Hútar hóta hefndum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. janúar 2024 00:10 Mótmælendur brenna fána Bandaríkjanna, Ísraels og Bretlands fyrir utan breska sendiráðið í Sana. AP/Vahid Salemi Hútar hóta hefndaraðgerðum vegna sprengjuárásum sem gerðar voru af Bretlandi og Bandaríkjunum í gærnótt. Tugþúsundir komu saman í Sana höfuðborg landsins til að mótmæla og krefjast aðgerða. Fimm létust og sex særðust í árásunum í gærnótt sem höfðu 73 skotmörk í og við höfuðborg Jemen, hafnarborgina Húdaída og á þremur öðrum svæðum í landinu. Bandaríkin og Bretland segja árásirnar hafa átt rétt á sér og að verið sé með þeim að stuðla að öryggi skipaflutninga í Rauðhafinu. Samkvæmt Guardian flögguðu þúsundir fánum Jemen og Palestínu á aðaltorgi Sanaborgar og kyrjuðu áköll um niðurrif Bandaríkjanna og Ísraels. Mótmæli áttu sér einnig stað í tveimur öðrum borgum landsins. On Jan. 11 at 2:30 a.m. (Sanaa time), U.S. Central Command forces, in coordination with the United Kingdom, and support from Australia, Canada, the Netherlands, and Bahrain conducted joint strikes on Houthi targets to degrade their capability to continue their illegal and pic.twitter.com/bR8biMolSx— U.S. Central Command (@CENTCOM) January 12, 2024 Bandaríski hershöfðinginn Michael Erik Kurilla segir í tilkynningu frá miðlægri stjórnstöð Bandaríkjahers, Centcom, að Hútarnir verði dregnir til ábyrgðar fyrir árásir sínar. Hvíta húsið hefur sagt að Bandaríkin leitist ekki eftir stríði í Jemen og heldur ekki átökum við Íran sem hefur stutt við bakið á stjórn Húta á svæðinu. Talsmaður þess í þjóðaröryggismálum, hann John Kirby, ítrekaði þó í viðtali við MSNBC ákall Bandaríkjanna um að Íran stöðvi stuðning sinn við Hútana í hernaðarmálum. Bandarísk yfirvöld segja að loftárásir þeirra hafi dregið úr getu Hútana til að stunda árásir líkt og þeir hafa gert undanfarna daga. Jemen Skipaflutningar Bandaríkin Bretland Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Fimm létust og sex særðust í árásunum í gærnótt sem höfðu 73 skotmörk í og við höfuðborg Jemen, hafnarborgina Húdaída og á þremur öðrum svæðum í landinu. Bandaríkin og Bretland segja árásirnar hafa átt rétt á sér og að verið sé með þeim að stuðla að öryggi skipaflutninga í Rauðhafinu. Samkvæmt Guardian flögguðu þúsundir fánum Jemen og Palestínu á aðaltorgi Sanaborgar og kyrjuðu áköll um niðurrif Bandaríkjanna og Ísraels. Mótmæli áttu sér einnig stað í tveimur öðrum borgum landsins. On Jan. 11 at 2:30 a.m. (Sanaa time), U.S. Central Command forces, in coordination with the United Kingdom, and support from Australia, Canada, the Netherlands, and Bahrain conducted joint strikes on Houthi targets to degrade their capability to continue their illegal and pic.twitter.com/bR8biMolSx— U.S. Central Command (@CENTCOM) January 12, 2024 Bandaríski hershöfðinginn Michael Erik Kurilla segir í tilkynningu frá miðlægri stjórnstöð Bandaríkjahers, Centcom, að Hútarnir verði dregnir til ábyrgðar fyrir árásir sínar. Hvíta húsið hefur sagt að Bandaríkin leitist ekki eftir stríði í Jemen og heldur ekki átökum við Íran sem hefur stutt við bakið á stjórn Húta á svæðinu. Talsmaður þess í þjóðaröryggismálum, hann John Kirby, ítrekaði þó í viðtali við MSNBC ákall Bandaríkjanna um að Íran stöðvi stuðning sinn við Hútana í hernaðarmálum. Bandarísk yfirvöld segja að loftárásir þeirra hafi dregið úr getu Hútana til að stunda árásir líkt og þeir hafa gert undanfarna daga.
Jemen Skipaflutningar Bandaríkin Bretland Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira