Hraun rennur líklega í suður í átt að bænum Árni Sæberg skrifar 14. janúar 2024 08:15 Eldgosið er rétt norðan Grindavíkur. Þessi mynd er frá fyrra gosi, sem kom upp lengra norðaustan bæjarins. Vísir/Vilhelm Hraun úr eldgosinu, sem hófst laust fyrir klukkan 08, rennur að öllum líkum í suður í átt að Grindavíkurbæ. Það kom þó upp norðan varnargarða við bæinn. Þetta staðfestir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hún segir að gosið hafi komið upp rétt sunnan við Hagafell, norðan við varnargarðana við Grindavík. Hraun renni nú í suðurátt í átt að varnargörðunum og bænum. Eldgosið hafi hafist af nokkrum krafti en of snemmt sé að segja nákvæmlega til um stærð þess. Þá segir hún að sprungan sé enn að opnast og staðsetning gossins geti því breyst. Staðan sé stöðugt vöktuð. „Það eru góðar fréttir að þetta sé norðan varnargarða.“ Staðsetningin óljós Benedikt Gunnar Ófeigsson, segir í samtali við Vísi að nákvæm staðsetning eldgossins liggi ekki fyrir að svo stöddu. Þyrla Landhelgisgæslunnar sé í loftinu með vísindamenn Veðurstofunnar um borð. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur og Ragar Axelsson, ljósmyndari fréttastofu, eru á meðal þeirra sem eru nú í þyrlu Landhelgisgæslunnar sem eru á leið yfir gosstöðvarnar.Vísir/RAX Hann segir gosið líklegast vera við Sundhnúksgíg, sem er norðan við Grindavík og á vatnaskilum. Ekki liggi fyrir að svo stöddu í hvaða átt hraunið rennur en að miklar líkur séu á að það muni renna, allavega að hluta til, í suður í átt að Grindavíkurbæ. Þá segir hann að gossprungan sé enn að stækka en að svo virðist sem kraftur gossins sé töluvert minni en þegar gaus þann 18. desember í fyrra. Þá var hraunrennsli í upphafi allt að 300 rúmmetrar á sekúndu en Benedikt segir benda til þess að nú sé það nær hundrað rúmmetrum á sekúndu. Það verði þó metið betur í skoðunarfluginu. Fréttin var uppfærð klukkan 08:43, eftir að rætt var við Benedikt. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Þetta staðfestir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hún segir að gosið hafi komið upp rétt sunnan við Hagafell, norðan við varnargarðana við Grindavík. Hraun renni nú í suðurátt í átt að varnargörðunum og bænum. Eldgosið hafi hafist af nokkrum krafti en of snemmt sé að segja nákvæmlega til um stærð þess. Þá segir hún að sprungan sé enn að opnast og staðsetning gossins geti því breyst. Staðan sé stöðugt vöktuð. „Það eru góðar fréttir að þetta sé norðan varnargarða.“ Staðsetningin óljós Benedikt Gunnar Ófeigsson, segir í samtali við Vísi að nákvæm staðsetning eldgossins liggi ekki fyrir að svo stöddu. Þyrla Landhelgisgæslunnar sé í loftinu með vísindamenn Veðurstofunnar um borð. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur og Ragar Axelsson, ljósmyndari fréttastofu, eru á meðal þeirra sem eru nú í þyrlu Landhelgisgæslunnar sem eru á leið yfir gosstöðvarnar.Vísir/RAX Hann segir gosið líklegast vera við Sundhnúksgíg, sem er norðan við Grindavík og á vatnaskilum. Ekki liggi fyrir að svo stöddu í hvaða átt hraunið rennur en að miklar líkur séu á að það muni renna, allavega að hluta til, í suður í átt að Grindavíkurbæ. Þá segir hann að gossprungan sé enn að stækka en að svo virðist sem kraftur gossins sé töluvert minni en þegar gaus þann 18. desember í fyrra. Þá var hraunrennsli í upphafi allt að 300 rúmmetrar á sekúndu en Benedikt segir benda til þess að nú sé það nær hundrað rúmmetrum á sekúndu. Það verði þó metið betur í skoðunarfluginu. Fréttin var uppfærð klukkan 08:43, eftir að rætt var við Benedikt.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira