Ekkert mannað geimskot til tunglsins á þessu ári Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2024 09:48 Frá geimskoti Artemis 1 í nóvember 2022. NASA/Joel Kowsky Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að næsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar verði frestað til næsta árs. Artemis 2 átti að eiga sér stað á þessu ári en þá átti að senda þrjá geimfara á sporbraut um tunglið. Nú stendur til að skjóta geimförunum af stað í september 2025. Artemis 3, þar sem geimfarar eiga að lenda aftur á yfirborði tunglsins, á þá að eiga sér stað í september 2026. Í yfirlýsingu á vef NASA segir að frestunin eigi að gefa þeim sem að geimskotunum koma tíma til að vinna sig í gegnum ýmsar áskoranir sem tengist verkefninu. Það allra mikilvægasta sé að tryggja öryggi geimfaranna. Sjá einnig: Kynnti áhöfnina sem á að fara aftur til tunglsins Meðal þeirra vandamála sem verið er að leysa eru mál sem snúa að Orion-geimfarinu. Vandræði hafa komið upp varðandi rafhlöður þeirra og loftræstikerfi, auk annarra. Þá stendur yfir rannsókn á því hvernig hluti af hitaskildi geimfarsins losnaði af því þegar Artemis 1 var skotið á loft. Breytingarnar eiga einnig að gefa starfsmönnum SpaceX og Blue Origin meiri tíma til að þróa tækni til að lenda geimförunum á tunglinu og starfsmönnum Axiom Space lengri tíma til að klára þróun nýrra kynslóðar geimbúninga. Innri endurskoðandi NASA birti árið 2021 skýrslu þar sem fram kom að líklega yrði ekki hægt að lenda geimförum á tunglinu árið 2024, eins og til stóð þá. Meðal annars var það vegna vandræða við þróun nýju geimbúninganna. Sú vinna hefur staðið yfir í um sautján ár. Artemis-áætlunin svokallaða snýr að því að koma mönnum aftur til tunglsins og koma þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið, eins og til Mars. Ein geimferð hefur verið til tunglsins vegna Artemis en sú var ómönnuð. Bandarískir geimfarar lentu síðast geimfari á tunglinu í desember 1972. Það var Apollo 17 þegar þeir Gene Cernan og Harrison Schmitt urðu ellefti og tólfti maðurinn til að ganga á yfirborði tunglsins. Í grískri goðafræði er Artemis systir Apollo. Fresta einnig fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar Hluti af Artemis-áætluninni snýr að því að koma geimstöð sem ber nafnið Gateway á braut um tunglið. Fyrsta geimskotið vegna Gateway átti að eiga stað í október á næsta ári en því hefur nú verið frestað um ótilgreindan tíma. Til stendur að skjóta fyrsta hluta Gateway geimstöðvarinnar á loft í tengslum við Artemis 4, sem á að fara á loft árið 2028. Artemis-áætlunin Bandaríkin Geimurinn Tunglið SpaceX Tengdar fréttir Tungllending ekki möguleg vegna eldsneytisleka Fyrsta tilraun Bandaríkjamanna til að lenda geimfari á tunglinu í rúm fimmtíu ár virðist ekki ætla að ganga eftir. Eldsneyti ku leka út úr lendingarfarinu Peregrine og er talið að farið muni missa getu til að endurhlaða rafhlöður sínar á miðvikudaginn. 9. janúar 2024 09:33 Geimárið 2023: Vísindastörf í geimnum ná nýjum hæðum Eins og undanfarin ár hefur margt átt sér stað í geimnum og í geimvísindum á jörðinni. Geimskotum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og mun þeim fjölga áfram. 19. desember 2023 08:00 Bezos sýndi nýtt tunglfar Blue Origin, geimferðafyrirtæki auðjöfursins Jeff Bezos, sýndi á dögunum hvernig nýtt tunglfar fyrirtækisins á að líta út. Geimfar þetta á að geta borið þrjú tonn af farmi til tunglsins og lent þar. 29. október 2023 14:36 Bein útsending: Opinbera nýja búninga fyrir tunglferðir komandi ára Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og fyrirtækisins Axiom Space ætla að kynna nýja geimbúninga sem notaðir verða í Artemis áætluninni í dag. Um er að ræða búninga sem geimfarar munu væntanlega klæðast yfirborði tunglsins á komandi árum. 15. mars 2023 14:00 Lending Orion tókst vel og gagnavinnsla næst á dagskrá Verkefni geimfarsins Orion lauk fyrr í kvöld þegar það lenti í Kyrrahafi eftir tæpan mánuð á flugi umhverfis tunglið. 11. desember 2022 23:02 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Nú stendur til að skjóta geimförunum af stað í september 2025. Artemis 3, þar sem geimfarar eiga að lenda aftur á yfirborði tunglsins, á þá að eiga sér stað í september 2026. Í yfirlýsingu á vef NASA segir að frestunin eigi að gefa þeim sem að geimskotunum koma tíma til að vinna sig í gegnum ýmsar áskoranir sem tengist verkefninu. Það allra mikilvægasta sé að tryggja öryggi geimfaranna. Sjá einnig: Kynnti áhöfnina sem á að fara aftur til tunglsins Meðal þeirra vandamála sem verið er að leysa eru mál sem snúa að Orion-geimfarinu. Vandræði hafa komið upp varðandi rafhlöður þeirra og loftræstikerfi, auk annarra. Þá stendur yfir rannsókn á því hvernig hluti af hitaskildi geimfarsins losnaði af því þegar Artemis 1 var skotið á loft. Breytingarnar eiga einnig að gefa starfsmönnum SpaceX og Blue Origin meiri tíma til að þróa tækni til að lenda geimförunum á tunglinu og starfsmönnum Axiom Space lengri tíma til að klára þróun nýrra kynslóðar geimbúninga. Innri endurskoðandi NASA birti árið 2021 skýrslu þar sem fram kom að líklega yrði ekki hægt að lenda geimförum á tunglinu árið 2024, eins og til stóð þá. Meðal annars var það vegna vandræða við þróun nýju geimbúninganna. Sú vinna hefur staðið yfir í um sautján ár. Artemis-áætlunin svokallaða snýr að því að koma mönnum aftur til tunglsins og koma þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið, eins og til Mars. Ein geimferð hefur verið til tunglsins vegna Artemis en sú var ómönnuð. Bandarískir geimfarar lentu síðast geimfari á tunglinu í desember 1972. Það var Apollo 17 þegar þeir Gene Cernan og Harrison Schmitt urðu ellefti og tólfti maðurinn til að ganga á yfirborði tunglsins. Í grískri goðafræði er Artemis systir Apollo. Fresta einnig fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar Hluti af Artemis-áætluninni snýr að því að koma geimstöð sem ber nafnið Gateway á braut um tunglið. Fyrsta geimskotið vegna Gateway átti að eiga stað í október á næsta ári en því hefur nú verið frestað um ótilgreindan tíma. Til stendur að skjóta fyrsta hluta Gateway geimstöðvarinnar á loft í tengslum við Artemis 4, sem á að fara á loft árið 2028.
Artemis-áætlunin Bandaríkin Geimurinn Tunglið SpaceX Tengdar fréttir Tungllending ekki möguleg vegna eldsneytisleka Fyrsta tilraun Bandaríkjamanna til að lenda geimfari á tunglinu í rúm fimmtíu ár virðist ekki ætla að ganga eftir. Eldsneyti ku leka út úr lendingarfarinu Peregrine og er talið að farið muni missa getu til að endurhlaða rafhlöður sínar á miðvikudaginn. 9. janúar 2024 09:33 Geimárið 2023: Vísindastörf í geimnum ná nýjum hæðum Eins og undanfarin ár hefur margt átt sér stað í geimnum og í geimvísindum á jörðinni. Geimskotum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og mun þeim fjölga áfram. 19. desember 2023 08:00 Bezos sýndi nýtt tunglfar Blue Origin, geimferðafyrirtæki auðjöfursins Jeff Bezos, sýndi á dögunum hvernig nýtt tunglfar fyrirtækisins á að líta út. Geimfar þetta á að geta borið þrjú tonn af farmi til tunglsins og lent þar. 29. október 2023 14:36 Bein útsending: Opinbera nýja búninga fyrir tunglferðir komandi ára Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og fyrirtækisins Axiom Space ætla að kynna nýja geimbúninga sem notaðir verða í Artemis áætluninni í dag. Um er að ræða búninga sem geimfarar munu væntanlega klæðast yfirborði tunglsins á komandi árum. 15. mars 2023 14:00 Lending Orion tókst vel og gagnavinnsla næst á dagskrá Verkefni geimfarsins Orion lauk fyrr í kvöld þegar það lenti í Kyrrahafi eftir tæpan mánuð á flugi umhverfis tunglið. 11. desember 2022 23:02 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Tungllending ekki möguleg vegna eldsneytisleka Fyrsta tilraun Bandaríkjamanna til að lenda geimfari á tunglinu í rúm fimmtíu ár virðist ekki ætla að ganga eftir. Eldsneyti ku leka út úr lendingarfarinu Peregrine og er talið að farið muni missa getu til að endurhlaða rafhlöður sínar á miðvikudaginn. 9. janúar 2024 09:33
Geimárið 2023: Vísindastörf í geimnum ná nýjum hæðum Eins og undanfarin ár hefur margt átt sér stað í geimnum og í geimvísindum á jörðinni. Geimskotum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og mun þeim fjölga áfram. 19. desember 2023 08:00
Bezos sýndi nýtt tunglfar Blue Origin, geimferðafyrirtæki auðjöfursins Jeff Bezos, sýndi á dögunum hvernig nýtt tunglfar fyrirtækisins á að líta út. Geimfar þetta á að geta borið þrjú tonn af farmi til tunglsins og lent þar. 29. október 2023 14:36
Bein útsending: Opinbera nýja búninga fyrir tunglferðir komandi ára Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og fyrirtækisins Axiom Space ætla að kynna nýja geimbúninga sem notaðir verða í Artemis áætluninni í dag. Um er að ræða búninga sem geimfarar munu væntanlega klæðast yfirborði tunglsins á komandi árum. 15. mars 2023 14:00
Lending Orion tókst vel og gagnavinnsla næst á dagskrá Verkefni geimfarsins Orion lauk fyrr í kvöld þegar það lenti í Kyrrahafi eftir tæpan mánuð á flugi umhverfis tunglið. 11. desember 2022 23:02