Samskip þurfa ekki að greiða sektina meðan málsmeðferð fer fram Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. janúar 2024 19:31 Úskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála var birtur í gær. Vísir/Vilhelm Útflutningsfyrirtækið Samskip þarf ekki að greiða sekt upp á 4,2 milljarða fyrir ólöglegt samráð með fyrirtækinu Eimskipi meðan málið er til meðferðar hjá áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Í ágúst í fyrra sektaði Samkeppniseftirlitið Samskip um 4,2 milljarða fyrir að hafa með alvarlegum hætti brotið gegn samkeppnislögum með ólögmætu samráði við Eimskip. Samskip hafnaði niðurstöðunni og lögmaður fyrirtækisins sagði sektina til komna vegna samsæriskenninga sem enginn fótur væri fyrir. Samskip áfrýjaði málinu í september og lagði fram kröfu þess efnis að áfrýjunarnefnd samkeppnismála myndi fresta réttaráhrifum ákvörðunarinnar að því er varðar greiðslu sektarinnar. Þá krafðist fyrirtækið þess að réttaráhrifum fyrirmæla um aðgerðir sem mælt er fyrir um í ákvörðuninni yrði frestað. Í þeim fyrirmælum felst að Samskip hætti öllu viðskiptalegu samstarfi við Eimskip og félög á þess vegum, nema sýnt væri fram á að samstarfið væri þess eðlis að ekki væri hætta á röskun á samkeppni. Töldu yfirgnæfandi líkur á breytingu eða niðurfellingu sektarinnar Til stuðnings því að fresta réttaráhrifunum töldu Samskip að greiðsla sektarinnar myndi valda fyrirtækinu fjárhagslegum erfiðleikum, málsmeðferð myndi taka langan tíma hjá áfrýjunarnefnd og að aðgerðir sem fyrirtækinu bæri að grípa til í því skyni koma í veg fyrir frekari brot og efla samkeppni væru til þess fallnar að valda því tjóni. Auk þess töldu Samskip að yfirgnæfandi líkur væru á því að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins yrði breytt eða hún felld úr gildi. Fyrirmælum SKE ekki frestað Í úskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála kemur fram að réttaráhrifum sektarinnar verði frestað vegna langs málsmeðferðartíma fyrir nefndinni. Þá er vísað til þess að aðstæður séu á margan hátt sérstakar og óvenjulegar, sem réttlættu frestun þeirra réttaráhrifa. Þá kemur fram að kröfu Samskipa um að fresta réttaráhrifum fyrirmælanna um að fyrirtækið hætti öllu viðskiptalegu samstarfi við Eimskip og félög á þess vegum, nema sýnt væri fram á að samstarfið væri þess eðlis að ekki væri hætta á röskun á samkeppni, sé hafnað af áfrýjunarnefndinni. Fyrirmælin væru hvorki óvenjuleg né sérlega íþyngjandi í garð fyrirtækisins þannig að hægt yrði að réttlæta frestun réttaráhrifanna. Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Skipaflutningar Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Í ágúst í fyrra sektaði Samkeppniseftirlitið Samskip um 4,2 milljarða fyrir að hafa með alvarlegum hætti brotið gegn samkeppnislögum með ólögmætu samráði við Eimskip. Samskip hafnaði niðurstöðunni og lögmaður fyrirtækisins sagði sektina til komna vegna samsæriskenninga sem enginn fótur væri fyrir. Samskip áfrýjaði málinu í september og lagði fram kröfu þess efnis að áfrýjunarnefnd samkeppnismála myndi fresta réttaráhrifum ákvörðunarinnar að því er varðar greiðslu sektarinnar. Þá krafðist fyrirtækið þess að réttaráhrifum fyrirmæla um aðgerðir sem mælt er fyrir um í ákvörðuninni yrði frestað. Í þeim fyrirmælum felst að Samskip hætti öllu viðskiptalegu samstarfi við Eimskip og félög á þess vegum, nema sýnt væri fram á að samstarfið væri þess eðlis að ekki væri hætta á röskun á samkeppni. Töldu yfirgnæfandi líkur á breytingu eða niðurfellingu sektarinnar Til stuðnings því að fresta réttaráhrifunum töldu Samskip að greiðsla sektarinnar myndi valda fyrirtækinu fjárhagslegum erfiðleikum, málsmeðferð myndi taka langan tíma hjá áfrýjunarnefnd og að aðgerðir sem fyrirtækinu bæri að grípa til í því skyni koma í veg fyrir frekari brot og efla samkeppni væru til þess fallnar að valda því tjóni. Auk þess töldu Samskip að yfirgnæfandi líkur væru á því að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins yrði breytt eða hún felld úr gildi. Fyrirmælum SKE ekki frestað Í úskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála kemur fram að réttaráhrifum sektarinnar verði frestað vegna langs málsmeðferðartíma fyrir nefndinni. Þá er vísað til þess að aðstæður séu á margan hátt sérstakar og óvenjulegar, sem réttlættu frestun þeirra réttaráhrifa. Þá kemur fram að kröfu Samskipa um að fresta réttaráhrifum fyrirmælanna um að fyrirtækið hætti öllu viðskiptalegu samstarfi við Eimskip og félög á þess vegum, nema sýnt væri fram á að samstarfið væri þess eðlis að ekki væri hætta á röskun á samkeppni, sé hafnað af áfrýjunarnefndinni. Fyrirmælin væru hvorki óvenjuleg né sérlega íþyngjandi í garð fyrirtækisins þannig að hægt yrði að réttlæta frestun réttaráhrifanna.
Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Skipaflutningar Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira