„Við erum áhyggjufull yfir stöðu mála“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. janúar 2024 19:35 Þorgerður María Þorbjarnardóttir formaður Landverndar. Vísir Árið 2023 var hlýjasta ár frá upphafi mælinga. Hitastigið var að meðaltali 1,48 gráðum yfir meðalhitanum fyrir iðnbyltingu og því afar nærri 1,5 mörkunum sem kveðið er á um í Parísarsáttmálanum. Formaður Landverndar kveðst áhyggjufull af stöðunni og segir aðalatriðið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Á seinni hluta árs féllu hitamet á nærri hverjum degi og hiti sjávar hefur ekki mælst hærri. Fari meðalhitinn yfir eina og hálfa gráðu á þessu ári, líkt og sumir vísindamenn telja líklegt, er hins vegar ekki þar með sagt að heimsbyggðinni hafi mistekist að standa við Parísarsamkomulagið. Til þess þarf það að gerast nokkur ár í röð. Carlo Buontempo, framkvæmdastjóri Kópernikusar-verkefnis ESB sem birti niðurstöðurnar í dag segir árið það heitasta í um hundrað þúsund ár. „Ég vil endilega að þið meðtakið þetta. Þetta þýðir í rauninni að borgirnar okkar, vegirnir, minnismerkin, býlin okkar, í raun öll starfsemi mannanna, hefur aldrei þurft að kljást við svona heitt loftslag. Það voru engar borgir, engar bækur, enginn landbúnaður eða húsdýr á jörðinni síðast þegar hitinn var svona hér. Þetta kallar á grundvallarendurskoðun á því hvernig við metum umhverfisáhættu okkar þar sem saga okkar er ekki lengur góð heimild um það fordæmalausa loftslag sem við erum þegar farin að upplifa,“ segir Buontempo Rætt var við Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur formann Landverndar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segist áhyggjufull vegna stöðunnar sem kemur henni þó ekki á óvart. Klippa: Heitasta ár frá upphafi mælinga „Ég myndi auðvitað vilja sjá þetta fara í hina áttina en þetta kemur ekki á óvart miðað við að losun er búin að vera að aukast,“ segir Þorgerður. Hvað er í húfi til að halda hlýnun innan marka Parísarsáttmálans? „Það er fullt af vendipunktum sem eiga sér stað þegar við förum yfir þetta markmið og það er allt í húfi til þess að lífríki og súrnun sjávar og fullt af vendipunktum þarna sem við verðum að reyna að vera undir.“ Erum við að fara að rjúfa þakið á þessu ári? „Ég veit það ekki, ég þori ekki að spá til um það en ég held að muni halda áfram að vera þessi veðurofsi sem við erum búin að sjá aukast síðustu ár og örugglega fullt af hitametum slegin víða um heim,“ segir Þorgerður. „Ég veit ekki hvort næsta ár muni fara yfir einmitt þetta met en það er kannski ekki aðal atriðið heldur þurfum við að byrja að draga úr losuninni og það er það sem við eigum að vera að horfa á.“ Ertu áhyggjufull yfir þessari stöðu? „Auðvitað er ég það og ég held það taki margir í þann steng með mér, að við erum áhyggjufull yfir þessari stöðu mála.“ Umhverfismál Loftslagsmál Veður Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Á seinni hluta árs féllu hitamet á nærri hverjum degi og hiti sjávar hefur ekki mælst hærri. Fari meðalhitinn yfir eina og hálfa gráðu á þessu ári, líkt og sumir vísindamenn telja líklegt, er hins vegar ekki þar með sagt að heimsbyggðinni hafi mistekist að standa við Parísarsamkomulagið. Til þess þarf það að gerast nokkur ár í röð. Carlo Buontempo, framkvæmdastjóri Kópernikusar-verkefnis ESB sem birti niðurstöðurnar í dag segir árið það heitasta í um hundrað þúsund ár. „Ég vil endilega að þið meðtakið þetta. Þetta þýðir í rauninni að borgirnar okkar, vegirnir, minnismerkin, býlin okkar, í raun öll starfsemi mannanna, hefur aldrei þurft að kljást við svona heitt loftslag. Það voru engar borgir, engar bækur, enginn landbúnaður eða húsdýr á jörðinni síðast þegar hitinn var svona hér. Þetta kallar á grundvallarendurskoðun á því hvernig við metum umhverfisáhættu okkar þar sem saga okkar er ekki lengur góð heimild um það fordæmalausa loftslag sem við erum þegar farin að upplifa,“ segir Buontempo Rætt var við Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur formann Landverndar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segist áhyggjufull vegna stöðunnar sem kemur henni þó ekki á óvart. Klippa: Heitasta ár frá upphafi mælinga „Ég myndi auðvitað vilja sjá þetta fara í hina áttina en þetta kemur ekki á óvart miðað við að losun er búin að vera að aukast,“ segir Þorgerður. Hvað er í húfi til að halda hlýnun innan marka Parísarsáttmálans? „Það er fullt af vendipunktum sem eiga sér stað þegar við förum yfir þetta markmið og það er allt í húfi til þess að lífríki og súrnun sjávar og fullt af vendipunktum þarna sem við verðum að reyna að vera undir.“ Erum við að fara að rjúfa þakið á þessu ári? „Ég veit það ekki, ég þori ekki að spá til um það en ég held að muni halda áfram að vera þessi veðurofsi sem við erum búin að sjá aukast síðustu ár og örugglega fullt af hitametum slegin víða um heim,“ segir Þorgerður. „Ég veit ekki hvort næsta ár muni fara yfir einmitt þetta met en það er kannski ekki aðal atriðið heldur þurfum við að byrja að draga úr losuninni og það er það sem við eigum að vera að horfa á.“ Ertu áhyggjufull yfir þessari stöðu? „Auðvitað er ég það og ég held það taki margir í þann steng með mér, að við erum áhyggjufull yfir þessari stöðu mála.“
Umhverfismál Loftslagsmál Veður Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira