„Ég hef engan hag af því að ávísa þessum lyfjum“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. janúar 2024 14:45 Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir í offitu, segst hafa barist fyrir því að lyf líkt og Ozempic og Wegovy séu rétt notuð. Vísir Sérfræðilæknir sem þegið hefur hæstu greiðslurnar hér á landi frá danska lyfjafyrirtækinu Novo Nordisk sem framleiðir sykursýkis-og þyngdarstjórnunarlyf segist engan hag hafa af því að ávísa lyfjunum. Embætti landlæknis segist ekki geta lagt mat á hvort viðeigandi sé af heilbrigðisstarfsmönnum að þiggja slíkar greiðslur. „Ég hef engan hag af því að ávísa þessum lyfjum,“ segir Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir við offitumeðferð og heimilislæknir hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi. Tilefnið er umfjöllun Heimildarinnar þar sem fram kemur að danski lyfjarisinn Novo Nordisk hafi greitt íslensku heilbrigðisstarfsfólki, stofnunum og félögum rúm 21 milljón króna á þremur árum. Þær hafi áttfaldast á sama tíma og notkun lyfjanna hafi rokið upp. Erla Gerður er sá læknir sem fengið hefur hæstar greiðslur frá danska fyrirtækinu. Hún hefur meðal annars gagnrýnt breytta greiðsluþátttöku á lyfjunum, síðast í samtali við fréttastofu í nóvember. Fram kemur í Heimildinni að Erla hafi samtals fengið 2,3 milljónir króna frá Novo Nordisk á tveggja ára tímabili. Það er haft upp úr gögnum Frumtaka - samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Erla hafi gefið samþykki fyrir því að upplýsingarnar væru birtar. Frá 2020 til 2022 hafi alls um 16,6 milljónir farið til heilbrigðisstarfsmanna frá fyrirtækinu en tæplega fjörutíu eru nafngreindir á meðan á annan tug hafa haldið nafnleynd. Haft er eftir Erlu að hún hafi fengið greiðslurnar fyrir að halda fyrirlestra um offitu fyrir heilbrigðisstarfsfólk hér á landi á vegum Novo Nordisk. Þar hafi verið innifalinn kostnaður vegna flugferða og gistingar, þegar fræðslan fer fram á landsbyggðinni. Það sé skýrt að um sé að ræða fræðslu á vegum Novo Nordisk. Þá hefur Erla jafnframt þegið styrki til að sækja ráðstefnur erlendis um offitu. Meðal þeirra sem lýst hafa yfir áhyggjum af notkun lyfjanna er Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi og fyrrverandi formaður Samtaka um líkamsvirðingu. Hún lýsti því í fyrra að heimilislæknir hefði lagt hart að henni að fara á lyfin. Fylgir sinni faglegu þekkingu Erla segist aðspurð í samtali við Vísi skilja að fréttir af slíkum greiðslum vekji upp spurningar um það hvort hún hafi beinan hag af því að lýsa áhyggjum af breytingum á greiðsluþátttöku lyfjanna. Hún segist engan hag hafa af því að ávísa þeim. „Greiðslur fyrir mín störf eru semsagt frá Sjúkratryggingum, bara eins og hjá öðrum sérfræðilæknum. Hlutur sjúklings er X og hlutur Sjúkratrygginga er annar, það er bara breytilegt eftir því hvar fólk er,“ segir Erla. „Hvað ég ákveð með einstaklingi í viðtali hefur ekkert að gera með greiðslur til mín og hvort mér þyki skynsamlegt að viðkomandi fari í efnaskiptaaðgerð, noti þessi lyf eða einhver önnur lyf, haldi áfram með sínar breytingar á daglegum venjum til þess að fá betri heilsu. Ég fæ jafnt borgað hvað sem ég ráðlegg. Þannig að það hefur ekert með það að gera. Ég bara fylgi bestu faglegu þekkingu hverju sinni.“ Novo Nordisk hafi ekki áhrif á fræðsluna Hefurðu áhyggjur af því að fólk setji spurningamerki við ávísanir lækna á þessum lyfjum vegna þessarar umfjöllunar? „Ég held það sé alveg eðlilegt að spurningar vakni og fólk spyrji sig: Er eitthvað skítugt í gangi þarna? Mér finnst þetta bara eðlilegar spurningar og þess vegna er í rauninni bara mjög gott að fá þetta upp á borðið og það er eitt af því sem ræður því að ég vil að þetta sé birt og að þetta sé allt hreint og klárt, þannig að það þurfi enginn að halda að það sé eitthvað óhreint í pokahorninu.“ Erla segir stöðuna þannig að gríðarlegur fjárskortur sé í heilbrigðiskerfinu. Þá vakni upp sú spurning hvernig best sé að koma upplýsingum til skila til heilbrigðisstarfsfólks. Erla segir herferðina „Endurhugsum offitu,“ þá sem hún hafi fengið greitt fyrir, hafa verið að hennar frumkvæði. „Og í þessari fræðslu þá útskýri ég hvernig sjúkdómurinn er, hvaða leiðir eru mögulega, hvað þarf að gera með lífsstílinn, hvað gera lyfin og hvað gera þau ekki, fyrir hverja eru þau og fyrir hverja eru aðgerðir, hvað þarf svo að gera með aðgerðirnar og allt þetta. Þannig að þetta er mín umfjöllun og lyfjafyrirtækið hefur enga aðkomu að því hvað ég segi.“ Læknar séu ekki að mala gull á lyfjunum „Ég er bara að vona að fréttaflutningur um þetta verði vandaður og skýr og verði ekki í því að ýta undir að sá einhverjum efasemdarfræjum eða búa til einhverja tortryggni. Ef rétt er með allt farið þá er þetta bara ekkert til þess að hafa áhyggjur af. Það eru mjög strangar reglur um samskipti lyfjafyrirtækja og heilbrigðisstarfsmanna og þessum reglum er fylgt eftir mjög samviskusamlega.“ Margir velta fyrir sér hvort læknar séu að mala gull á þessum lyfjum? „Það á að vera ómögulegt fyrir lækna að mala gull á þessum lyfjum. Í íslenska kerfinu allavega. Ég hef ekki hugmynd hvernig þetta er í Bandaríkjunum eða erlendis. En í íslenska kerfinu fær enginn læknir þóknun fyrir lyfin, eða hefur hag af því að ávísa lyfjunum.“ Erla bendir á að löng bið sé eftir tíma hjá læknum á Íslandi. Enginn þeirra hafi þörf á því að næla sér í fleiri sjúklinga. Mikilvægt að lyfin séu rétt notuð Erla segist sérstaklega hafa barist fyrir því að umrædd lyf séu rétt notuð. Þau séu það ekki alltaf. „Þess vegna vildum við fara í þessa fræðslu. Og koma því til skila hvernig á að nota þessi lyf rétt, fyrir hverja og hvernig á að nota þau,“ segir Erla. Hún segir ástæðu þeirrar umfangsmiklu aukningar á notkun lyfjanna vera þá að þau séu þau fyrstu sem komið hafi fram með almennilega virkni gegn þeim algenga sjúkdómi sem sé offita. „Við erum að tala um að það eru hundrað þúsund manns á Íslandi sem skilgreinast í offitu,“ segir Erla. „Svo er þetta líka tengt samfélagsgerðinni okkar, sem hampar grönnum líkömum, megrun og þessari útlitsdýrkun og þá verður til hæp í kringum þetta og það er vissulega fólk að nota þetta í megrunartilgangi. Það er eitt af því sem ég hef verið að berjast fyrir að verði ekki gert.“ Hún segir að á sama tíma sé mikilvægt að fólk sem sannarlega þurfi lyfin fái þau. Nota þurfi lyfin rétt og skynsamlega í þeim tilgangi að bæta heilsu. Kannast ekki við þrýsting Eru dæmi þess að læknar séu beittir þrýstingi af sjúklingum um að ávísa þeim lyfjunum? „Ég veit að sjúklingar sækja í þessi lyf og það er mjög eðlilegt að þeir spyrji sig: Er þetta eitthvað fyrir mig? Það má ávísa lyfinu við 30 í BMI eða yfir, eða til þeirra sem eru með 27 og fylgikvilla.