Hætt við lendingu vegna þokunnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. janúar 2024 15:07 Flugvélinni átti að lenda í Reykjavík um hádegisbilið. Vísir/Vilhelm Þétt þoka liggur yfir Reykjavík og á hún að hanga fram í nótt að sögn Þorsteins V. Jónssonar veðurfræðings hjá Veðurstofunni. Hún hefur orðið til þess að ekki var hægt að lenda flugvél á Reykjavíkurflugvelli í dag. Flugvélin sem þurfti að fara til Keflavíkur var áætlunarflug frá Egilsstöðum og átti að lenda í Reykjavík um hádegisbilið. „Tiltölulega hlýtt loft yfir landinu vestanverðu og það er enginn vindur og engin hreyfing á því. Landið er farið að kólna og þá þéttist rakinn. Þetta ætlar að hanga fram á kvöld. Svo vex aðeins norðanáttin í kvöld og nótt og blæs aðeins í burtu en það gerist kannski ekki fyrr en seint í nótt,“ segir Þorsteinn. Þokan var of þykk Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla hjá Isavia, staðfestir að hætt hafi þurft við lendingu í samtali við fréttastofu. Hún segir að skyggnið hafi verið svo slæmt að þurfti að grípa til þessara ráða. Þó hafi mörgum vélum tekist að lenda í dag. „Það er fullt af vélum búnar að lenda á flugvellinum, sjúkraflug, áætlunarflug frá Akureyri og frá Ísafirði. En þessir bakkar eru misjafnlega þykkir, þannig að þarna var ekki ráðrúm til þess að lenda. Það var of þykk þoka,“ segir Sigrún. Ákvörðun flugstjóra að hverju sinni Hún segir að vegið sé og metið hvort hægt sé að lenda þegar vélar nálgast áfangastað og ef flugstjóri treystir sér ekki til þess sé lent í Keflavík í staðinn. „Ef það opnast gluggi þá geta þær það en svo getur dregið fyrir jafnskjótt aftur. Þetta er ákvörðun flugstjóra og flugumferðarstjóra að hverju sinni,“ bætir Sigrún við. Á morgun verður komin ákveðnari norðanátt og þá birtir til. Það er rétt yfir frostmarki á Vesturlandi núna en á morgun verður komið frost á öllu landinu. Allt að tólf stiga frosti er búist í sveitum fyrir norðan. Reykjavíkurflugvöllur Veður Reykjavík Fréttir af flugi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Flugvélin sem þurfti að fara til Keflavíkur var áætlunarflug frá Egilsstöðum og átti að lenda í Reykjavík um hádegisbilið. „Tiltölulega hlýtt loft yfir landinu vestanverðu og það er enginn vindur og engin hreyfing á því. Landið er farið að kólna og þá þéttist rakinn. Þetta ætlar að hanga fram á kvöld. Svo vex aðeins norðanáttin í kvöld og nótt og blæs aðeins í burtu en það gerist kannski ekki fyrr en seint í nótt,“ segir Þorsteinn. Þokan var of þykk Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla hjá Isavia, staðfestir að hætt hafi þurft við lendingu í samtali við fréttastofu. Hún segir að skyggnið hafi verið svo slæmt að þurfti að grípa til þessara ráða. Þó hafi mörgum vélum tekist að lenda í dag. „Það er fullt af vélum búnar að lenda á flugvellinum, sjúkraflug, áætlunarflug frá Akureyri og frá Ísafirði. En þessir bakkar eru misjafnlega þykkir, þannig að þarna var ekki ráðrúm til þess að lenda. Það var of þykk þoka,“ segir Sigrún. Ákvörðun flugstjóra að hverju sinni Hún segir að vegið sé og metið hvort hægt sé að lenda þegar vélar nálgast áfangastað og ef flugstjóri treystir sér ekki til þess sé lent í Keflavík í staðinn. „Ef það opnast gluggi þá geta þær það en svo getur dregið fyrir jafnskjótt aftur. Þetta er ákvörðun flugstjóra og flugumferðarstjóra að hverju sinni,“ bætir Sigrún við. Á morgun verður komin ákveðnari norðanátt og þá birtir til. Það er rétt yfir frostmarki á Vesturlandi núna en á morgun verður komið frost á öllu landinu. Allt að tólf stiga frosti er búist í sveitum fyrir norðan.
Reykjavíkurflugvöllur Veður Reykjavík Fréttir af flugi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira