Onana stóð ekki í markinu þegar Kamerún gerði jafntefli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. janúar 2024 19:31 Franck Mario Magri jafnaði metin fyrir Kamerún. Ulrik Pedersen/Getty Images Þrátt fyrir að ná að mæta til leiks þá stóð André Onana, markvörður Manchester United, ekki í marki Kamerún þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Gíneu í fyrsta leik þjóðanna á Afríkumótinu í knattspyrnu. Mikið hafði verið látið með að Onana gæti spilað tvo leiki á rétt rúmum sólahring en í gærkvöld stóð hann vaktina í marki Man United þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Tottenham Hotspur. Það virtist sem planið væri að hann myndi spila leik Kamerún og Gíneu í kvöld en allt kom fyrir ekki. Þrátt fyrir seinkun var Onana mættur þegar leikurinn fór fram, hann var hins vegar upp í stúku. Í hans stað var Fabrice Ondoa, markvörður Nimes í Frakklandi, í marki Kamerún. Hvort fjarvera Onana hafi verið ástæða þess að Kamerún tapaði stigum er óvitað en ljóst er að Kamerún var fyrir fram talið sterkara liðið. Það kom því á óvart þegar Mohamed Bayo, leikmaður Le Havre í Frakklandi, kom Gíenu yfir á 10. mínútu. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks en undirlok hans fékk Francois Kamano beint rautt spjald og Gínea manni færri það sem eftir lifði leiks. Það nýtti Franck Magri, leikmaður Toulouse í Frakklandi, sér þegar hann jafnaði metin fyrir Kamerún snemma í síðari hálfleik. FULL-TIME! It's a draw as Cameroon and Guinea share the points after an intense contest. #CMRGUI | #TotalEnergiesAFCON2023 pic.twitter.com/s68qFvrctG— Total Energies AFCON (@TotalAFCON2023) January 15, 2024 Mörkin urðu hins vegar ekki fleiri en þrátt fyrir að vera 70 prósent með boltann gekk Kamerún einkar illa að brjóta vörn Gíneu á bak aftur. Lokatölur 1-1 og þjóðirnar því í 2. og 3. sæti C-riðils með eitt stig á meðan Senegal er á toppnum eftir 3-0 sigur á Gambíu. Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
Mikið hafði verið látið með að Onana gæti spilað tvo leiki á rétt rúmum sólahring en í gærkvöld stóð hann vaktina í marki Man United þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Tottenham Hotspur. Það virtist sem planið væri að hann myndi spila leik Kamerún og Gíneu í kvöld en allt kom fyrir ekki. Þrátt fyrir seinkun var Onana mættur þegar leikurinn fór fram, hann var hins vegar upp í stúku. Í hans stað var Fabrice Ondoa, markvörður Nimes í Frakklandi, í marki Kamerún. Hvort fjarvera Onana hafi verið ástæða þess að Kamerún tapaði stigum er óvitað en ljóst er að Kamerún var fyrir fram talið sterkara liðið. Það kom því á óvart þegar Mohamed Bayo, leikmaður Le Havre í Frakklandi, kom Gíenu yfir á 10. mínútu. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks en undirlok hans fékk Francois Kamano beint rautt spjald og Gínea manni færri það sem eftir lifði leiks. Það nýtti Franck Magri, leikmaður Toulouse í Frakklandi, sér þegar hann jafnaði metin fyrir Kamerún snemma í síðari hálfleik. FULL-TIME! It's a draw as Cameroon and Guinea share the points after an intense contest. #CMRGUI | #TotalEnergiesAFCON2023 pic.twitter.com/s68qFvrctG— Total Energies AFCON (@TotalAFCON2023) January 15, 2024 Mörkin urðu hins vegar ekki fleiri en þrátt fyrir að vera 70 prósent með boltann gekk Kamerún einkar illa að brjóta vörn Gíneu á bak aftur. Lokatölur 1-1 og þjóðirnar því í 2. og 3. sæti C-riðils með eitt stig á meðan Senegal er á toppnum eftir 3-0 sigur á Gambíu.
Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira