Í D-riðli mættust Slóvenía og Noregur í leik um toppsæti D-riðils. Slóveníu dugði jafntefli á meðan Noregur þurfti sigur til að vinna riðilinn. Leikurinn var stál í stál frá upphafi til enda en Slóvenía hafði á endanum betur með eins marks mun, lokatölur 28-27.
Aleks Vlah var markahæstur hjá Slóveníu með 7 mörk en Sander Sagosen skoraði 6 mörk fyrir Noreg.
#ehfeuro2024 #heretoplay pic.twitter.com/6c5m2pmH42
— EHF EURO (@EHFEURO) January 15, 2024
Slóvenía vinnur riðilinn með sex stig, Noregur endar með þrjú stig í öðru sæti, Pólland með tvö stig og Færeyjar með eitt stig.
Í E-riðli mættust Svíþjóð og Holland í hörkuleik um toppsæti riðilsins. Leikurinn var æsispennandi og endaði með eins marks sigri Svíþjóðar, lokatölur 29-28. Hampus Wanne skoraði 5 mörk í liði Svía og var markahæstur. Hjá Hollendingum skoraði Lucas Steins 6 mörk.
Is there anything that Palicka ' ? #ehfeuro2024 #heretoplay @hlandslaget pic.twitter.com/EIagvlRE8u
— EHF EURO (@EHFEURO) January 15, 2024
Svíþjóð vinnur riðilinn með fullt hús stiga, Holland kemur þar á eftir með fjögur stig, Georgía með tvö stig og Bosnía & Hersegóvína endaði án stiga.
Danmörk og Portúgal mættust í F-riðli en bæði lið höfðu unnið fyrstu tvo leiki sína á mótinu. Danir voru töluvert sigurstranglegri fyrir leik kvöldsins enda með eitt besta lið heims, fór það svo að Danmörk vann 10 marka sigur, lokatölur 37-27.
Mathias Gidsel var markahæstur í liði Danmerkur með 11 mörk. Martim Costa skoraði 9 mörk í liði Portúgal.
Internet referees... is it ? #ehfeuro2024 #heretoplay @AndebolPortugal pic.twitter.com/2jD6JGTP0j
— EHF EURO (@EHFEURO) January 15, 2024
Danir enda því á toppi F-riðils með fullt hús stiga, Portúgal endar með fjögur stig, Tékkland tvö stig og Grikkland án stiga.
Efstu tvö lið hvers riðils fara í milliriðil.