Bæjarblaðið sektað fyrir að auglýsa nikótín fyrir Þjóðhátíð Árni Sæberg skrifar 11. janúar 2024 14:28 Herjólfsdalur í Vestmannaeyjum. Þar er töluvert mikils nikótíns neytt yfir verslunarmannahelgina. Mynd/Óskar P. Friðriksson Útgefandi bæjarblaðs Vestmanneyinga, Tíguls, hefur verið sektað um 100 þúsund krónur vegna brots á fjölmiðlalögum, með því að birta viðskiptaboð fyrir nikótínpúða og rafsígarettur. Tígull er fyrsti fjölmiðillinn sem sektaður fyrir slíkt brot. Útgefandinn segist hafa prentað heilsíðuauglýsinguna fyrir mistök. Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar vegna viðskiptaboðanna segir að nefndinni hafi borist áframsend ábending frá Neytendastofu þann 14. ágúst 2023 þar sem vakin var athygli á því að í tölublaði bæjarblaðsins Tíguls, sem gefið var út fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, eða þann 31. júlí 2023, hafi birst auglýsing fyrir nikótínpúða og rafrettur frá versluninni Djáknanum í Vestmannaeyjum. Umrædd auglýsing sé heilsíðuauglýsing þar sem birtast myndir af nokkrum tegundum nikótínpúða sem og rafrettum. Efst á auglýsingunni segi: „Gleðilega þjóðhátíð. Djákninn, Strandvegi 47 – á móti Krónunni!“. Síðan sé kynntur opnunartími verslunarinnar dagana 3. – 6. ágúst. Í texta þar undir segi: „Eigum gífurlegt úrval af nikótínpúðum & rafrettum á frábæru verði!“. Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar kemur fram að viðskiptaboðin teljist til viðskiptaboða fyrir rafrettur og nikótínvörur og að með miðlun þeirra í bæjarblaðinu Tígli hafi Leturstofan Vestmannaeyjum ehf., sem fjölmiðlaveita Tíguls, brotið gegn þeim hluta laga um fjölmiðla sem bannar slík viðskiptaboð. Ríkisútvarpið fyrst til að brjóta lögin en fékk enga sekt Í svarerindi útgefandans kom fram að auglýsingin hafi verið birt fyrir mistök, sem fjölmiðlaveitan harmaði. Kom fram að slíkt myndi ekki gerast aftur. Í seinna svarerindi sagði að blaðið hefði verið gefið út í 2000 eintökum. Blaðinu hafi aðeins verið dreift í Vestmannaeyjum og um 200 blöð gengið af. Hafi því alls um 1800 eintökum verið dreift. Þá óskaði útgáfufélagið þess að Fjölmiðlanefnd nýtti ákvæði fjölmiðlalaga sem heimilar nefndinni að falla frá sektarákvörðun. Því til stuðnings vísaði félagið til þess að fallið var frá sektarákvörðun í máli Ríkisútvarpsins ohf. vegna brota fjölmiðlaveitunnar sömu grein laga um fjölmiðla um bann við viðskiptaboðum fyrir nikótínvörur. Hefðu mátt vita betur Neytendastofa gaf lítið fyrir röksemdir útgáfufélagsins um að blaðið hafi verið gefið út í litlu upplagi og í ákvörðuninni er sérstaklega litið til þess að blaðið hafi verið gefið út rétt fyrir Þjóðhátíð. Á hátíðina komi mikill fjöldi barna og ungmenna, en banni við viðskiptaboðum fyrir nikótínvörur sé sérstaklega ætlað að verna þau. Þá segir í ákvörðuninni að í kjölfar þess að ákveðið var að RÚV hefði brotið gegn banninu hafi erindi verið sent öllum fjölmiðlaveitum landsins og athygli vakin á málinu. Því væri ekki tilefni til þess að falla frá sektarákvörðun. Sem áður segir var Leturstofan Vestmannaeyjum ehf. sektuð um 100 þúsund krónur vegna málsins. Nikótínpúðar Vestmannaeyjar Fjölmiðlar Þjóðhátíð í Eyjum Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Svens kærir ákvörðun um ólögmætar auglýsingar Forsvarsmenn nikótínpúðaverslunarkeðjunnar Svens hafa ákveðið að kæra ákvörðun Neytendastofu, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Svens og merkingar á verslunum séu í andstöðu við ákvæði laga um nikótínvörur, til áfrýjunarnefndar neytendamála. 31. júlí 2023 09:38 Auglýsingar Svens ólöglegar Neytendastofa hefur úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. 25. júlí 2023 15:32 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Sjá meira
Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar vegna viðskiptaboðanna segir að nefndinni hafi borist áframsend ábending frá Neytendastofu þann 14. ágúst 2023 þar sem vakin var athygli á því að í tölublaði bæjarblaðsins Tíguls, sem gefið var út fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, eða þann 31. júlí 2023, hafi birst auglýsing fyrir nikótínpúða og rafrettur frá versluninni Djáknanum í Vestmannaeyjum. Umrædd auglýsing sé heilsíðuauglýsing þar sem birtast myndir af nokkrum tegundum nikótínpúða sem og rafrettum. Efst á auglýsingunni segi: „Gleðilega þjóðhátíð. Djákninn, Strandvegi 47 – á móti Krónunni!“. Síðan sé kynntur opnunartími verslunarinnar dagana 3. – 6. ágúst. Í texta þar undir segi: „Eigum gífurlegt úrval af nikótínpúðum & rafrettum á frábæru verði!“. Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar kemur fram að viðskiptaboðin teljist til viðskiptaboða fyrir rafrettur og nikótínvörur og að með miðlun þeirra í bæjarblaðinu Tígli hafi Leturstofan Vestmannaeyjum ehf., sem fjölmiðlaveita Tíguls, brotið gegn þeim hluta laga um fjölmiðla sem bannar slík viðskiptaboð. Ríkisútvarpið fyrst til að brjóta lögin en fékk enga sekt Í svarerindi útgefandans kom fram að auglýsingin hafi verið birt fyrir mistök, sem fjölmiðlaveitan harmaði. Kom fram að slíkt myndi ekki gerast aftur. Í seinna svarerindi sagði að blaðið hefði verið gefið út í 2000 eintökum. Blaðinu hafi aðeins verið dreift í Vestmannaeyjum og um 200 blöð gengið af. Hafi því alls um 1800 eintökum verið dreift. Þá óskaði útgáfufélagið þess að Fjölmiðlanefnd nýtti ákvæði fjölmiðlalaga sem heimilar nefndinni að falla frá sektarákvörðun. Því til stuðnings vísaði félagið til þess að fallið var frá sektarákvörðun í máli Ríkisútvarpsins ohf. vegna brota fjölmiðlaveitunnar sömu grein laga um fjölmiðla um bann við viðskiptaboðum fyrir nikótínvörur. Hefðu mátt vita betur Neytendastofa gaf lítið fyrir röksemdir útgáfufélagsins um að blaðið hafi verið gefið út í litlu upplagi og í ákvörðuninni er sérstaklega litið til þess að blaðið hafi verið gefið út rétt fyrir Þjóðhátíð. Á hátíðina komi mikill fjöldi barna og ungmenna, en banni við viðskiptaboðum fyrir nikótínvörur sé sérstaklega ætlað að verna þau. Þá segir í ákvörðuninni að í kjölfar þess að ákveðið var að RÚV hefði brotið gegn banninu hafi erindi verið sent öllum fjölmiðlaveitum landsins og athygli vakin á málinu. Því væri ekki tilefni til þess að falla frá sektarákvörðun. Sem áður segir var Leturstofan Vestmannaeyjum ehf. sektuð um 100 þúsund krónur vegna málsins.
Nikótínpúðar Vestmannaeyjar Fjölmiðlar Þjóðhátíð í Eyjum Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Svens kærir ákvörðun um ólögmætar auglýsingar Forsvarsmenn nikótínpúðaverslunarkeðjunnar Svens hafa ákveðið að kæra ákvörðun Neytendastofu, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Svens og merkingar á verslunum séu í andstöðu við ákvæði laga um nikótínvörur, til áfrýjunarnefndar neytendamála. 31. júlí 2023 09:38 Auglýsingar Svens ólöglegar Neytendastofa hefur úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. 25. júlí 2023 15:32 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Sjá meira
Svens kærir ákvörðun um ólögmætar auglýsingar Forsvarsmenn nikótínpúðaverslunarkeðjunnar Svens hafa ákveðið að kæra ákvörðun Neytendastofu, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Svens og merkingar á verslunum séu í andstöðu við ákvæði laga um nikótínvörur, til áfrýjunarnefndar neytendamála. 31. júlí 2023 09:38
Auglýsingar Svens ólöglegar Neytendastofa hefur úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. 25. júlí 2023 15:32