“ Standist sjúklingur þau skilyrði megi læknir ávísa lyfjunum. Erla segir hinsvegar að ekki fylgi nægilega góðar leiðbeiningar um hvernig eigi að nota lyfið, vegna þess að vinna þurfi með lífsstíl samhliða notkun þess svo ekki sé búið til sveltiástand í líkamanum. „Ég get alveg ímyndað mér að einhver læknir segi: Já já, þú mátt svo sem prófa þetta, ég veit ekkert hvort þetta virki eða ekki. En ég hef aldrei séð tilvik þar sem læknir annars vegar þvingar einstakling til að taka þetta að óþörfu, eða þá að hann lætur undan þrýstingi við einstakling sem algjörlega mætti ekki fá lyfið. Ég hef aldrei séð það,“ segir Erla. „Ef hinsvegar einstaklingur er með offitu eða fylgisjúkdóma er ekki óeðlilegt að læknir bjóði þetta lyf, þætti einhverjum óeðlilegt að læknir bjóði lyf til einstaklings sem er með háþrýsting? Eða einhverja aðra röskun í líkamanum? Af hverju er verið að gera þessi lyf tortryggileg?“ Landlæknir geti ekki lagt mat á greiðslurnar Alma Möller, landlæknir, gat ekki orðið við beiðni Vísis um viðtal vegna málsins. Í skriflegu svari frá Embætti landlæknis vegna málsins segir að það geti ekki lagt mat á hvað geti talist viðeigandi þegar kemur að hugsanlegum tengslum greiðslna til lækna og ávísana lyfjanna. „Þar sem ekki liggja fyrir skýringar á greiðslunum samkvæmt upplýsingum á vef Frumtaka. Hins vegar er mikilvægt að benda á þær skyldur sem settar eru á heilbrigðisstarfsfólk samkvæmt ákvæðum laga um heilbrigðisstarfsfólk, s.b. 13. gr. laga nr. 34/2012 um faglegar kröfur og ábyrgð, þar sem m.a. að fjallað um að heilbrigðisstarfsfólki beri að þekkja skyldur sínar og siðareglur. Eftirliti með að siðareglum sé framfylgt er á höndum siðanefnda viðkomandi fagfélaga, t.d. Læknafélagi Íslands.“ Þannig hafi Embætti landlæknis ekki forsendur til að leggja mat á þetta, né hafi það eftirlit með lyfjum og lækningatækjum. Slíkt eftirlit sé á vegum Lyfjastofnunar. Fram kemur í svörum stofnunarinnar til Heimildarinnar að um sé að ræða óverulegar upphæðir. Stofnunin hafi ekki beitt sér mikið í eftirliti með slíkum greiðslum. Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira
„Ég hef engan hag af því að ávísa þessum lyfjum,“ segir Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir við offitumeðferð og heimilislæknir hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi. Tilefnið er umfjöllun Heimildarinnar þar sem fram kemur að danski lyfjarisinn Novo Nordisk hafi greitt íslensku heilbrigðisstarfsfólki, stofnunum og félögum rúm 21 milljón króna á þremur árum. Þær hafi áttfaldast á sama tíma og notkun lyfjanna hafi rokið upp. Erla Gerður er sá læknir sem fengið hefur hæstar greiðslur frá danska fyrirtækinu. Hún hefur meðal annars gagnrýnt breytta greiðsluþátttöku á lyfjunum, síðast í samtali við fréttastofu í nóvember. Fram kemur í Heimildinni að Erla hafi samtals fengið 2,3 milljónir króna frá Novo Nordisk á tveggja ára tímabili. Það er haft upp úr gögnum Frumtaka - samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Erla hafi gefið samþykki fyrir því að upplýsingarnar væru birtar. Frá 2020 til 2022 hafi alls um 16,6 milljónir farið til heilbrigðisstarfsmanna frá fyrirtækinu en tæplega fjörutíu eru nafngreindir á meðan á annan tug hafa haldið nafnleynd. Haft er eftir Erlu að hún hafi fengið greiðslurnar fyrir að halda fyrirlestra um offitu fyrir heilbrigðisstarfsfólk hér á landi á vegum Novo Nordisk. Þar hafi verið innifalinn kostnaður vegna flugferða og gistingar, þegar fræðslan fer fram á landsbyggðinni. Það sé skýrt að um sé að ræða fræðslu á vegum Novo Nordisk. Þá hefur Erla jafnframt þegið styrki til að sækja ráðstefnur erlendis um offitu. Meðal þeirra sem lýst hafa yfir áhyggjum af notkun lyfjanna er Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi og fyrrverandi formaður Samtaka um líkamsvirðingu. Hún lýsti því í fyrra að heimilislæknir hefði lagt hart að henni að fara á lyfin. Fylgir sinni faglegu þekkingu Erla segist aðspurð í samtali við Vísi skilja að fréttir af slíkum greiðslum vekji upp spurningar um það hvort hún hafi beinan hag af því að lýsa áhyggjum af breytingum á greiðsluþátttöku lyfjanna. Hún segist engan hag hafa af því að ávísa þeim. „Greiðslur fyrir mín störf eru semsagt frá Sjúkratryggingum, bara eins og hjá öðrum sérfræðilæknum. Hlutur sjúklings er X og hlutur Sjúkratrygginga er annar, það er bara breytilegt eftir því hvar fólk er,“ segir Erla. „Hvað ég ákveð með einstaklingi í viðtali hefur ekkert að gera með greiðslur til mín og hvort mér þyki skynsamlegt að viðkomandi fari í efnaskiptaaðgerð, noti þessi lyf eða einhver önnur lyf, haldi áfram með sínar breytingar á daglegum venjum til þess að fá betri heilsu. Ég fæ jafnt borgað hvað sem ég ráðlegg. Þannig að það hefur ekert með það að gera. Ég bara fylgi bestu faglegu þekkingu hverju sinni.“ Novo Nordisk hafi ekki áhrif á fræðsluna Hefurðu áhyggjur af því að fólk setji spurningamerki við ávísanir lækna á þessum lyfjum vegna þessarar umfjöllunar? „Ég held það sé alveg eðlilegt að spurningar vakni og fólk spyrji sig: Er eitthvað skítugt í gangi þarna? Mér finnst þetta bara eðlilegar spurningar og þess vegna er í rauninni bara mjög gott að fá þetta upp á borðið og það er eitt af því sem ræður því að ég vil að þetta sé birt og að þetta sé allt hreint og klárt, þannig að það þurfi enginn að halda að það sé eitthvað óhreint í pokahorninu.“ Erla segir stöðuna þannig að gríðarlegur fjárskortur sé í heilbrigðiskerfinu. Þá vakni upp sú spurning hvernig best sé að koma upplýsingum til skila til heilbrigðisstarfsfólks. Erla segir herferðina „Endurhugsum offitu,“ þá sem hún hafi fengið greitt fyrir, hafa verið að hennar frumkvæði. „Og í þessari fræðslu þá útskýri ég hvernig sjúkdómurinn er, hvaða leiðir eru mögulega, hvað þarf að gera með lífsstílinn, hvað gera lyfin og hvað gera þau ekki, fyrir hverja eru þau og fyrir hverja eru aðgerðir, hvað þarf svo að gera með aðgerðirnar og allt þetta. Þannig að þetta er mín umfjöllun og lyfjafyrirtækið hefur enga aðkomu að því hvað ég segi.“ Læknar séu ekki að mala gull á lyfjunum „Ég er bara að vona að fréttaflutningur um þetta verði vandaður og skýr og verði ekki í því að ýta undir að sá einhverjum efasemdarfræjum eða búa til einhverja tortryggni. Ef rétt er með allt farið þá er þetta bara ekkert til þess að hafa áhyggjur af. Það eru mjög strangar reglur um samskipti lyfjafyrirtækja og heilbrigðisstarfsmanna og þessum reglum er fylgt eftir mjög samviskusamlega.“ Margir velta fyrir sér hvort læknar séu að mala gull á þessum lyfjum? „Það á að vera ómögulegt fyrir lækna að mala gull á þessum lyfjum. Í íslenska kerfinu allavega. Ég hef ekki hugmynd hvernig þetta er í Bandaríkjunum eða erlendis. En í íslenska kerfinu fær enginn læknir þóknun fyrir lyfin, eða hefur hag af því að ávísa lyfjunum.“ Erla bendir á að löng bið sé eftir tíma hjá læknum á Íslandi. Enginn þeirra hafi þörf á því að næla sér í fleiri sjúklinga. Mikilvægt að lyfin séu rétt notuð Erla segist sérstaklega hafa barist fyrir því að umrædd lyf séu rétt notuð. Þau séu það ekki alltaf. „Þess vegna vildum við fara í þessa fræðslu. Og koma því til skila hvernig á að nota þessi lyf rétt, fyrir hverja og hvernig á að nota þau,“ segir Erla. Hún segir ástæðu þeirrar umfangsmiklu aukningar á notkun lyfjanna vera þá að þau séu þau fyrstu sem komið hafi fram með almennilega virkni gegn þeim algenga sjúkdómi sem sé offita. „Við erum að tala um að það eru hundrað þúsund manns á Íslandi sem skilgreinast í offitu,“ segir Erla. „Svo er þetta líka tengt samfélagsgerðinni okkar, sem hampar grönnum líkömum, megrun og þessari útlitsdýrkun og þá verður til hæp í kringum þetta og það er vissulega fólk að nota þetta í megrunartilgangi. Það er eitt af því sem ég hef verið að berjast fyrir að verði ekki gert.“ Hún segir að á sama tíma sé mikilvægt að fólk sem sannarlega þurfi lyfin fái þau. Nota þurfi lyfin rétt og skynsamlega í þeim tilgangi að bæta heilsu. Kannast ekki við þrýsting Eru dæmi þess að læknar séu beittir þrýstingi af sjúklingum um að ávísa þeim lyfjunum? „Ég veit að sjúklingar sækja í þessi lyf og það er mjög eðlilegt að þeir spyrji sig: Er þetta eitthvað fyrir mig? Það má ávísa lyfinu við 30 í BMI eða yfir, eða til þeirra sem eru með 27 og fylgikvilla.“ Standist sjúklingur þau skilyrði megi læknir ávísa lyfjunum. Erla segir hinsvegar að ekki fylgi nægilega góðar leiðbeiningar um hvernig eigi að nota lyfið, vegna þess að vinna þurfi með lífsstíl samhliða notkun þess svo ekki sé búið til sveltiástand í líkamanum. „Ég get alveg ímyndað mér að einhver læknir segi: Já já, þú mátt svo sem prófa þetta, ég veit ekkert hvort þetta virki eða ekki. En ég hef aldrei séð tilvik þar sem læknir annars vegar þvingar einstakling til að taka þetta að óþörfu, eða þá að hann lætur undan þrýstingi við einstakling sem algjörlega mætti ekki fá lyfið. Ég hef aldrei séð það,“ segir Erla. „Ef hinsvegar einstaklingur er með offitu eða fylgisjúkdóma er ekki óeðlilegt að læknir bjóði þetta lyf, þætti einhverjum óeðlilegt að læknir bjóði lyf til einstaklings sem er með háþrýsting? Eða einhverja aðra röskun í líkamanum? Af hverju er verið að gera þessi lyf tortryggileg?“ Landlæknir geti ekki lagt mat á greiðslurnar Alma Möller, landlæknir, gat ekki orðið við beiðni Vísis um viðtal vegna málsins. Í skriflegu svari frá Embætti landlæknis vegna málsins segir að það geti ekki lagt mat á hvað geti talist viðeigandi þegar kemur að hugsanlegum tengslum greiðslna til lækna og ávísana lyfjanna. „Þar sem ekki liggja fyrir skýringar á greiðslunum samkvæmt upplýsingum á vef Frumtaka. Hins vegar er mikilvægt að benda á þær skyldur sem settar eru á heilbrigðisstarfsfólk samkvæmt ákvæðum laga um heilbrigðisstarfsfólk, s.b. 13. gr. laga nr. 34/2012 um faglegar kröfur og ábyrgð, þar sem m.a. að fjallað um að heilbrigðisstarfsfólki beri að þekkja skyldur sínar og siðareglur. Eftirliti með að siðareglum sé framfylgt er á höndum siðanefnda viðkomandi fagfélaga, t.d. Læknafélagi Íslands.“ Þannig hafi Embætti landlæknis ekki forsendur til að leggja mat á þetta, né hafi það eftirlit með lyfjum og lækningatækjum. Slíkt eftirlit sé á vegum Lyfjastofnunar. Fram kemur í svörum stofnunarinnar til Heimildarinnar að um sé að ræða óverulegar upphæðir. Stofnunin hafi ekki beitt sér mikið í eftirliti með slíkum greiðslum.
Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira