Gilgo-Beach morðinginn líklega ákærður í fjórða manndrápsmálinu Lovísa Arnardóttir skrifar 15. janúar 2024 15:48 Rex Heuermann segist ekki sekur. Rex Heuermann á von á fjórðu ákærunni fyrir manndráp en en hann er grunaður um Gilgo-Beach morðin svokölluðu. Áður hafði hann verið ákærður fyrir manndráp þriggja kvenna en líkamsleifar þeirra fundust á svipuðum tíma á Gilgo-ströndinni í New York. Konurnar stunduðu allar vændi. Heuermann hefur neitað sök í málinu. Fjórða ákærðan varðar morðið á Maureen Brainard-Barnes. Lögregluna hafði áður grunað Heuermann um að hafa myrt hana en ekki haft nægilega góð sönnunargögn til að leggja fram ákæru á sama tíma og hann var ákærður fyrir hin þrjú morðin. Á fréttavef NBC er þetta haft eftir manneskju sem þekkir vel til aðstæðna en búist er við því að saksóknari í Suffolk-sýslu muni greina frá ákærunni á morgun en þá mun Heuermann mæta fyrir dóm í Suffolk-sýslu. Lögmaður Heuermann hafði ekki svarað NBC um þessar ásakanir þegar fréttin var birt í gær. Heuermann var handtekinn á heimili sínu í júlí á síðasta ári. Hann var síðar ákærður fyrir morðin á Melissa Barthelemy, Megan Waterman og Amber Lynn Costello en lík þeirra, auk Brainard-Barnes, fundust öll á Gilgo-ströndinni í desember árið 2010 þegar yfirvöld voru að leita að Shannan Gilbert. Tilkynnt hafði verið um hvarf hennar á þessum tíma. Gilbert stundaði vændi eins og hinar fjórar. Líkamsleifar hennar voru fundnar árið 2011 en við leit lögreglu að henni fundust lík ellefu annarra. Meðal þeirra var karlmaður og stúlkubarn. Lögreglan skoðar nú tengsl Heuermann við hin líkin. Heuermann var tengdur við morðin með lífsýni sem lögregla fékk í rusli fyrir utan skrifstofu hans. Lífsýni úr eiginkonu hans, hinni íslensku Ásu Ellerup, fannst einnig á vettvangi. Lögregla telur því að strigi og límband frá heimili þeirra hjóna hafi verið notað þegar konurnar voru myrtar. Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Ása Guðbjörg fær 140 milljónir fyrir þátttöku í heimildarmynd Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona meinta raðmorðingjans Rex Heuermann, og uppkomin börn þeirra hafa samþykkt að gerð verði heimildarmynd um þau meðan réttarhöld yfir Heuermann fara fram. 18. nóvember 2023 20:32 Ása krefur FBI um bætur eftir leit á heimilinu Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur stefnt bandarísku alríkislögreglunni og krafist bóta vegna tjóns sem varð á heimili Ásu í sumar. Tjónið hlaust þegar alríkislögreglan, FBI, gerði tólf daga húsleit í tengslum við rannsóknina á Heuermann. 10. nóvember 2023 16:03 Ása opnar sig um lífið eftir handtökuna Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, segir dagana eftir handtöku Heuermann hafa verið ólýsanlega. Hún hafi ekki vitað hvar hún væri. Ása þakkar almenningi fyrir veittan stuðning. 9. september 2023 17:34 Kettir Ásu fjarlægðir og komið fyrir í „dauðaathvarfi“ Lögreglan í New York-ríki Bandaríkjanna tók tvo ketti Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, og kom þeim fyrir á dýraathverfi þar sem dýrin eru drepin finni þau ekki nýjan eiganda. Heuermann er grunaður raðmorðingi, en það var í húsleit lögreglu á heimili hans og Ásu þar sem kettirnir voru fjarlægðir. 28. ágúst 2023 17:31 Báru kennsl á 27 ára gamlar líkamsleifar á Gilgo ströndinni Lögregluyfirvöld í Suffolk-sýslu í New York tilkynntu í dag að tekist hefði að bera kennsl á líkamsleifar sem fundust á Gilgo ströndinni á árunum 1996 til 2011. Fyrst fundust fætur í poka og svo bein á árunum 2010 og 2011. Líkamsleifar fjögurra kvenna sem Rex Heuermann er grunaður um að hafa myrt fundust á sama stað. 4. ágúst 2023 15:31 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Konurnar stunduðu allar vændi. Heuermann hefur neitað sök í málinu. Fjórða ákærðan varðar morðið á Maureen Brainard-Barnes. Lögregluna hafði áður grunað Heuermann um að hafa myrt hana en ekki haft nægilega góð sönnunargögn til að leggja fram ákæru á sama tíma og hann var ákærður fyrir hin þrjú morðin. Á fréttavef NBC er þetta haft eftir manneskju sem þekkir vel til aðstæðna en búist er við því að saksóknari í Suffolk-sýslu muni greina frá ákærunni á morgun en þá mun Heuermann mæta fyrir dóm í Suffolk-sýslu. Lögmaður Heuermann hafði ekki svarað NBC um þessar ásakanir þegar fréttin var birt í gær. Heuermann var handtekinn á heimili sínu í júlí á síðasta ári. Hann var síðar ákærður fyrir morðin á Melissa Barthelemy, Megan Waterman og Amber Lynn Costello en lík þeirra, auk Brainard-Barnes, fundust öll á Gilgo-ströndinni í desember árið 2010 þegar yfirvöld voru að leita að Shannan Gilbert. Tilkynnt hafði verið um hvarf hennar á þessum tíma. Gilbert stundaði vændi eins og hinar fjórar. Líkamsleifar hennar voru fundnar árið 2011 en við leit lögreglu að henni fundust lík ellefu annarra. Meðal þeirra var karlmaður og stúlkubarn. Lögreglan skoðar nú tengsl Heuermann við hin líkin. Heuermann var tengdur við morðin með lífsýni sem lögregla fékk í rusli fyrir utan skrifstofu hans. Lífsýni úr eiginkonu hans, hinni íslensku Ásu Ellerup, fannst einnig á vettvangi. Lögregla telur því að strigi og límband frá heimili þeirra hjóna hafi verið notað þegar konurnar voru myrtar.
Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Ása Guðbjörg fær 140 milljónir fyrir þátttöku í heimildarmynd Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona meinta raðmorðingjans Rex Heuermann, og uppkomin börn þeirra hafa samþykkt að gerð verði heimildarmynd um þau meðan réttarhöld yfir Heuermann fara fram. 18. nóvember 2023 20:32 Ása krefur FBI um bætur eftir leit á heimilinu Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur stefnt bandarísku alríkislögreglunni og krafist bóta vegna tjóns sem varð á heimili Ásu í sumar. Tjónið hlaust þegar alríkislögreglan, FBI, gerði tólf daga húsleit í tengslum við rannsóknina á Heuermann. 10. nóvember 2023 16:03 Ása opnar sig um lífið eftir handtökuna Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, segir dagana eftir handtöku Heuermann hafa verið ólýsanlega. Hún hafi ekki vitað hvar hún væri. Ása þakkar almenningi fyrir veittan stuðning. 9. september 2023 17:34 Kettir Ásu fjarlægðir og komið fyrir í „dauðaathvarfi“ Lögreglan í New York-ríki Bandaríkjanna tók tvo ketti Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, og kom þeim fyrir á dýraathverfi þar sem dýrin eru drepin finni þau ekki nýjan eiganda. Heuermann er grunaður raðmorðingi, en það var í húsleit lögreglu á heimili hans og Ásu þar sem kettirnir voru fjarlægðir. 28. ágúst 2023 17:31 Báru kennsl á 27 ára gamlar líkamsleifar á Gilgo ströndinni Lögregluyfirvöld í Suffolk-sýslu í New York tilkynntu í dag að tekist hefði að bera kennsl á líkamsleifar sem fundust á Gilgo ströndinni á árunum 1996 til 2011. Fyrst fundust fætur í poka og svo bein á árunum 2010 og 2011. Líkamsleifar fjögurra kvenna sem Rex Heuermann er grunaður um að hafa myrt fundust á sama stað. 4. ágúst 2023 15:31 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Ása Guðbjörg fær 140 milljónir fyrir þátttöku í heimildarmynd Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona meinta raðmorðingjans Rex Heuermann, og uppkomin börn þeirra hafa samþykkt að gerð verði heimildarmynd um þau meðan réttarhöld yfir Heuermann fara fram. 18. nóvember 2023 20:32
Ása krefur FBI um bætur eftir leit á heimilinu Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur stefnt bandarísku alríkislögreglunni og krafist bóta vegna tjóns sem varð á heimili Ásu í sumar. Tjónið hlaust þegar alríkislögreglan, FBI, gerði tólf daga húsleit í tengslum við rannsóknina á Heuermann. 10. nóvember 2023 16:03
Ása opnar sig um lífið eftir handtökuna Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, segir dagana eftir handtöku Heuermann hafa verið ólýsanlega. Hún hafi ekki vitað hvar hún væri. Ása þakkar almenningi fyrir veittan stuðning. 9. september 2023 17:34
Kettir Ásu fjarlægðir og komið fyrir í „dauðaathvarfi“ Lögreglan í New York-ríki Bandaríkjanna tók tvo ketti Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, og kom þeim fyrir á dýraathverfi þar sem dýrin eru drepin finni þau ekki nýjan eiganda. Heuermann er grunaður raðmorðingi, en það var í húsleit lögreglu á heimili hans og Ásu þar sem kettirnir voru fjarlægðir. 28. ágúst 2023 17:31
Báru kennsl á 27 ára gamlar líkamsleifar á Gilgo ströndinni Lögregluyfirvöld í Suffolk-sýslu í New York tilkynntu í dag að tekist hefði að bera kennsl á líkamsleifar sem fundust á Gilgo ströndinni á árunum 1996 til 2011. Fyrst fundust fætur í poka og svo bein á árunum 2010 og 2011. Líkamsleifar fjögurra kvenna sem Rex Heuermann er grunaður um að hafa myrt fundust á sama stað. 4. ágúst 2023 15:31