Matarhola á orkumarkaði Katrín Olga Jóhannesdóttir skrifar 11. janúar 2024 11:01 Umræða um orkuskort og orkuöryggi er áberandi í samfélaginu, eðlilega þar sem aðilar markaðarins hafa bent á að ekki sé til næg orka í kerfinu – hún dugi hvorki til að viðhalda óbreyttu ástandi, hvað þá til þess að styðja við framfarir og aukna hagsæld til framtíðar. Það er því mikilvægt að hugað sé að frekari uppbyggingu í orkuframleiðslu á Íslandi. Ávextir í augnhæð – betri orkunýting Við vitum að uppbygging tekur tíma og því þarf að huga að leiðum til úrbóta í því millibilsástandi sem ríkir meðan unnið er að aukinni framleiðslu í kerfinu. Við slíkar aðstæður er rökrétt að byrja á því að spyrja hvort til séu einhverjir ávextir í augnhæð sem hægt er að grípa til. Svarið er já. Raforkumarkaðurinn, raforkuöryggi og orkunýting hefur verið viðfangsefni margra starfshópa á vegum stjórnvalda síðustu ár og hafa margvíslegar tillögur litið dagsins ljós. Ein slík tillaga er stofnun virks viðskiptavettvangs um raforku. Elma orkuviðskipti ehf., er dótturfyrirtæki Landsnets, sem hefur það hlutverk að tryggja að raforkan berist til okkar. Elma hefur síðast liðið ár unnið að því að koma á fót virkum viðskiptavettvangi fyrir raforku og nú hillir undir opnun slíkt viðskiptavettvangs. Hvað þýðir það fyrir raforkumarkaðinn? Virkur viðskiptavettvangur skapar umgjörð utan um viðskipti á markaði, þar sem skýrar leikreglur tryggja jafnræði á markaði, gegnsæi og skýr verðmerki. Jafnræði þýðir að allir aðilar á markaði hafa jafnan aðgang, óháð stærð eða starfsemi. Þessi aðilar hafa einnig jafnan aðgang að upplýsingum sem geta haft áhrif á framboð og eftirspurn og þannig á verðmyndun raforkunnar. Dæmi um mikilvægar upplýsingar eru fyrirhugað viðhald virkjana, bilanir, tímabundin skerðing á flutningsgetu og fleira þess háttar. Sé til umframorka í kerfinu þá skilar óháður vettvangur viðskipta fyrir raforku betri orkunýtingu. Líkja má Elmu við Nasdaq Ísland, sem er óháður vettvangur viðskipta fyrir fjármálagjörninga, Elma er slíkur vettvangur fyrir raforku. Raforkuhitamælirinn Virkur viðskiptavettvangur gefur mikilvægar upplýsingar um stöðuna á orkumarkaði. Er nokkurs konar hitamælir á heilbrigði markaðarins. Ef skortur er á raforku hækkar verð, ef ofgnótt er af raforku lækkar verð. Þannig gefur virkur viðskiptavettvangur skilaboð um hvort að það þurfi að fjárfesta í kerfinu eða ekki. Því miður hefur ekki verið um slík verðmerki að ræða á íslenskum raforkumarkaði og því má draga þá ályktun að ef virkur viðskiptavettvangur fyrir raforku hefði verið til á Íslandi fyrir nokkrum árum, þá hefði hann gefið merki um þann orkuskort sem núna blasir við. Viðskiptavettvangurinn sem slíkur stýrir ekki verði, hvorki lækkun né hækkun, hann gefur skilaboðin – svipað og jarðskjálftamælir mælir styrk jarðskjálfta, en er ekki orsök hans. Hringrásahagkerfi raforku – betri orkunýting Einn af lykilþáttum virks viðskiptavettvangs er að nýting raforkunnar eykst til muna þar sem slíkur vettvangur starfar. Nú í dag er föst orka í kerfinu sem ekki er hægt að nýta. Líkja má núverandi stöðu á markaði við Costco – þú ferð og verslar og stundum kaupir þú of mikið af tiltekinni vöru og þá siturðu uppi með hana. Virkum viðskiptavettvangi má líkja við Kolaportið, þar getur þú selt aftur það umfram magn sem þú keyptir og þarft ekki sjálfur að nota, til annarra sem þurfa á henni að halda – þannig verður til nokkurs konar hringrásarhagkerfi um raforkuna. Orkuöryggishópur hefur m.a. bent á mikilvægi virks viðskiptavettvangs í þessum efnum. Matarholan – betri orkunýting Matarholan felst í því að nýta núverandi orku mun betur í gegnum virkan viðskiptavettvang raforku, framleiðendur geta komið framleiðslu sinni auðveldlega á markað, létta þarf af sölubanni í tvíhliðasamningum við stórnotendur, þannig að þau geti komið umframorku í nýtingu á virkum viðskiptavettvangi og söluaðilar geti bæði keypt og selt raforku eftir þörfum. Þannig eykst orkunýting til hagsbóta fyrir neytendur. Höfundur er framkvæmdastjóri Elmu orkuviðskipti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Olga Jóhannesdóttir Orkumál Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Umræða um orkuskort og orkuöryggi er áberandi í samfélaginu, eðlilega þar sem aðilar markaðarins hafa bent á að ekki sé til næg orka í kerfinu – hún dugi hvorki til að viðhalda óbreyttu ástandi, hvað þá til þess að styðja við framfarir og aukna hagsæld til framtíðar. Það er því mikilvægt að hugað sé að frekari uppbyggingu í orkuframleiðslu á Íslandi. Ávextir í augnhæð – betri orkunýting Við vitum að uppbygging tekur tíma og því þarf að huga að leiðum til úrbóta í því millibilsástandi sem ríkir meðan unnið er að aukinni framleiðslu í kerfinu. Við slíkar aðstæður er rökrétt að byrja á því að spyrja hvort til séu einhverjir ávextir í augnhæð sem hægt er að grípa til. Svarið er já. Raforkumarkaðurinn, raforkuöryggi og orkunýting hefur verið viðfangsefni margra starfshópa á vegum stjórnvalda síðustu ár og hafa margvíslegar tillögur litið dagsins ljós. Ein slík tillaga er stofnun virks viðskiptavettvangs um raforku. Elma orkuviðskipti ehf., er dótturfyrirtæki Landsnets, sem hefur það hlutverk að tryggja að raforkan berist til okkar. Elma hefur síðast liðið ár unnið að því að koma á fót virkum viðskiptavettvangi fyrir raforku og nú hillir undir opnun slíkt viðskiptavettvangs. Hvað þýðir það fyrir raforkumarkaðinn? Virkur viðskiptavettvangur skapar umgjörð utan um viðskipti á markaði, þar sem skýrar leikreglur tryggja jafnræði á markaði, gegnsæi og skýr verðmerki. Jafnræði þýðir að allir aðilar á markaði hafa jafnan aðgang, óháð stærð eða starfsemi. Þessi aðilar hafa einnig jafnan aðgang að upplýsingum sem geta haft áhrif á framboð og eftirspurn og þannig á verðmyndun raforkunnar. Dæmi um mikilvægar upplýsingar eru fyrirhugað viðhald virkjana, bilanir, tímabundin skerðing á flutningsgetu og fleira þess háttar. Sé til umframorka í kerfinu þá skilar óháður vettvangur viðskipta fyrir raforku betri orkunýtingu. Líkja má Elmu við Nasdaq Ísland, sem er óháður vettvangur viðskipta fyrir fjármálagjörninga, Elma er slíkur vettvangur fyrir raforku. Raforkuhitamælirinn Virkur viðskiptavettvangur gefur mikilvægar upplýsingar um stöðuna á orkumarkaði. Er nokkurs konar hitamælir á heilbrigði markaðarins. Ef skortur er á raforku hækkar verð, ef ofgnótt er af raforku lækkar verð. Þannig gefur virkur viðskiptavettvangur skilaboð um hvort að það þurfi að fjárfesta í kerfinu eða ekki. Því miður hefur ekki verið um slík verðmerki að ræða á íslenskum raforkumarkaði og því má draga þá ályktun að ef virkur viðskiptavettvangur fyrir raforku hefði verið til á Íslandi fyrir nokkrum árum, þá hefði hann gefið merki um þann orkuskort sem núna blasir við. Viðskiptavettvangurinn sem slíkur stýrir ekki verði, hvorki lækkun né hækkun, hann gefur skilaboðin – svipað og jarðskjálftamælir mælir styrk jarðskjálfta, en er ekki orsök hans. Hringrásahagkerfi raforku – betri orkunýting Einn af lykilþáttum virks viðskiptavettvangs er að nýting raforkunnar eykst til muna þar sem slíkur vettvangur starfar. Nú í dag er föst orka í kerfinu sem ekki er hægt að nýta. Líkja má núverandi stöðu á markaði við Costco – þú ferð og verslar og stundum kaupir þú of mikið af tiltekinni vöru og þá siturðu uppi með hana. Virkum viðskiptavettvangi má líkja við Kolaportið, þar getur þú selt aftur það umfram magn sem þú keyptir og þarft ekki sjálfur að nota, til annarra sem þurfa á henni að halda – þannig verður til nokkurs konar hringrásarhagkerfi um raforkuna. Orkuöryggishópur hefur m.a. bent á mikilvægi virks viðskiptavettvangs í þessum efnum. Matarholan – betri orkunýting Matarholan felst í því að nýta núverandi orku mun betur í gegnum virkan viðskiptavettvang raforku, framleiðendur geta komið framleiðslu sinni auðveldlega á markað, létta þarf af sölubanni í tvíhliðasamningum við stórnotendur, þannig að þau geti komið umframorku í nýtingu á virkum viðskiptavettvangi og söluaðilar geti bæði keypt og selt raforku eftir þörfum. Þannig eykst orkunýting til hagsbóta fyrir neytendur. Höfundur er framkvæmdastjóri Elmu orkuviðskipti.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun