Hættuleg vegferð orkumála Ágústa Ágústsdóttir skrifar 16. janúar 2024 07:01 Stundum velti ég því fyrir mér á hvaða vegferð íslensk stjórnvöld eru þegar kemur að orkumálum hér á landi. Hvorki stefna né umræða bendir til þeirrar almennu skynsemi sem þarf að ríkja þegar um svo mikilvæga innviði er að ræða. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar segir að markmiðið sé að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. Þetta er fallegur draumur. En það er líka allt og sumt. Draumur byggður á fallegri lygi. Einhversstaðar á leið sinni í gegnum þægindin, lífsgæðakapphlaupið og sjálfgefið, blámarið bringubeinið af minnimáttarkennd gagnvart öðrum þjóðum og þeirri óseðjandi þörf að þurfa alltaf að vera best í öllu á kostnað almennrar skynsemi, hefur ríkisstjórnin fyrir löngu gleymt í hvaða landi við búum. Ísland er ein virkasta eldfjallaeyja í heiminum með sín ótal misvirku og missofandi eldfjallakerfi sem sum hver eru löngu „komin á tíma“. Þá bætast við önnur náttúruöfl eins og t.d. veðráttan sem oft á tíðum er dauðans alvara. Fjarlægð frá öðrum meginlöndum er einnig stórt atriði. Búseta í slíku landi hlýtur því að útheimta stöðugt og vakandi auga þar sem mikilvægt er að samhliða plani A, sé B og jafnvel C. Í ansi mörg ár núna hefur verið kallað úr hverju horni ríkisstjórnar, „græn orkuskipti“, „græn orka“, „kolefnishlutleysi“ o.s.frv. sem allt á að helga meðalið á vegi okkar til frelsunar og vinsælda. Og lagningu þess vegar eiga íslenskir skattborgarar möglunarlaust að borga, sama hvað. Engum manni eða miðli hefur dottið í hug að slá upp hinni raunhæfu mynd sem blasa myndi við ef Ísland yrði algerlega jarðefnaeldsneytislaust. Hvað ætla stjórnvöld að gera ef hér verða enn meiri náttúruhamfarir en nú þegar hafa sýnt sig á Reykjanesskaganum? Hvað ætla menn að gera ef einhverjar af þeim stóru virkjunum á borð við Nesjavallavirkjun, Hellisheiðavirkjun, Sogið, Búrfellsvirkjun, Kröflu o.s.frv. dyttu út? Hvar verður þá plan B ef öll eggin eru komin í sömu körfuna? Hvar á þá að stinga öllum bifreiðum, vinnuvélum og öðrum tækjum í samband? Þá má nefna í þessu samhengi að til að ná yfirlýstum markmiðum um orkuskipti, þarf að tvöfalda núverandi raforkuframleiðslu og rúmlega það. Vinstri vængurinn hefur verið ötull að koma í veg fyrir nýtingu þess orkugjafa sem náttúran sjálf gefur, hvort sem um ræðir fallvatnsorku eða jarðvarma. Við erum með forsætisráðherra sem lýsir því opinberlega yfir að hún vilji frekar sjá álveri lokað til að ná markmiðunum heldur en að virkja meira. Það þýðir að hún sé tilbúin að leggja byggðir eins og Austfirðina nánast í eyði til að sækja meiri orku „fyrir heimilin í landinu“. Hægri vængurinn hamrar járnið á meðan það er heitt og talar fyrir hreinni grænni orku í formi vindmyllugarða víðs vegar um landið sem leysa mun málið. Við höfum umhverfisráðherra sem rær fullum róðri á móts við það markmið að afhenda orkuauðlindir okkar Íslendinga yfir til erlendra fjármálaafla á meðan hann hamrar á því hversu mikilvægt það sé að losna við jarðefnaeldsneyti og berjast fyrir grænni orku. „Allir sem telja sig græna í stjórnmálum annars staðar í heiminum berjast fyrir grænni orku“ segir hann. Í þessu samhengi tel ég hafið yfir allan grun að þeir sem hafi yfir að ráða almennri skynsemi séu ekki tilbúnir að skipta út auðlindum þjóðarinnar fyrir gríðarlega hækkun á raforkuverði til heimila landsins, bara svo þeir ríku geti orðið enn ríkari. Þá standa hinir einu sönnu vinstri grænu sig betur en kamelljón í litaflogi. Þeir segja stórt nei við flestum áformum um vatnsafls- eða jarðvarmavirkjanir sem yrðu í eigu ríkis og þjóðar, en telja hins vegar góða hugmynd að leggja á vindmyllugarðana auðlindagjald í stað þess að berjast gegn þeim. Sjálfbærnin og hagur þjóðar er greinilega ekki svo mikilvægt eftir allt saman þegar á reynir. Þegar öllu er á botninn hvolft verður að horfast í augu við þá staðreynd að allt tal um jarðefnaeldsneytislaust Ísland er ekki bara óraunhæft, heldur hrein og bein ógn við þjóðaröryggi landsins. Slíkt tal er með öllu óábyrgt og sýnir eingöngu fram á vanhæfi ráðamanna við að tryggja öryggi landsins á sem skynsamlegasta máta. Tími náttúruhamfara er svo sannarlega ekki liðinn eins og menn verða nú áþreifanlega varir við. Þegar svo kemur að innlendum orkugjöfum er gríðarlega mikilvægt að sú dýrmæta auðlind sem við búum yfir sé alfarið í eigu ríkis og þjóðar hvernig svo sem hennar er svo aflað. Án undantekningar. Þar undir er stór hluti okkar sjálfstæðis. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Orkumál Orkuskipti Umhverfismál Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Stundum velti ég því fyrir mér á hvaða vegferð íslensk stjórnvöld eru þegar kemur að orkumálum hér á landi. Hvorki stefna né umræða bendir til þeirrar almennu skynsemi sem þarf að ríkja þegar um svo mikilvæga innviði er að ræða. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar segir að markmiðið sé að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. Þetta er fallegur draumur. En það er líka allt og sumt. Draumur byggður á fallegri lygi. Einhversstaðar á leið sinni í gegnum þægindin, lífsgæðakapphlaupið og sjálfgefið, blámarið bringubeinið af minnimáttarkennd gagnvart öðrum þjóðum og þeirri óseðjandi þörf að þurfa alltaf að vera best í öllu á kostnað almennrar skynsemi, hefur ríkisstjórnin fyrir löngu gleymt í hvaða landi við búum. Ísland er ein virkasta eldfjallaeyja í heiminum með sín ótal misvirku og missofandi eldfjallakerfi sem sum hver eru löngu „komin á tíma“. Þá bætast við önnur náttúruöfl eins og t.d. veðráttan sem oft á tíðum er dauðans alvara. Fjarlægð frá öðrum meginlöndum er einnig stórt atriði. Búseta í slíku landi hlýtur því að útheimta stöðugt og vakandi auga þar sem mikilvægt er að samhliða plani A, sé B og jafnvel C. Í ansi mörg ár núna hefur verið kallað úr hverju horni ríkisstjórnar, „græn orkuskipti“, „græn orka“, „kolefnishlutleysi“ o.s.frv. sem allt á að helga meðalið á vegi okkar til frelsunar og vinsælda. Og lagningu þess vegar eiga íslenskir skattborgarar möglunarlaust að borga, sama hvað. Engum manni eða miðli hefur dottið í hug að slá upp hinni raunhæfu mynd sem blasa myndi við ef Ísland yrði algerlega jarðefnaeldsneytislaust. Hvað ætla stjórnvöld að gera ef hér verða enn meiri náttúruhamfarir en nú þegar hafa sýnt sig á Reykjanesskaganum? Hvað ætla menn að gera ef einhverjar af þeim stóru virkjunum á borð við Nesjavallavirkjun, Hellisheiðavirkjun, Sogið, Búrfellsvirkjun, Kröflu o.s.frv. dyttu út? Hvar verður þá plan B ef öll eggin eru komin í sömu körfuna? Hvar á þá að stinga öllum bifreiðum, vinnuvélum og öðrum tækjum í samband? Þá má nefna í þessu samhengi að til að ná yfirlýstum markmiðum um orkuskipti, þarf að tvöfalda núverandi raforkuframleiðslu og rúmlega það. Vinstri vængurinn hefur verið ötull að koma í veg fyrir nýtingu þess orkugjafa sem náttúran sjálf gefur, hvort sem um ræðir fallvatnsorku eða jarðvarma. Við erum með forsætisráðherra sem lýsir því opinberlega yfir að hún vilji frekar sjá álveri lokað til að ná markmiðunum heldur en að virkja meira. Það þýðir að hún sé tilbúin að leggja byggðir eins og Austfirðina nánast í eyði til að sækja meiri orku „fyrir heimilin í landinu“. Hægri vængurinn hamrar járnið á meðan það er heitt og talar fyrir hreinni grænni orku í formi vindmyllugarða víðs vegar um landið sem leysa mun málið. Við höfum umhverfisráðherra sem rær fullum róðri á móts við það markmið að afhenda orkuauðlindir okkar Íslendinga yfir til erlendra fjármálaafla á meðan hann hamrar á því hversu mikilvægt það sé að losna við jarðefnaeldsneyti og berjast fyrir grænni orku. „Allir sem telja sig græna í stjórnmálum annars staðar í heiminum berjast fyrir grænni orku“ segir hann. Í þessu samhengi tel ég hafið yfir allan grun að þeir sem hafi yfir að ráða almennri skynsemi séu ekki tilbúnir að skipta út auðlindum þjóðarinnar fyrir gríðarlega hækkun á raforkuverði til heimila landsins, bara svo þeir ríku geti orðið enn ríkari. Þá standa hinir einu sönnu vinstri grænu sig betur en kamelljón í litaflogi. Þeir segja stórt nei við flestum áformum um vatnsafls- eða jarðvarmavirkjanir sem yrðu í eigu ríkis og þjóðar, en telja hins vegar góða hugmynd að leggja á vindmyllugarðana auðlindagjald í stað þess að berjast gegn þeim. Sjálfbærnin og hagur þjóðar er greinilega ekki svo mikilvægt eftir allt saman þegar á reynir. Þegar öllu er á botninn hvolft verður að horfast í augu við þá staðreynd að allt tal um jarðefnaeldsneytislaust Ísland er ekki bara óraunhæft, heldur hrein og bein ógn við þjóðaröryggi landsins. Slíkt tal er með öllu óábyrgt og sýnir eingöngu fram á vanhæfi ráðamanna við að tryggja öryggi landsins á sem skynsamlegasta máta. Tími náttúruhamfara er svo sannarlega ekki liðinn eins og menn verða nú áþreifanlega varir við. Þegar svo kemur að innlendum orkugjöfum er gríðarlega mikilvægt að sú dýrmæta auðlind sem við búum yfir sé alfarið í eigu ríkis og þjóðar hvernig svo sem hennar er svo aflað. Án undantekningar. Þar undir er stór hluti okkar sjálfstæðis. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun