Áhyggjur af fjárhag geti sundrað grindvískum fjölskyldum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. janúar 2024 12:08 Gunnar Ólafur ásamt Íris eiginkonu sinni á góðri stundu. Hann kallar eftir aðgerðum frá ríkisstjórninni fyrir Grindvíkinga. Að fólk fái val. Gunnar Ólafur Ragnarsson, fjölskyldufaðir í Grindavík, sér ekki fyrir sér að búa aftur í bænum. Þó sé vandfundinn harðari Grindvíkingur en hann sjálfur. Hann kallar eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar enda geti fjárhagsáhyggjur ofan í aðrar áhyggjur sundrað fjölskyldum í Grindavík. Gunnar Ólafur er búsettur í götunni Norðurhóp í norðurhluta Grindavík. Hús í Efrahópi hafa orðið eldinum að bráð. Gunnar Ólafur útskýrir að lítil aflíðandi brekka sé upp í hús fjölskyldunnar og því hefði líklega þurft hraunflæði í einn til tvo daga svo hraunið næði þangað. „Þetta er ískyggilega nálægt. Það fyrsta sem ég hugsað var að dóttir mín á þrjár vinkonur - í öllum þessum húsum bjuggu stelpur jafngamlar henni. Þau eru öll að horfa á húsið sitt brenna,“ segir Gunnar Ólafur var gestur í Brennslunni á FM957 í morgun. Hann byggði húsið sitt með föður sínum árið 2009. Hann segir súrrealískt að fylgjast með gangi mála, bæði í gær en í raun allar götur síðan bærinn var rýmdur þann 10. nóvember. „Síðan hefur maður verið í heilaþolu og dofinn. Allir spyrja hvernig líður þér? Ég veit það ekki. Maður veit ekki hvernig maður á að vera.“ Að neðan má sjá myndefni sem tekið var í flugi yfir Grindavík fyrir hádegi í dag. Hann hafi tekið þá ákvörðun að vera ekki að fela hlutina fyrir börnum sínum heldur ræða við þau. Hann vísaði til orða Þorsteins Gunnarssonar sem þurfti að flýja Vestmannaeyjar sjö ára árið 1973. Hann flutti í framhaldinu til Grindavíkur. Þorsteinn hafi sagst muna þetta allt saman, þó 51 ár séu liðin og hann hafi verið svo ungur. Sá sprunguna birtast í beinni Íris eiginkona Gunnars vakti hann um fimmleytið í gærnótt. Þá benti allt til þess að færi að gjósa sem varð raunin rétt fyrir klukkan átta. Fyrst gaus rétt norðan nýrra varnargarða norður af Grindavík. „Ég horfði á fréttirnar á RÚV klukkan 10 og svo á Stöð 2 klukkan 12. Þá gerðist þetta í beinni. Maður var bara... shit,“ segir Gunnar. Ný sprunga hafði opnast rétt norðan við hverfið og hraunið streymdi í átt að bænum. Nú hafa hús í bænum orðið eldi að bráð og algjör óvissa með framtíð Grindavíkur sem bæjarfélags. Gunnar segist hafa átt endurtekið samtal við sjálfan sig um framtíðina. Hvort hann vilji búa í Grindavík. „Ég hef átt þetta samtal við sjálfan mig rosalega oft. Tilfinningin er að mig langar að langa heim. Eins og staðan er núna held ég að ég geti það ekki. Allar þessa sprungur og sigdalur í gegnum bæinn, sem verður kannski einhver ár að mótast, og þessi sprunga - blessuð sé minning mannsins sem fór þarna niður. Pabbi var þarna nokkrum dögum áður, þetta hefði getað verið hann. Þetta hefði getað verið barn að labba í skólann,“ segir Gunnar. Hann minnir á 25 metra djúpa holu sem fannst fyrir mörgum vikum í Grindavík. Sú hola sé einmitt á leið dóttur hans í skólann. Enginn lifi slíkt fall af. Gunnar er 37 ára og hefur alla tíð búið í Grindavík. Hann ætlaði að eiga heima í Grindavík alla tíð. En nú sé öryggistilfinning úr sögunni, sérstaklega þegar hann hugsi til barnanna. „Nennir maður að fara heim, vera óöruggur, stressaður fyrir næsta skjálfta og þurfa að rýma aftur eftir hálft ár?“ spyr Gunnar. Þó sé vandfundinn harðari Grindvíkingur. Hann hugsar með þakklæti til fyrirtækja sem hafi komið vel fram við Grindvíkinga. Nefnir Mínígarðinn og Skopp sem dæmi. Þar hafi Grindvíkingar komið saman, fjölmargir, og grátið saman á meðan krakkarnir hafi gleymt stund og stað við hopp og skopp. Fengið útrás. Fólk þurfi val Samfélagið í Grindavík sé að nokkru leyti tvístrað. Sumir ætli heim sama hvað. En svo hafi fólk fengið hland fyrir hjartað þegar slysið varð í vikunni. Þar hafi verið búið að fylla í sprungu sem komið hafi í ljós að var eins og tímaglas. Fyllt að ofan en svo tóm að neðan. „Getur maður hleypt börnunum sínum út að leika aftur?“ Hann kallar eftir aðgerðum fyrir Grindvíkinga. „Segjum að nú lognist þetta niður og verður hægt að flytja aftur í bæinn eftir einhverja x mánuði. Hvað á að gera við þau sem treysta sér ekki aftur? Er kannski í lagi að gefa fólki að fá val? Borga fólk út? Það er enginn að tala um að borgar fólki út til að græða pening heldur til að eiga eðlilegt líf.“ Hálf milljón í leigu Líklega sé búið að útvega Grindvíkingum sjötíu íbúðum. Tólf hundruð heimili séu í Grindavík. Sumir eigi lán hjá lífeyrissjóðum og þurfa nú að greiða af því og húsaleigu annars staðar á sama tíma. Hann sé sjálfur hjá Íslandsbanka, þar sem greiðslur hafi tímabundið verið stöðvaðar, en á meðan greiðir hann 350 þúsund á mánuði fyrir 80 fermetra á Völlunum í Hafnarfirði. Hann þekki til fjögurra til fimm manna fjölskyldna sem séu að greiða yfir hálfa milljón í leigu. „Það er búið að segja nóg, við stöndum með Grindvíkingum. Nú þarf að sýna það í verki. Það er nægar áhyggjur að hafa. Peningaáhyggjur eiga ekki að bætast við. Það getur sundrað fjölskyldum,“ segir Gunnar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Brennslan Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Gunnar Ólafur er búsettur í götunni Norðurhóp í norðurhluta Grindavík. Hús í Efrahópi hafa orðið eldinum að bráð. Gunnar Ólafur útskýrir að lítil aflíðandi brekka sé upp í hús fjölskyldunnar og því hefði líklega þurft hraunflæði í einn til tvo daga svo hraunið næði þangað. „Þetta er ískyggilega nálægt. Það fyrsta sem ég hugsað var að dóttir mín á þrjár vinkonur - í öllum þessum húsum bjuggu stelpur jafngamlar henni. Þau eru öll að horfa á húsið sitt brenna,“ segir Gunnar Ólafur var gestur í Brennslunni á FM957 í morgun. Hann byggði húsið sitt með föður sínum árið 2009. Hann segir súrrealískt að fylgjast með gangi mála, bæði í gær en í raun allar götur síðan bærinn var rýmdur þann 10. nóvember. „Síðan hefur maður verið í heilaþolu og dofinn. Allir spyrja hvernig líður þér? Ég veit það ekki. Maður veit ekki hvernig maður á að vera.“ Að neðan má sjá myndefni sem tekið var í flugi yfir Grindavík fyrir hádegi í dag. Hann hafi tekið þá ákvörðun að vera ekki að fela hlutina fyrir börnum sínum heldur ræða við þau. Hann vísaði til orða Þorsteins Gunnarssonar sem þurfti að flýja Vestmannaeyjar sjö ára árið 1973. Hann flutti í framhaldinu til Grindavíkur. Þorsteinn hafi sagst muna þetta allt saman, þó 51 ár séu liðin og hann hafi verið svo ungur. Sá sprunguna birtast í beinni Íris eiginkona Gunnars vakti hann um fimmleytið í gærnótt. Þá benti allt til þess að færi að gjósa sem varð raunin rétt fyrir klukkan átta. Fyrst gaus rétt norðan nýrra varnargarða norður af Grindavík. „Ég horfði á fréttirnar á RÚV klukkan 10 og svo á Stöð 2 klukkan 12. Þá gerðist þetta í beinni. Maður var bara... shit,“ segir Gunnar. Ný sprunga hafði opnast rétt norðan við hverfið og hraunið streymdi í átt að bænum. Nú hafa hús í bænum orðið eldi að bráð og algjör óvissa með framtíð Grindavíkur sem bæjarfélags. Gunnar segist hafa átt endurtekið samtal við sjálfan sig um framtíðina. Hvort hann vilji búa í Grindavík. „Ég hef átt þetta samtal við sjálfan mig rosalega oft. Tilfinningin er að mig langar að langa heim. Eins og staðan er núna held ég að ég geti það ekki. Allar þessa sprungur og sigdalur í gegnum bæinn, sem verður kannski einhver ár að mótast, og þessi sprunga - blessuð sé minning mannsins sem fór þarna niður. Pabbi var þarna nokkrum dögum áður, þetta hefði getað verið hann. Þetta hefði getað verið barn að labba í skólann,“ segir Gunnar. Hann minnir á 25 metra djúpa holu sem fannst fyrir mörgum vikum í Grindavík. Sú hola sé einmitt á leið dóttur hans í skólann. Enginn lifi slíkt fall af. Gunnar er 37 ára og hefur alla tíð búið í Grindavík. Hann ætlaði að eiga heima í Grindavík alla tíð. En nú sé öryggistilfinning úr sögunni, sérstaklega þegar hann hugsi til barnanna. „Nennir maður að fara heim, vera óöruggur, stressaður fyrir næsta skjálfta og þurfa að rýma aftur eftir hálft ár?“ spyr Gunnar. Þó sé vandfundinn harðari Grindvíkingur. Hann hugsar með þakklæti til fyrirtækja sem hafi komið vel fram við Grindvíkinga. Nefnir Mínígarðinn og Skopp sem dæmi. Þar hafi Grindvíkingar komið saman, fjölmargir, og grátið saman á meðan krakkarnir hafi gleymt stund og stað við hopp og skopp. Fengið útrás. Fólk þurfi val Samfélagið í Grindavík sé að nokkru leyti tvístrað. Sumir ætli heim sama hvað. En svo hafi fólk fengið hland fyrir hjartað þegar slysið varð í vikunni. Þar hafi verið búið að fylla í sprungu sem komið hafi í ljós að var eins og tímaglas. Fyllt að ofan en svo tóm að neðan. „Getur maður hleypt börnunum sínum út að leika aftur?“ Hann kallar eftir aðgerðum fyrir Grindvíkinga. „Segjum að nú lognist þetta niður og verður hægt að flytja aftur í bæinn eftir einhverja x mánuði. Hvað á að gera við þau sem treysta sér ekki aftur? Er kannski í lagi að gefa fólki að fá val? Borga fólk út? Það er enginn að tala um að borgar fólki út til að græða pening heldur til að eiga eðlilegt líf.“ Hálf milljón í leigu Líklega sé búið að útvega Grindvíkingum sjötíu íbúðum. Tólf hundruð heimili séu í Grindavík. Sumir eigi lán hjá lífeyrissjóðum og þurfa nú að greiða af því og húsaleigu annars staðar á sama tíma. Hann sé sjálfur hjá Íslandsbanka, þar sem greiðslur hafi tímabundið verið stöðvaðar, en á meðan greiðir hann 350 þúsund á mánuði fyrir 80 fermetra á Völlunum í Hafnarfirði. Hann þekki til fjögurra til fimm manna fjölskyldna sem séu að greiða yfir hálfa milljón í leigu. „Það er búið að segja nóg, við stöndum með Grindvíkingum. Nú þarf að sýna það í verki. Það er nægar áhyggjur að hafa. Peningaáhyggjur eiga ekki að bætast við. Það getur sundrað fjölskyldum,“ segir Gunnar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Brennslan Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira