„Langt frá því að vera búið“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2024 14:28 Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur. Vísir/Sigurjón Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir mikilvægt að hafa í huga að þrátt fyrir að gosið við Grindavík virðist vera að lognast út af, sé eldsumbrotunum á Reykjanesskaga langt frá því að vera lokið. Varnargarðarnir hafi sannarlega sannað gildi sitt í gær og hafi „svínvirkað“. „Nú er þessu gosi að ljúka hægt og rólega. Það hefur mikið dregist saman. Það er væntanlega bara eitt gosop sem dælir upp kviku. Seinna gosopið var nánast alveg lokað fyrir um klukkutíma.“ segir Ármann í samtali við fréttastofu, spurður um stöðuna á eldgosinu sem hófst í gærmorgun. Ármann segir eðli þessara gosa vera að byggja upp þrýsting og vera fljót að tæma sig. Þrátt fyrir að dregið hafi úr gosvirkni eru líkur á að ný gosop opnist innan Grindavíkur og sprungur eru að myndast í bænum. Deildarstjóri eldvirkni og jarðskjálfta sagði fyrr í dag að mikil hætta væri á svæðinu og óvissa ríkti um framhaldið. Ármann segir ómögulegt að spá fyrir um framhaldið án frekari gagna sem verið sé að afla. Hann á ekki von á að niðurstöður mælinga og liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi á morgun. En ljóst sé að aðal miðja landrissins sé enn inni í Svartsengi. Varnargarðar sönnuðu gildi sitt Ármann segir gosið sem hófst i gær og síðustu gos séu í stíl við Kröflueldana. Það sé að mörgu leiti ánægjulegt því þá sé nokkurnveginn vitað hvernig kerfið hagi sér. „En við þurfum að átta okkur á því hvar kvikan er að safnast fyrir. Hvort þetta sé einn geymur eða margir geymar sem eru tengdir saman sem gætu hugsanlega tæmst en ekki annar. Þetta er flókið því við sjáum ekki niður og erum að reyna nota gögn til að átta okkur á því sem er að gerast þarna niðri.“ Að mati Ármanns sönnuðu varnargarðarnir umhverfis Grindavík sig svo sannarlega í gær. „Þeir svínvirkuðu. Garðarnir leiddu hraunið nákvæmlega eins og við vildum. Eina slysið var að sprungan fór í gegnum garðinn en þrátt fyrir það er ekkert nema hamingja með þetta.“ Ármann leggur áherslu á að fólk átti sig á því að nú sé hafið tímabil eldsumbrota sem sé komið til að vera. Þetta er langt frá því að vera búið. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Sjá meira
„Nú er þessu gosi að ljúka hægt og rólega. Það hefur mikið dregist saman. Það er væntanlega bara eitt gosop sem dælir upp kviku. Seinna gosopið var nánast alveg lokað fyrir um klukkutíma.“ segir Ármann í samtali við fréttastofu, spurður um stöðuna á eldgosinu sem hófst í gærmorgun. Ármann segir eðli þessara gosa vera að byggja upp þrýsting og vera fljót að tæma sig. Þrátt fyrir að dregið hafi úr gosvirkni eru líkur á að ný gosop opnist innan Grindavíkur og sprungur eru að myndast í bænum. Deildarstjóri eldvirkni og jarðskjálfta sagði fyrr í dag að mikil hætta væri á svæðinu og óvissa ríkti um framhaldið. Ármann segir ómögulegt að spá fyrir um framhaldið án frekari gagna sem verið sé að afla. Hann á ekki von á að niðurstöður mælinga og liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi á morgun. En ljóst sé að aðal miðja landrissins sé enn inni í Svartsengi. Varnargarðar sönnuðu gildi sitt Ármann segir gosið sem hófst i gær og síðustu gos séu í stíl við Kröflueldana. Það sé að mörgu leiti ánægjulegt því þá sé nokkurnveginn vitað hvernig kerfið hagi sér. „En við þurfum að átta okkur á því hvar kvikan er að safnast fyrir. Hvort þetta sé einn geymur eða margir geymar sem eru tengdir saman sem gætu hugsanlega tæmst en ekki annar. Þetta er flókið því við sjáum ekki niður og erum að reyna nota gögn til að átta okkur á því sem er að gerast þarna niðri.“ Að mati Ármanns sönnuðu varnargarðarnir umhverfis Grindavík sig svo sannarlega í gær. „Þeir svínvirkuðu. Garðarnir leiddu hraunið nákvæmlega eins og við vildum. Eina slysið var að sprungan fór í gegnum garðinn en þrátt fyrir það er ekkert nema hamingja með þetta.“ Ármann leggur áherslu á að fólk átti sig á því að nú sé hafið tímabil eldsumbrota sem sé komið til að vera. Þetta er langt frá því að vera búið.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Sjá meira