu þess orkugjafa sem náttúran sjálf gefur, hvort sem um ræðir fallvatnsorku eða jarðvarma. Við erum með forsætisráðherra sem lýsir því opinberlega yfir að hún vilji frekar sjá álveri lokað til að ná markmiðunum heldur en að virkja meira. Það þýðir að hún sé tilbúin að leggja byggðir eins og Austfirðina nánast í eyði til að sækja meiri orku „fyrir heimilin í landinu“. Hægri vængurinn hamrar járnið á meðan það er heitt og talar fyrir hreinni grænni orku í formi vindmyllugarða víðs vegar um landið sem leysa mun málið. Við höfum umhverfisráðherra sem rær fullum róðri á móts við það markmið að afhenda orkuauðlindir okkar Íslendinga yfir til erlendra fjármálaafla á meðan hann hamrar á því hversu mikilvægt það sé að losna við jarðefnaeldsneyti og berjast fyrir grænni orku. „Allir sem telja sig græna í stjórnmálum annars staðar í heiminum berjast fyrir grænni orku“ segir hann. Í þessu samhengi tel ég hafið yfir allan grun að þeir sem hafi yfir að ráða almennri skynsemi séu ekki tilbúnir að skipta út auðlindum þjóðarinnar fyrir gríðarlega hækkun á raforkuverði til heimila landsins, bara svo þeir ríku geti orðið enn ríkari. Þá standa hinir einu sönnu vinstri grænu sig betur en kamelljón í litaflogi. Þeir segja stórt nei við flestum áformum um vatnsafls- eða jarðvarmavirkjanir sem yrðu í eigu ríkis og þjóðar, en telja hins vegar góða hugmynd að leggja á vindmyllugarðana auðlindagjald í stað þess að berjast gegn þeim. Sjálfbærnin og hagur þjóðar er greinilega ekki svo mikilvægt eftir allt saman þegar á reynir. Þegar öllu er á botninn hvolft verður að horfast í augu við þá staðreynd að allt tal um jarðefnaeldsneytislaust Ísland er ekki bara óraunhæft, heldur hrein og bein ógn við þjóðaröryggi landsins. Slíkt tal er með öllu óábyrgt og sýnir eingöngu fram á vanhæfi ráðamanna við að tryggja öryggi landsins á sem skynsamlegasta máta. Tími náttúruhamfara er svo sannarlega ekki liðinn eins og menn verða nú áþreifanlega varir við. Þegar svo kemur að innlendum orkugjöfum er gríðarlega mikilvægt að sú dýrmæta auðlind sem við búum yfir sé alfarið í eigu ríkis og þjóðar hvernig svo sem hennar er svo aflað. Án undantekningar. Þar undir er stór hluti okkar sjálfstæðis. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Orkumál Orkuskipti Umhverfismál Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Stundum velti ég því fyrir mér á hvaða vegferð íslensk stjórnvöld eru þegar kemur að orkumálum hér á landi. Hvorki stefna né umræða bendir til þeirrar almennu skynsemi sem þarf að ríkja þegar um svo mikilvæga innviði er að ræða. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar segir að markmiðið sé að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. Þetta er fallegur draumur. En það er líka allt og sumt. Draumur byggður á fallegri lygi. Einhversstaðar á leið sinni í gegnum þægindin, lífsgæðakapphlaupið og sjálfgefið, blámarið bringubeinið af minnimáttarkennd gagnvart öðrum þjóðum og þeirri óseðjandi þörf að þurfa alltaf að vera best í öllu á kostnað almennrar skynsemi, hefur ríkisstjórnin fyrir löngu gleymt í hvaða landi við búum. Ísland er ein virkasta eldfjallaeyja í heiminum með sín ótal misvirku og missofandi eldfjallakerfi sem sum hver eru löngu „komin á tíma“. Þá bætast við önnur náttúruöfl eins og t.d. veðráttan sem oft á tíðum er dauðans alvara. Fjarlægð frá öðrum meginlöndum er einnig stórt atriði. Búseta í slíku landi hlýtur því að útheimta stöðugt og vakandi auga þar sem mikilvægt er að samhliða plani A, sé B og jafnvel C. Í ansi mörg ár núna hefur verið kallað úr hverju horni ríkisstjórnar, „græn orkuskipti“, „græn orka“, „kolefnishlutleysi“ o.s.frv. sem allt á að helga meðalið á vegi okkar til frelsunar og vinsælda. Og lagningu þess vegar eiga íslenskir skattborgarar möglunarlaust að borga, sama hvað. Engum manni eða miðli hefur dottið í hug að slá upp hinni raunhæfu mynd sem blasa myndi við ef Ísland yrði algerlega jarðefnaeldsneytislaust. Hvað ætla stjórnvöld að gera ef hér verða enn meiri náttúruhamfarir en nú þegar hafa sýnt sig á Reykjanesskaganum? Hvað ætla menn að gera ef einhverjar af þeim stóru virkjunum á borð við Nesjavallavirkjun, Hellisheiðavirkjun, Sogið, Búrfellsvirkjun, Kröflu o.s.frv. dyttu út? Hvar verður þá plan B ef öll eggin eru komin í sömu körfuna? Hvar á þá að stinga öllum bifreiðum, vinnuvélum og öðrum tækjum í samband? Þá má nefna í þessu samhengi að til að ná yfirlýstum markmiðum um orkuskipti, þarf að tvöfalda núverandi raforkuframleiðslu og rúmlega það. Vinstri vængurinn hefur verið ötull að koma í veg fyrir nýtingu þess orkugjafa sem náttúran sjálf gefur, hvort sem um ræðir fallvatnsorku eða jarðvarma. Við erum með forsætisráðherra sem lýsir því opinberlega yfir að hún vilji frekar sjá álveri lokað til að ná markmiðunum heldur en að virkja meira. Það þýðir að hún sé tilbúin að leggja byggðir eins og Austfirðina nánast í eyði til að sækja meiri orku „fyrir heimilin í landinu“. Hægri vængurinn hamrar járnið á meðan það er heitt og talar fyrir hreinni grænni orku í formi vindmyllugarða víðs vegar um landið sem leysa mun málið. Við höfum umhverfisráðherra sem rær fullum róðri á móts við það markmið að afhenda orkuauðlindir okkar Íslendinga yfir til erlendra fjármálaafla á meðan hann hamrar á því hversu mikilvægt það sé að losna við jarðefnaeldsneyti og berjast fyrir grænni orku. „Allir sem telja sig græna í stjórnmálum annars staðar í heiminum berjast fyrir grænni orku“ segir hann. Í þessu samhengi tel ég hafið yfir allan grun að þeir sem hafi yfir að ráða almennri skynsemi séu ekki tilbúnir að skipta út auðlindum þjóðarinnar fyrir gríðarlega hækkun á raforkuverði til heimila landsins, bara svo þeir ríku geti orðið enn ríkari. Þá standa hinir einu sönnu vinstri grænu sig betur en kamelljón í litaflogi. Þeir segja stórt nei við flestum áformum um vatnsafls- eða jarðvarmavirkjanir sem yrðu í eigu ríkis og þjóðar, en telja hins vegar góða hugmynd að leggja á vindmyllugarðana auðlindagjald í stað þess að berjast gegn þeim. Sjálfbærnin og hagur þjóðar er greinilega ekki svo mikilvægt eftir allt saman þegar á reynir. Þegar öllu er á botninn hvolft verður að horfast í augu við þá staðreynd að allt tal um jarðefnaeldsneytislaust Ísland er ekki bara óraunhæft, heldur hrein og bein ógn við þjóðaröryggi landsins. Slíkt tal er með öllu óábyrgt og sýnir eingöngu fram á vanhæfi ráðamanna við að tryggja öryggi landsins á sem skynsamlegasta máta. Tími náttúruhamfara er svo sannarlega ekki liðinn eins og menn verða nú áþreifanlega varir við. Þegar svo kemur að innlendum orkugjöfum er gríðarlega mikilvægt að sú dýrmæta auðlind sem við búum yfir sé alfarið í eigu ríkis og þjóðar hvernig svo sem hennar er svo aflað. Án undantekningar. Þar undir er stór hluti okkar sjálfstæðis. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun