Björn Steinbekk drónaflugmaður skellti sér að gosstöðvunum við Sundhnúk með drónann meðferðis. Myndefni Björns má sjá í spilaranum hér að neðan:
Syðsti hluti gossprungunnar er mjög nálægt byggð í Grindavík, innan varnargarða og hraun hefur runnið í um 400 metra fjarlægð frá nálægustu húsum í bænum.
Þá umlykja hrauntungur gróðurhús Orf-líftækni í Svartsengi. Það sést glögglega á á ljósmyndum sem Sveinbjörn Darri Matthíasson tók úr flugvél þegar hann flaug yfir gosið í morgun.


