Jákvætt að sjá að varnargarðarnir virki Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2024 08:24 Þorvaldur segir ýmislegt hafa lærst af eldgosum síðustu ára á Reykjanesi. Þá hafi gildi varnargarðanna sýnt sig og sannað í þessu nýjasta gosi. Vísir/Arnar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir jákvætt að sjá að varnargarðarnir, sem byrjað var að reisa fyrir norðan Grindavík í byrjun mánaðar, hafi virkað og haldið mestöllu hrauninu frá bænum. „Við sjáum það kannski fyrst og fremst að það hefur dregið virkilega úr rennslinu og framleiðnin í gosinu hefur dregist virkilega saman. Sprungan sem opnaðist rétt norðan við Grindavík virðist hafa lognast út af í nótt, sem eru jákvæðar fréttir,“ sagði Þorvaldur í viðtali í Bítinu á Bylgjunni nú rétt eftir klukkan átta. Hann segir virknina mesta á miðri sprungunni og hún haldist mest fyrir norðan varnargarðinn. „Sem skilaði sínu svo sannarlega. Hann bjargaði því sem bjargað var, hann hélt miklu af þessum hrauni fyrir norðan og beindi því í vesturátt. Það er jákvæði hlutinn úr þessu en skelfilegi hlutinn er að það hafa orðið skemmdir í Grindavík og húseignir eyðilagst,“ segir Þorvaldur. Inntur eftir því hvort honum hafi komið á óvart þegar syðri sprungan opnaðist segir Þorvaldur það hafa komið sér svolítið á óvart. „Já, það kom mér pínulítið á óvart, þó það hafi alltaf verið vitað að það gæti gerst. Miðað við hvernig gangurinn var í gosinu og það var ekkert augljóst að gerast sem benti til að væri aukning í framleiðninni og þannig auka þrýstingur til að opna nýjar sprungur. Það var ekkert augljóst út frá því sem við vorum að sjá á þessari nyrðri sprungu að svona væri í bígerð.“ Vísindamenn hafi lært ýmislegt á síðustu fjórum árum og mikil reynsla byggst upp. „Sérstaklega hvað varðar hegðunina undir yfirborði og eins líka hvernig hraun hegðar sér og við hverju við megum búast þar. Eitt sem er kannski athyglisvert í sambandi við hraunflæði er að í flestum þessum gosum hefur alla vega hluti af hraunflæði verið í opnum rásum, sem þýðir að það tapar hita frekar fljótt og á því mjög erfitt að ná verulegri lengd. Það er ágætt að hafa reynslu af því,“ segir Þorvaldur. Hlusta má á viðtalið við Þorvald í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bítið Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Ekki öruggt að senda fólk inn í bæinn Samskiptastjóri almannavarna segir ekki öruggt að senda fólk inn í Grindavík til að reyna að kæla hraunið sem þangað rennur. Hraunflæði úr syðri sprungunni, sem er nær bænum, virðist hafa minnkað talsvert í nótt. 15. janúar 2024 06:37 Vaktin: Syðri sprungan að gefa upp öndina Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Gosið kom úr sprungu sem var utan við varnargarða sem gerðir höfðu verið til að verja Grindavíkurbæ. 15. janúar 2024 04:17 Eldgosið tekið fyrir í heimspressunni Margir stærstu fjölmiðla heims hafa fjallað um eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærmorgun. 15. janúar 2024 02:30 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Sjá meira
„Við sjáum það kannski fyrst og fremst að það hefur dregið virkilega úr rennslinu og framleiðnin í gosinu hefur dregist virkilega saman. Sprungan sem opnaðist rétt norðan við Grindavík virðist hafa lognast út af í nótt, sem eru jákvæðar fréttir,“ sagði Þorvaldur í viðtali í Bítinu á Bylgjunni nú rétt eftir klukkan átta. Hann segir virknina mesta á miðri sprungunni og hún haldist mest fyrir norðan varnargarðinn. „Sem skilaði sínu svo sannarlega. Hann bjargaði því sem bjargað var, hann hélt miklu af þessum hrauni fyrir norðan og beindi því í vesturátt. Það er jákvæði hlutinn úr þessu en skelfilegi hlutinn er að það hafa orðið skemmdir í Grindavík og húseignir eyðilagst,“ segir Þorvaldur. Inntur eftir því hvort honum hafi komið á óvart þegar syðri sprungan opnaðist segir Þorvaldur það hafa komið sér svolítið á óvart. „Já, það kom mér pínulítið á óvart, þó það hafi alltaf verið vitað að það gæti gerst. Miðað við hvernig gangurinn var í gosinu og það var ekkert augljóst að gerast sem benti til að væri aukning í framleiðninni og þannig auka þrýstingur til að opna nýjar sprungur. Það var ekkert augljóst út frá því sem við vorum að sjá á þessari nyrðri sprungu að svona væri í bígerð.“ Vísindamenn hafi lært ýmislegt á síðustu fjórum árum og mikil reynsla byggst upp. „Sérstaklega hvað varðar hegðunina undir yfirborði og eins líka hvernig hraun hegðar sér og við hverju við megum búast þar. Eitt sem er kannski athyglisvert í sambandi við hraunflæði er að í flestum þessum gosum hefur alla vega hluti af hraunflæði verið í opnum rásum, sem þýðir að það tapar hita frekar fljótt og á því mjög erfitt að ná verulegri lengd. Það er ágætt að hafa reynslu af því,“ segir Þorvaldur. Hlusta má á viðtalið við Þorvald í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bítið Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Ekki öruggt að senda fólk inn í bæinn Samskiptastjóri almannavarna segir ekki öruggt að senda fólk inn í Grindavík til að reyna að kæla hraunið sem þangað rennur. Hraunflæði úr syðri sprungunni, sem er nær bænum, virðist hafa minnkað talsvert í nótt. 15. janúar 2024 06:37 Vaktin: Syðri sprungan að gefa upp öndina Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Gosið kom úr sprungu sem var utan við varnargarða sem gerðir höfðu verið til að verja Grindavíkurbæ. 15. janúar 2024 04:17 Eldgosið tekið fyrir í heimspressunni Margir stærstu fjölmiðla heims hafa fjallað um eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærmorgun. 15. janúar 2024 02:30 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Sjá meira
Ekki öruggt að senda fólk inn í bæinn Samskiptastjóri almannavarna segir ekki öruggt að senda fólk inn í Grindavík til að reyna að kæla hraunið sem þangað rennur. Hraunflæði úr syðri sprungunni, sem er nær bænum, virðist hafa minnkað talsvert í nótt. 15. janúar 2024 06:37
Vaktin: Syðri sprungan að gefa upp öndina Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Gosið kom úr sprungu sem var utan við varnargarða sem gerðir höfðu verið til að verja Grindavíkurbæ. 15. janúar 2024 04:17
Eldgosið tekið fyrir í heimspressunni Margir stærstu fjölmiðla heims hafa fjallað um eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærmorgun. 15. janúar 2024 02:30