Ekki hægt að réttlæta áframhaldandi leit Bjarki Sigurðsson skrifar 13. janúar 2024 12:10 Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir Ekki var hægt að réttlæta áframhaldandi leit að manni sem féll niður um sprungu í Grindavík í gær vegna lífshættulegra aðstæðna við björgun, að sögn lögreglustjóra. Svipað hættulegar sprungur finnist víða í Grindavík. Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur gert hlé á tjónamati í bænum. Í gær var leit að manni sem féll ofan í sprungu við Vesturhóp í Grindavík hætt. Leit hafði staðið yfir í tvo og hálfan sólarhring en maðurinn fannst ekki. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að ekki hafi verið hægt að tryggja öryggi leitarmanna í sprungunni. „Þarna deyr maður, þá er hrun inni í sprungunni. Það gefur okkur ákveðnar vísbendingar um þær hættur sem eru til staðar. Þessi ákvörðun er að mínu mati rétt. Ekki hægt að gera þetta undir þessum kringumstæðum, því miður,“ segir Úlfar. Ekki er búið að ræða hvað verður gert við sprunguna og húsið við hana. Lífshættulegar sprungur Sprungan er um það bil fjörutíu metra djúp og segir Úlfar málið sýna hversu hættulegar sprungurnar í bænum eru. „Eins og margoft hefur komið fram, þá hef ég ráðlagt fólki að vera ekki í bænum. Það eru sprungur þarna víða, þær eru viðsjárverðar. Þær eru að rífa sig upp. Við sjáum það í þessum aðgerðum, þessum hörmulega atburði, hvað þessar sprungur eru djúpar. Hvað þær eru lífshættulegar. Þetta er auðvitað viðvarandi hætta í bænum eins og staðan er í dag,“ segir Úlfar. Hvers vegna ekki loka bænum? „Það hefur verið með þessa meðalhófsreglu að þeir sem dvelja og starfa í bænum hingað til, þetta er ekki fjölmennur hópur. Allir meðvitaðir um þær hættur sem eru til staðar. Fjölskyldufólk hefur haldið sér að mestu leyti frá bænum. Það eru fáir í bænum,“ segir Úlfar. Getur haldið áfram hrynja úr sprungum Náttúruhamfaratrygging er hætt að meta hús í bænum vegna þeirrar hættu sem er þar. Úlfar segir geta hrunið úr fleiri sprungum eins og gerðist þar sem slysið varð. „Það er held ég tilhneiging að það hrynji í þessum sprungum. Við erum í raun og veru að glíma við aðstæður sem eru svo til óþekktar í þéttbýli hér á landi. Þannig að í raun og veru getur allt gerst,“ segir Úlfar. Grindavík Féll í sprungu í Grindavík Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Sjá meira
Í gær var leit að manni sem féll ofan í sprungu við Vesturhóp í Grindavík hætt. Leit hafði staðið yfir í tvo og hálfan sólarhring en maðurinn fannst ekki. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að ekki hafi verið hægt að tryggja öryggi leitarmanna í sprungunni. „Þarna deyr maður, þá er hrun inni í sprungunni. Það gefur okkur ákveðnar vísbendingar um þær hættur sem eru til staðar. Þessi ákvörðun er að mínu mati rétt. Ekki hægt að gera þetta undir þessum kringumstæðum, því miður,“ segir Úlfar. Ekki er búið að ræða hvað verður gert við sprunguna og húsið við hana. Lífshættulegar sprungur Sprungan er um það bil fjörutíu metra djúp og segir Úlfar málið sýna hversu hættulegar sprungurnar í bænum eru. „Eins og margoft hefur komið fram, þá hef ég ráðlagt fólki að vera ekki í bænum. Það eru sprungur þarna víða, þær eru viðsjárverðar. Þær eru að rífa sig upp. Við sjáum það í þessum aðgerðum, þessum hörmulega atburði, hvað þessar sprungur eru djúpar. Hvað þær eru lífshættulegar. Þetta er auðvitað viðvarandi hætta í bænum eins og staðan er í dag,“ segir Úlfar. Hvers vegna ekki loka bænum? „Það hefur verið með þessa meðalhófsreglu að þeir sem dvelja og starfa í bænum hingað til, þetta er ekki fjölmennur hópur. Allir meðvitaðir um þær hættur sem eru til staðar. Fjölskyldufólk hefur haldið sér að mestu leyti frá bænum. Það eru fáir í bænum,“ segir Úlfar. Getur haldið áfram hrynja úr sprungum Náttúruhamfaratrygging er hætt að meta hús í bænum vegna þeirrar hættu sem er þar. Úlfar segir geta hrunið úr fleiri sprungum eins og gerðist þar sem slysið varð. „Það er held ég tilhneiging að það hrynji í þessum sprungum. Við erum í raun og veru að glíma við aðstæður sem eru svo til óþekktar í þéttbýli hér á landi. Þannig að í raun og veru getur allt gerst,“ segir Úlfar.
Grindavík Féll í sprungu í Grindavík Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Sjá meira