Verður stórfyrirtækjum hlíft við „sáttinni“? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 11. janúar 2024 09:30 „Á Íslandi er samfélagssáttmáli um jöfnuð... ekki bara í þeim kjarasamningum sem við gerum heldur líka í skattkerfinu okkar...“ sagði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í grein í Morgunblaðinu á nýársdag. Kallar hún þar óbeint eftir stuðningi lesenda við krónutöluhækkun í launum og tugmilljarða innspýtingu skattgreiðenda í bótakerfin, með það að markmiði að innsigla kjarasamninga SA og félaga ASÍ sem fara fyrir tæplega helmingi grunnlaunavísitölunnar á Íslandi.* Með jafnri krónutöluhækkun verður stöndugum stórfyrirtækjum t.d. bönkum að mestu hlíft við miklum prósentuhækkunum launa en meiri byrðum velt á atvinnugreinar sem borga lág laun. Jöfn krónutöluhækkun mun draga enn frekar úr hvata til menntunar og stuðla að áframhaldandi kaupmáttarrýrnun í launum stórs hluta millistéttar. Það er því miður ekki líklegt að leið SA og „breiðfylkingar“ ASÍ muni stuðla að sátt á vinnumarkaði, heldur leiða til átaka og verkfalla. Andstætt markmiði okkar allra; að ná niður verðbólgu og vöxtum. En hvað þarf til? * Í grein Stefáns Ólafssonar er inntak greinar minnar frá nýársdegi rangtúlkað. Vægi í grunnlaunavísitölu veitir vísbendingu um hlutdeild í launakostnaði hagkerfisins, ekki um fjölda einstaklinga í bandalögum. Í greininni er því einnig ranglega haldið fram að meirihluti kvenna sé án háskólaprófs. Hið rétta er að 59% starfandi kvenna á aldrinum 25-64 ára eru með háskólapróf. Blandaður samningur sanngjarnari fyrir fyrirtæki og launafólk Samtök atvinnulífsins hafa sögulega séð verið höll undir kjarasamninga sem útfæra launahækkanir í krónutölum. Heildarkostnaður slíkra samninga fyrir fyrirtæki landsins er enda oft minni en kjarasamninga með jöfnum prósentuhækkunum. Krónutöluhækkanirnar leiða þó til mismikilla prósentuhækkana hjá fyrirtækjum og byrði kjarasamninga því misdreift. Krónutöluhækkanir jafngilda t.a.m. háum prósentuhækkunum í atvinnugreinum sem borga lægri laun t.d. í ferðaþjónustu og verslun. Fyrirtækjum sem hafa minnsta „svigrúmið til launahækkana“. Arðbærum stórfyrirtækjum með sérfræðinga innanborðs t.d. fjármálafyrirtækjum og hátæknifyrirtækjum er hlíft við dýrum kjarasamningum þegar útfærslan er í jafnri krónutölu. Þeim fyrirtækjum sem helst hafa efni á að greiða hærri laun án þess að velta hækkuninni í verðlag! Kjarasamningur með blandaðri leið prósentuhækkana og lágmarkskrónutöluhækkana gæti verið betur til þess fallinn að koma í veg fyrir átök á vinnumarkaði og draga úr verðbólguþrýstingi. Laun hjá meginþorra launafólks myndu hækka hlutfallslega jafnt en lágmarkskrónutala myndi tryggja láglaunafólki meiri hlutfallshækkanir en öðrum. Hagvaxtarauki yrði í öllum samningum og aðkoma ríkis og sveitarfélaga myndi skapa frekari varnir fyrir þau sem minnst hafa milli handanna. Allir þurfa að koma að fjármögnun sáttmálans Af fréttum að dæma fara samningsaðilar SA og „breiðfylkingar ASÍ“ fram á 20-30 milljarða innspýtingu skattgreiðenda í bótakerfin, án þess að meiri tekna verði aflað á móti t.d. frá ríkasta 0,1% landsmanna. Að óbreyttu skattkerfi verður aðgerðin því að mestu fjármögnuð af millistéttinni í formi beinna og óbeinna skatta. Óþarft er að rekja hér andstöðu SA við aukna skattheimtu á stórfyrirtæki, nægir að nefna hækkun auðlindagjalds eða hækkun fjármagnstekjuskatta. Skortur á samtali milli almenns- og opinbers vinnumarkaðar er einn helsti gallinn á íslenska vinnumarkaðslíkaninu en núverandi aðstæður bjóða loks upp á tækifæri til að taka á þeim vanda. SA, ASÍ, BHM, BSRB, KÍ, sveitarfélög og ríki þurfa nú að eiga yfirvegað samtal um samfélagssáttmálann. Samfélagssáttmála sem er ekki að mestu borinn af millistéttinni og litlum fyrirtækjum. Ef okkur tekst vel til ættu samningsaðilar, launagreiðendur og stéttarfélög, að geta gengið frá hagfelldum kjarasamningum fljótt og örugglega. Að gefnu tilefni skal skýrt tekið fram að BHM styður alla viðleitni til að bæta kjör láglaunahópa en hvetur aðila til að horfa heildstætt á málin og verkefnið framundan. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
„Á Íslandi er samfélagssáttmáli um jöfnuð... ekki bara í þeim kjarasamningum sem við gerum heldur líka í skattkerfinu okkar...“ sagði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í grein í Morgunblaðinu á nýársdag. Kallar hún þar óbeint eftir stuðningi lesenda við krónutöluhækkun í launum og tugmilljarða innspýtingu skattgreiðenda í bótakerfin, með það að markmiði að innsigla kjarasamninga SA og félaga ASÍ sem fara fyrir tæplega helmingi grunnlaunavísitölunnar á Íslandi.* Með jafnri krónutöluhækkun verður stöndugum stórfyrirtækjum t.d. bönkum að mestu hlíft við miklum prósentuhækkunum launa en meiri byrðum velt á atvinnugreinar sem borga lág laun. Jöfn krónutöluhækkun mun draga enn frekar úr hvata til menntunar og stuðla að áframhaldandi kaupmáttarrýrnun í launum stórs hluta millistéttar. Það er því miður ekki líklegt að leið SA og „breiðfylkingar“ ASÍ muni stuðla að sátt á vinnumarkaði, heldur leiða til átaka og verkfalla. Andstætt markmiði okkar allra; að ná niður verðbólgu og vöxtum. En hvað þarf til? * Í grein Stefáns Ólafssonar er inntak greinar minnar frá nýársdegi rangtúlkað. Vægi í grunnlaunavísitölu veitir vísbendingu um hlutdeild í launakostnaði hagkerfisins, ekki um fjölda einstaklinga í bandalögum. Í greininni er því einnig ranglega haldið fram að meirihluti kvenna sé án háskólaprófs. Hið rétta er að 59% starfandi kvenna á aldrinum 25-64 ára eru með háskólapróf. Blandaður samningur sanngjarnari fyrir fyrirtæki og launafólk Samtök atvinnulífsins hafa sögulega séð verið höll undir kjarasamninga sem útfæra launahækkanir í krónutölum. Heildarkostnaður slíkra samninga fyrir fyrirtæki landsins er enda oft minni en kjarasamninga með jöfnum prósentuhækkunum. Krónutöluhækkanirnar leiða þó til mismikilla prósentuhækkana hjá fyrirtækjum og byrði kjarasamninga því misdreift. Krónutöluhækkanir jafngilda t.a.m. háum prósentuhækkunum í atvinnugreinum sem borga lægri laun t.d. í ferðaþjónustu og verslun. Fyrirtækjum sem hafa minnsta „svigrúmið til launahækkana“. Arðbærum stórfyrirtækjum með sérfræðinga innanborðs t.d. fjármálafyrirtækjum og hátæknifyrirtækjum er hlíft við dýrum kjarasamningum þegar útfærslan er í jafnri krónutölu. Þeim fyrirtækjum sem helst hafa efni á að greiða hærri laun án þess að velta hækkuninni í verðlag! Kjarasamningur með blandaðri leið prósentuhækkana og lágmarkskrónutöluhækkana gæti verið betur til þess fallinn að koma í veg fyrir átök á vinnumarkaði og draga úr verðbólguþrýstingi. Laun hjá meginþorra launafólks myndu hækka hlutfallslega jafnt en lágmarkskrónutala myndi tryggja láglaunafólki meiri hlutfallshækkanir en öðrum. Hagvaxtarauki yrði í öllum samningum og aðkoma ríkis og sveitarfélaga myndi skapa frekari varnir fyrir þau sem minnst hafa milli handanna. Allir þurfa að koma að fjármögnun sáttmálans Af fréttum að dæma fara samningsaðilar SA og „breiðfylkingar ASÍ“ fram á 20-30 milljarða innspýtingu skattgreiðenda í bótakerfin, án þess að meiri tekna verði aflað á móti t.d. frá ríkasta 0,1% landsmanna. Að óbreyttu skattkerfi verður aðgerðin því að mestu fjármögnuð af millistéttinni í formi beinna og óbeinna skatta. Óþarft er að rekja hér andstöðu SA við aukna skattheimtu á stórfyrirtæki, nægir að nefna hækkun auðlindagjalds eða hækkun fjármagnstekjuskatta. Skortur á samtali milli almenns- og opinbers vinnumarkaðar er einn helsti gallinn á íslenska vinnumarkaðslíkaninu en núverandi aðstæður bjóða loks upp á tækifæri til að taka á þeim vanda. SA, ASÍ, BHM, BSRB, KÍ, sveitarfélög og ríki þurfa nú að eiga yfirvegað samtal um samfélagssáttmálann. Samfélagssáttmála sem er ekki að mestu borinn af millistéttinni og litlum fyrirtækjum. Ef okkur tekst vel til ættu samningsaðilar, launagreiðendur og stéttarfélög, að geta gengið frá hagfelldum kjarasamningum fljótt og örugglega. Að gefnu tilefni skal skýrt tekið fram að BHM styður alla viðleitni til að bæta kjör láglaunahópa en hvetur aðila til að horfa heildstætt á málin og verkefnið framundan. Höfundur er formaður BHM.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar