Hútar hóta hefndum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. janúar 2024 00:10 Mótmælendur brenna fána Bandaríkjanna, Ísraels og Bretlands fyrir utan breska sendiráðið í Sana. AP/Vahid Salemi Hútar hóta hefndaraðgerðum vegna sprengjuárásum sem gerðar voru af Bretlandi og Bandaríkjunum í gærnótt. Tugþúsundir komu saman í Sana höfuðborg landsins til að mótmæla og krefjast aðgerða. Fimm létust og sex særðust í árásunum í gærnótt sem höfðu 73 skotmörk í og við höfuðborg Jemen, hafnarborgina Húdaída og á þremur öðrum svæðum í landinu. Bandaríkin og Bretland segja árásirnar hafa átt rétt á sér og að verið sé með þeim að stuðla að öryggi skipaflutninga í Rauðhafinu. Samkvæmt Guardian flögguðu þúsundir fánum Jemen og Palestínu á aðaltorgi Sanaborgar og kyrjuðu áköll um niðurrif Bandaríkjanna og Ísraels. Mótmæli áttu sér einnig stað í tveimur öðrum borgum landsins. On Jan. 11 at 2:30 a.m. (Sanaa time), U.S. Central Command forces, in coordination with the United Kingdom, and support from Australia, Canada, the Netherlands, and Bahrain conducted joint strikes on Houthi targets to degrade their capability to continue their illegal and pic.twitter.com/bR8biMolSx— U.S. Central Command (@CENTCOM) January 12, 2024 Bandaríski hershöfðinginn Michael Erik Kurilla segir í tilkynningu frá miðlægri stjórnstöð Bandaríkjahers, Centcom, að Hútarnir verði dregnir til ábyrgðar fyrir árásir sínar. Hvíta húsið hefur sagt að Bandaríkin leitist ekki eftir stríði í Jemen og heldur ekki átökum við Íran sem hefur stutt við bakið á stjórn Húta á svæðinu. Talsmaður þess í þjóðaröryggismálum, hann John Kirby, ítrekaði þó í viðtali við MSNBC ákall Bandaríkjanna um að Íran stöðvi stuðning sinn við Hútana í hernaðarmálum. Bandarísk yfirvöld segja að loftárásir þeirra hafi dregið úr getu Hútana til að stunda árásir líkt og þeir hafa gert undanfarna daga. Jemen Skipaflutningar Bandaríkin Bretland Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Sjá meira
Fimm létust og sex særðust í árásunum í gærnótt sem höfðu 73 skotmörk í og við höfuðborg Jemen, hafnarborgina Húdaída og á þremur öðrum svæðum í landinu. Bandaríkin og Bretland segja árásirnar hafa átt rétt á sér og að verið sé með þeim að stuðla að öryggi skipaflutninga í Rauðhafinu. Samkvæmt Guardian flögguðu þúsundir fánum Jemen og Palestínu á aðaltorgi Sanaborgar og kyrjuðu áköll um niðurrif Bandaríkjanna og Ísraels. Mótmæli áttu sér einnig stað í tveimur öðrum borgum landsins. On Jan. 11 at 2:30 a.m. (Sanaa time), U.S. Central Command forces, in coordination with the United Kingdom, and support from Australia, Canada, the Netherlands, and Bahrain conducted joint strikes on Houthi targets to degrade their capability to continue their illegal and pic.twitter.com/bR8biMolSx— U.S. Central Command (@CENTCOM) January 12, 2024 Bandaríski hershöfðinginn Michael Erik Kurilla segir í tilkynningu frá miðlægri stjórnstöð Bandaríkjahers, Centcom, að Hútarnir verði dregnir til ábyrgðar fyrir árásir sínar. Hvíta húsið hefur sagt að Bandaríkin leitist ekki eftir stríði í Jemen og heldur ekki átökum við Íran sem hefur stutt við bakið á stjórn Húta á svæðinu. Talsmaður þess í þjóðaröryggismálum, hann John Kirby, ítrekaði þó í viðtali við MSNBC ákall Bandaríkjanna um að Íran stöðvi stuðning sinn við Hútana í hernaðarmálum. Bandarísk yfirvöld segja að loftárásir þeirra hafi dregið úr getu Hútana til að stunda árásir líkt og þeir hafa gert undanfarna daga.
Jemen Skipaflutningar Bandaríkin Bretland Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Sjá meira