Gætum séð aukningu í svipuðum aðgerðum og á Akureyri Bjarki Sigurðsson skrifar 13. janúar 2024 13:01 Margrét Valdimarsdóttir, dósent í afbrotafræði. Vísir/Arnar Handtaka manns á Akureyri sem er tengdur ISIS-hryðjuverkasamtökunum er einsdæmi hér á landi. Afbrotafræðingur segir aðgerðum sem þessari geta fjölgað hér á landi á næstu árum með fjölgun flóttamanna. Í gær voru þrír karlmenn handteknir í aðgerðum lögreglunnar á Akureyri. Einn hinna handteknu var fluttur úr landi samdægurs ásamt eiginkonu sinni og sex börnum. Maðurinn er talinn tengjast hryðjuverkasamtökunum ISIS. Flóttafólki muni fjölga Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er að maður búsettur hér á landi tengist ISIS-samtökunum. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að aðgerðum svipuðum og þessari á Akureyri, gæti fjölgað á næstu árum. „Ástæðan fyrir því að það er líklegra að flóttafólk tengist hryðjuverkasamtökum en fólk sem flytur hingað af öðrum ástæðum er að flóttafólk er að flýja stríðshrjáð lönd þar sem hryðjuverkasamtök og hryðjuverk eru algengari. Vopnuð átök ýta undir hryðjuverkastarfsemi. Það er margt sem bendir til þess að flóttafólki muni fjölga á næstu árum og þess vegna gætum við alveg verið að horfa fram á aukningu í svona aðgerðum. Að þetta sé eitthvað sem muni gerast á næstu árum,“ segir Margrét. Flestir jákvæðir gagnvart flóttafólki Hún segir að svona tilvik geti ýtt undir fordóma gagnvart flóttafólki. „Það er þó mest fyrst um sinn, fyrst eftir að aðgerðirnar koma upp og fólki er brugðið. En ég held að Íslendingar séu jákvæðir gagnvart, eins og ég sagði, að taka á móti flóttafólki og vilja gera það vel. Líka jákvæðir gegn flóttafólki sem kemur frá Miðausturlöndum,“ segir Margrét. Eðlilegt sé að vera með síu á hverjir fá hæli hér á landi. „Íslendingar vilja taka á móti flóttafólki og vilja að gera sitt besta við að taka á móti fólki sem er að sækja um alþjóðlega vernd en það þarf að vera einhver sía. Og þá ímynda ég mér að flestir séu sammála um að við viljum ekki fólk sem tengist hryðjuverkasamtökum,“ segir Margrét. Lögreglumál Akureyri Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
Í gær voru þrír karlmenn handteknir í aðgerðum lögreglunnar á Akureyri. Einn hinna handteknu var fluttur úr landi samdægurs ásamt eiginkonu sinni og sex börnum. Maðurinn er talinn tengjast hryðjuverkasamtökunum ISIS. Flóttafólki muni fjölga Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er að maður búsettur hér á landi tengist ISIS-samtökunum. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að aðgerðum svipuðum og þessari á Akureyri, gæti fjölgað á næstu árum. „Ástæðan fyrir því að það er líklegra að flóttafólk tengist hryðjuverkasamtökum en fólk sem flytur hingað af öðrum ástæðum er að flóttafólk er að flýja stríðshrjáð lönd þar sem hryðjuverkasamtök og hryðjuverk eru algengari. Vopnuð átök ýta undir hryðjuverkastarfsemi. Það er margt sem bendir til þess að flóttafólki muni fjölga á næstu árum og þess vegna gætum við alveg verið að horfa fram á aukningu í svona aðgerðum. Að þetta sé eitthvað sem muni gerast á næstu árum,“ segir Margrét. Flestir jákvæðir gagnvart flóttafólki Hún segir að svona tilvik geti ýtt undir fordóma gagnvart flóttafólki. „Það er þó mest fyrst um sinn, fyrst eftir að aðgerðirnar koma upp og fólki er brugðið. En ég held að Íslendingar séu jákvæðir gagnvart, eins og ég sagði, að taka á móti flóttafólki og vilja gera það vel. Líka jákvæðir gegn flóttafólki sem kemur frá Miðausturlöndum,“ segir Margrét. Eðlilegt sé að vera með síu á hverjir fá hæli hér á landi. „Íslendingar vilja taka á móti flóttafólki og vilja að gera sitt besta við að taka á móti fólki sem er að sækja um alþjóðlega vernd en það þarf að vera einhver sía. Og þá ímynda ég mér að flestir séu sammála um að við viljum ekki fólk sem tengist hryðjuverkasamtökum,“ segir Margrét.
Lögreglumál Akureyri Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira