Sorglegt, sláandi og hræðilegt Árni Sæberg skrifar 14. janúar 2024 15:59 Víðir reynir að horfa á björtu hliðarnar. Vísir/Arnar Víðir Reynisson segir gríðarlega sorglegt, sláandi og hræðilegt að horfa upp á atburði í Grindavík. Almannavarnir horfi þó til þess að rýmingin í nótt gekk vel og enginn slasaðist. Hann segir óhætt að segja að versta mögulega sviðsmyndin sé að raungerast. „Við höfum tekist saman á við erfiða hluti og verðum að gera það núna. Okkar hugsun er að setja engan í hættu, grípa ekki til einhverra aðgerða sem gætu stuðlað að því. Þannig að við erum að fara mjög varlega í öllum okkar aðgerðum,“ segir Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, í samtali við fréttastofu. Ekkert lát á innstreymi kviku Víðir segir að gufustrókar hafi myndast upp úr hrauninu sem vellur upp úr sprungunni sem opnaðist fyrr morgun. Það sé mikið í gangi á svæðinu. „Veðurstofan hefur nokkrum sinnum varað okkur við því að það sé ekkert lát á kvikuinnstreymi í ganginn og þar af leiðandi þurfum við að vera við öllu búin og miða okkar aðgerðir við raunhættuna, mikla sprunguopnun í Grindavík, megna gasmengun frá þessu og síðan hugsanlega opnun á nýjum gossprungum.“ Leit út fyrir að hraunið yrði sólarhring að komast inn í bæinn Víðir segir að unnið sé að gerð hraunflæðilíkans en að ekkert liggi fyrir í þeim efnum eftir að nýja sprungan opnaðist. „Eins og gosið leit út um tíuleytið í morgun þá gæti það tekið kannski sólarhring fyrir hraunið að ná inn í Grindavík ef garðarnir myndu halda því þarna norðanvið. Svo opnaðist þessi sprunga og nú er allt breytt.“ Hitaveitan farin Víðir segir að unnið sé að því að fara yfir viðbrögð við þeim skemmdum sem hafa orðið í Grindavík. Hitaveita sé til dæmis farin af bænum eftir að hún varð undir hrauni og kalda vatnið gæti farið líka. Reynt verði að frostverja eignir sem liggja undir skemmdum í bænum en það verði mjög erfitt. Aðalatriðið sé að tefla fólki ekki í hættu. Ekkert sé hægt að gera í stórum hluta bæjarins eins og staðan er núna. Er þetta versta sviðsmyndin sem við erum að horfa upp á að sé að raungerast? „Ég held að það sé alveg óhætt að segja það“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Sjá meira
„Við höfum tekist saman á við erfiða hluti og verðum að gera það núna. Okkar hugsun er að setja engan í hættu, grípa ekki til einhverra aðgerða sem gætu stuðlað að því. Þannig að við erum að fara mjög varlega í öllum okkar aðgerðum,“ segir Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, í samtali við fréttastofu. Ekkert lát á innstreymi kviku Víðir segir að gufustrókar hafi myndast upp úr hrauninu sem vellur upp úr sprungunni sem opnaðist fyrr morgun. Það sé mikið í gangi á svæðinu. „Veðurstofan hefur nokkrum sinnum varað okkur við því að það sé ekkert lát á kvikuinnstreymi í ganginn og þar af leiðandi þurfum við að vera við öllu búin og miða okkar aðgerðir við raunhættuna, mikla sprunguopnun í Grindavík, megna gasmengun frá þessu og síðan hugsanlega opnun á nýjum gossprungum.“ Leit út fyrir að hraunið yrði sólarhring að komast inn í bæinn Víðir segir að unnið sé að gerð hraunflæðilíkans en að ekkert liggi fyrir í þeim efnum eftir að nýja sprungan opnaðist. „Eins og gosið leit út um tíuleytið í morgun þá gæti það tekið kannski sólarhring fyrir hraunið að ná inn í Grindavík ef garðarnir myndu halda því þarna norðanvið. Svo opnaðist þessi sprunga og nú er allt breytt.“ Hitaveitan farin Víðir segir að unnið sé að því að fara yfir viðbrögð við þeim skemmdum sem hafa orðið í Grindavík. Hitaveita sé til dæmis farin af bænum eftir að hún varð undir hrauni og kalda vatnið gæti farið líka. Reynt verði að frostverja eignir sem liggja undir skemmdum í bænum en það verði mjög erfitt. Aðalatriðið sé að tefla fólki ekki í hættu. Ekkert sé hægt að gera í stórum hluta bæjarins eins og staðan er núna. Er þetta versta sviðsmyndin sem við erum að horfa upp á að sé að raungerast? „Ég held að það sé alveg óhætt að segja það“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Sjá meira