Innlent

Fasta­nefndir þingsins koma saman og hefja störf

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fjórar fastanefndir þingsins koma saman í dag.
Fjórar fastanefndir þingsins koma saman í dag. Vísir/Vilhelm

Fastanefndir Alþingis hefja störf í dag en vika er þangað til þingið kemur saman eftir jólafrí. Fundað verður í fjórum fastanefndum í dag, það er stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, fjárlaganefnd, atvinnuveganefnd og allsherjar- og menntamálanefnd. 

Fram kemur í Morgunblaðinu í morgun að eina málið á dagskrá hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sé stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um breytingar á stjórnarmálefnum ráðuneyta. Í úttektinni kemur meðal annars fram að forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið þurfi að efla miðlæga verkstjórn og setja skýrari viðmið og verkferla.

Fjárlaganefnd mun fjalla um staðfestingu ríkisreiknings 2022. Almennar sanngirnisbætur eru á dagskrá allsherjar og menntamálanefndar og frumvarp til breytinga á vopnalögum. Hvorugt frumvarp náði fram að ganga á haustþingi. 

Atvinnuveganefnd fjallar um eigin tillögur til breytinga á raforkulögum. Frumvarpið, sem kveður á um að orkuöryggi almennings, fyrirtækja og annarra stórnotenda verði tryggt var umdeilt og umræðu um það frestað rétt fyrir jól. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×