Framboðstilkynning til forseta Gunnar Ásgrímsson skrifar 12. janúar 2024 12:30 Nú þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, hefur gefið út að hann muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs til forsetaembættisins, þá hef ég eftir samráð við mína nánustu og margar áskoranir tekið þá ákvörðun að bjóða mig fram til forseta. Svona gæti tilkynning frá einhverjum stjórnarmanna okkar í Sambandi ungra Framsóknarmanna hljómað ef ekki væri fyrir það smáatriði að í stjórnarskrá Íslands er ungu fólki, undir 35 ára aldri, óheimilt að bjóða sig fram til forseta. Auk 35 ára aldurs eru ekki margar kröfur gerðar til forsetaframbjóðanda. Íslenskur ríkisborgararéttur, kosningaréttur og 1500 meðmæli. Hvorki er gerð krafa um fasta búsetu á Íslandi né hreint sakavottorð. Væri ekki heldur ráð að viðhalda virðingu embættis þjóðhöfðingja með því að gera kröfu um meira en 1500 meðmæli frekar en að meina kosningabærum, löghlýðnum skattgreiðendum frá því að bjóða fram krafta sína? Við í Ung Framsókn höfum ekki enn heyrt sannfærandi rök fyrir því að meina ungu fólki að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Það sama unga fólk getur verið kjörið í sveitarstjórnir, til Alþingis og jafnvel gegnt stöðu ráðherra. Yngri einstaklingur gæti því verið handhafi forsetavalds í fjarveru forseta, þar sem ekki er sett slík aldurstakmörkun á embætti forsætisráðherra eða forseta Alþingis. Í stefnu Framsóknar í stjórnskipunar- og alþjóðamálum, sem var samþykkt á flokksþingi 2021 segir “Þá vill Framsókn að […] Öll réttindi sem tengjast fullorðinsaldri verði virk við 18 ára aldur“, einnig hefur Ung Framsókn ályktað “Ungt Framsóknarfólk vill að öll aldurstengd réttindi fullorðinna verði endurskoðuð eftir 18 ára aldur með það í huga að afnema aldurstakmarkanir”. Krefjumst við í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna að við allar framtíðarendurskoðanir á stjórnarskrá verði unnið að því að fella niður þessa reglu. Það er óásættanlegt að í nútíma lýðræðisríki séu settar fram slíkar hindranir í veg fólks sem hyggur að forsetaframboði, sem virðast aðeins byggðar á aldursfordómum. Treystum íslensku þjóðinni til þess að meta hæfi frambjóðenda sjálf á kjörstað, hún hefur staðið sig vel í því verkefni til þessa. F.h Sambands ungra Framsóknarmanna. Höfundur er formaður Sambands ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Forseti Íslands Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Nú þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, hefur gefið út að hann muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs til forsetaembættisins, þá hef ég eftir samráð við mína nánustu og margar áskoranir tekið þá ákvörðun að bjóða mig fram til forseta. Svona gæti tilkynning frá einhverjum stjórnarmanna okkar í Sambandi ungra Framsóknarmanna hljómað ef ekki væri fyrir það smáatriði að í stjórnarskrá Íslands er ungu fólki, undir 35 ára aldri, óheimilt að bjóða sig fram til forseta. Auk 35 ára aldurs eru ekki margar kröfur gerðar til forsetaframbjóðanda. Íslenskur ríkisborgararéttur, kosningaréttur og 1500 meðmæli. Hvorki er gerð krafa um fasta búsetu á Íslandi né hreint sakavottorð. Væri ekki heldur ráð að viðhalda virðingu embættis þjóðhöfðingja með því að gera kröfu um meira en 1500 meðmæli frekar en að meina kosningabærum, löghlýðnum skattgreiðendum frá því að bjóða fram krafta sína? Við í Ung Framsókn höfum ekki enn heyrt sannfærandi rök fyrir því að meina ungu fólki að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Það sama unga fólk getur verið kjörið í sveitarstjórnir, til Alþingis og jafnvel gegnt stöðu ráðherra. Yngri einstaklingur gæti því verið handhafi forsetavalds í fjarveru forseta, þar sem ekki er sett slík aldurstakmörkun á embætti forsætisráðherra eða forseta Alþingis. Í stefnu Framsóknar í stjórnskipunar- og alþjóðamálum, sem var samþykkt á flokksþingi 2021 segir “Þá vill Framsókn að […] Öll réttindi sem tengjast fullorðinsaldri verði virk við 18 ára aldur“, einnig hefur Ung Framsókn ályktað “Ungt Framsóknarfólk vill að öll aldurstengd réttindi fullorðinna verði endurskoðuð eftir 18 ára aldur með það í huga að afnema aldurstakmarkanir”. Krefjumst við í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna að við allar framtíðarendurskoðanir á stjórnarskrá verði unnið að því að fella niður þessa reglu. Það er óásættanlegt að í nútíma lýðræðisríki séu settar fram slíkar hindranir í veg fólks sem hyggur að forsetaframboði, sem virðast aðeins byggðar á aldursfordómum. Treystum íslensku þjóðinni til þess að meta hæfi frambjóðenda sjálf á kjörstað, hún hefur staðið sig vel í því verkefni til þessa. F.h Sambands ungra Framsóknarmanna. Höfundur er formaður Sambands ungra Framsóknarmanna.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar