Framlengja stuðning við íbúa Grindavíkur og kaupa fleiri íbúðir Margrét Björk Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 15. janúar 2024 11:58 Ríkisstjórnin hélt sérstakan aukafund í morgun um hamfarirnar í Grindavík. Vísir/Einar Ríkisstjórn hefur ákveðið að framlengja hússnæðisstuðning við íbúa Grindavíkur. Aukinn kraftur verður settur í að kaupa íbúðir fyrir Grindvíkinga. Þá er aukinn stuðningur við fyrirtæki ti lskoðunar. Forsætisráðherra segir tjónamat í bænum hafa verið mjög langt komið en atburðir helgarinnar hafi sett strik í reikninginn. Hún geri sér grein fyrir að tilfinningar Grindvíkingar séu blendnar, sumir vilji snúa til baka en aðrir alls ekki. Katrín Jakobsdóttir ræddi við fréttamann rétt eftir að ríkisstjórnarfundi þar sem málefni Grindavíkur og íbúa voru til umræðu. Hún sagði að ákveðið hafi verið á fundinum að framlengja ýmis úrræði sem sett voru fram þegar jarðhræringarnar hófust í nóvember. „Við munum framlengja hússnæðisstuðning, afkomustuðning, sem samþykktur var í þinginu í nóvember. Við gerum ráð fyrir að hann fari langt inn á þetta ár. Við vorum enn fremur að fara yfir stöðu mála þegar kemur að stöðunni á húsnæðismálum. Hún er ennþá óviðunandi, þannig það verður settur aukinn kraftur í að kaupa íbúðir sem verða í boði fyrir Grindvíkinga.“ Þá hafi verið farið yfir mál sem varða rekstrarstuðning fyrirtækja og hvernig hægt sé að útfæra hann. „Og síðan vorum við auðvitað að fara yfir mál sem tengjast uppgjöri á húseignum í Grindavík. Sú vinna var mjög langt komin en atburðir helgarinnar setja auðvitað strik í þann reikning þannig það er mál sem er mjög viðamikið og við munum vinna að áfram.“ Katrín sagðist munu óska eftir fundi með bæjarstjórn Grindavíkur á morgun og jafnframt sé íbúafundur með íbúum Grindavíkur. Þá eigi hún von á að það verði fundur með stjórnarandstöðunni í vikunni því þetta sé mál sem allt þingið hefur lýst yfir vilja til að koma að og leysa. „Og ég reikna með því að í næstu viku þegar þing verður sett, liggi fyrir nokkur frumvörp til að takast á við þessa stöðu sem upp er komin.“ Vill vernda byggð í Grindavík til framtíðar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Grindavík sagði í morgun að hann teldi best að ríkið keypti eignir Grindvíkinga og losa þá undan áhyggjum. Spurð hvort það komi til greina segir Katrín það í skoðun. „Við þurfum auðvitað að skoða þetta. Við erum með ákveðið lagaumhverfi í kringum náttúruhamfaratryggingu og eins og ég sagði áðan þá var náttúruhamfaratrygging mjög langt komin í að meta tjón í bænum fyrir helgi. Þessir atburðir sem síðan hafa orðið um helgina setja strik í þann reikning.“ Öll ríkisstjórnin er mjög meðvituð um að þetta sé það sem brennur á fólki, hvernig farið verður með þessar húseignir, hvernig svæðið verður skipulagt í framtíðinni. Það auðvitað brennur á fólki að fá svör við þeim spurningum. Katrín segir ríkisstjórnina gera sér grein fyrir því að blendnar tilfinningar séu hjá mörgum Grindvíkingum. „Mörg vilja snúa aftur en önnur taka aðrar ákvarðanir. Hluti af viðfangsefni okkar er að tryggja að á endanum sé þetta sjálfstæð ákvörðun hvers og eins. En við erum líka þar að við viljum gera það sem við getum til að verja byggðina í Grindavík. Þess vegna erum við með þessa varnargarða í byggingu sem við sjáum að skila árangri, og ég vænti þess að við höldum áfram með þá uppbyggingu þannig að við getum varið byggðina í Grindavík til framtíðar.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Grindavík Eldgos og jarðhræringar Alþingi Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir ræddi við fréttamann rétt eftir að ríkisstjórnarfundi þar sem málefni Grindavíkur og íbúa voru til umræðu. Hún sagði að ákveðið hafi verið á fundinum að framlengja ýmis úrræði sem sett voru fram þegar jarðhræringarnar hófust í nóvember. „Við munum framlengja hússnæðisstuðning, afkomustuðning, sem samþykktur var í þinginu í nóvember. Við gerum ráð fyrir að hann fari langt inn á þetta ár. Við vorum enn fremur að fara yfir stöðu mála þegar kemur að stöðunni á húsnæðismálum. Hún er ennþá óviðunandi, þannig það verður settur aukinn kraftur í að kaupa íbúðir sem verða í boði fyrir Grindvíkinga.“ Þá hafi verið farið yfir mál sem varða rekstrarstuðning fyrirtækja og hvernig hægt sé að útfæra hann. „Og síðan vorum við auðvitað að fara yfir mál sem tengjast uppgjöri á húseignum í Grindavík. Sú vinna var mjög langt komin en atburðir helgarinnar setja auðvitað strik í þann reikning þannig það er mál sem er mjög viðamikið og við munum vinna að áfram.“ Katrín sagðist munu óska eftir fundi með bæjarstjórn Grindavíkur á morgun og jafnframt sé íbúafundur með íbúum Grindavíkur. Þá eigi hún von á að það verði fundur með stjórnarandstöðunni í vikunni því þetta sé mál sem allt þingið hefur lýst yfir vilja til að koma að og leysa. „Og ég reikna með því að í næstu viku þegar þing verður sett, liggi fyrir nokkur frumvörp til að takast á við þessa stöðu sem upp er komin.“ Vill vernda byggð í Grindavík til framtíðar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Grindavík sagði í morgun að hann teldi best að ríkið keypti eignir Grindvíkinga og losa þá undan áhyggjum. Spurð hvort það komi til greina segir Katrín það í skoðun. „Við þurfum auðvitað að skoða þetta. Við erum með ákveðið lagaumhverfi í kringum náttúruhamfaratryggingu og eins og ég sagði áðan þá var náttúruhamfaratrygging mjög langt komin í að meta tjón í bænum fyrir helgi. Þessir atburðir sem síðan hafa orðið um helgina setja strik í þann reikning.“ Öll ríkisstjórnin er mjög meðvituð um að þetta sé það sem brennur á fólki, hvernig farið verður með þessar húseignir, hvernig svæðið verður skipulagt í framtíðinni. Það auðvitað brennur á fólki að fá svör við þeim spurningum. Katrín segir ríkisstjórnina gera sér grein fyrir því að blendnar tilfinningar séu hjá mörgum Grindvíkingum. „Mörg vilja snúa aftur en önnur taka aðrar ákvarðanir. Hluti af viðfangsefni okkar er að tryggja að á endanum sé þetta sjálfstæð ákvörðun hvers og eins. En við erum líka þar að við viljum gera það sem við getum til að verja byggðina í Grindavík. Þess vegna erum við með þessa varnargarða í byggingu sem við sjáum að skila árangri, og ég vænti þess að við höldum áfram með þá uppbyggingu þannig að við getum varið byggðina í Grindavík til framtíðar.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Grindavík Eldgos og jarðhræringar Alþingi Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira