Katla María sú þriðja íslenska hjá Örebro Sindri Sverrisson skrifar 9. janúar 2024 17:01 Katla María og Íris Una Þórðardætur hafa spilað saman hjá Selfossi síðustu tvö tímabil en voru áður hjá Fylki og Kelfavík. Selfoss Knattspyrnukonan Katla María Þórðardóttir, sem borið hefur fyrirliðabandið í leikjum U23-landsliðsins á þessu ári, er farin frá Selfossi út í atvinnumennsku og hefur samið við sænska félagið Örebro. Samningur Kötlu Maríu er til næstu tveggja ára. Hún er þriðji Íslendingurinn sem fer til Örebro á tiltölulega skömmum tíma. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir fór fyrst til Örebro frá Breiðabliki í haust, áður en síðasta tímabili lauk, og í vetur fór svo samherji Kötlu Maríu frá Selfossi, Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir, til sænska félagsins. „Þetta er mjög góð tilfinning og ég hlakka til að flytja til Svíþjóðar. Ekki síst því ég hef heyrt margt gott um deildina. Það verður auðvitað stórt skref fyrir mig að spila í svona sterkri deild, en ég hef heyrt víða að Örebro sé duglegt við að þróa leikmenn og gefa ungum leikmönnum tækifæri til að sanna sig. Þetta heillaði mig,“ segir Katla María á vef Örebro. „Ég vona að þessi skipti gefi mér tækifæri til að þróast sem leikmaður og öðlast dýrmæta reynslu. Markmiðið er að sanna sig sem leikmaður á hæsta stigi,“ segir Katla María sem leikur bæði sem varnarsinnaður miðjumaður og sem miðvörður. Katla María er úr Keflavík og hefur, ásamt Írisi Unu tvíburasystur sinni, spilað fyrir Keflavík, Fylki og svo Selfoss síðustu tvö ár. Alls á Katla María, sem verður 23 ára í næsta mánuði, að baki 79 leiki í efstu deild hér á landi, einn A-landsleik og 41 leik fyrir yngri landslið Íslands. Sænski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Fleiri fréttir Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Samningur Kötlu Maríu er til næstu tveggja ára. Hún er þriðji Íslendingurinn sem fer til Örebro á tiltölulega skömmum tíma. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir fór fyrst til Örebro frá Breiðabliki í haust, áður en síðasta tímabili lauk, og í vetur fór svo samherji Kötlu Maríu frá Selfossi, Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir, til sænska félagsins. „Þetta er mjög góð tilfinning og ég hlakka til að flytja til Svíþjóðar. Ekki síst því ég hef heyrt margt gott um deildina. Það verður auðvitað stórt skref fyrir mig að spila í svona sterkri deild, en ég hef heyrt víða að Örebro sé duglegt við að þróa leikmenn og gefa ungum leikmönnum tækifæri til að sanna sig. Þetta heillaði mig,“ segir Katla María á vef Örebro. „Ég vona að þessi skipti gefi mér tækifæri til að þróast sem leikmaður og öðlast dýrmæta reynslu. Markmiðið er að sanna sig sem leikmaður á hæsta stigi,“ segir Katla María sem leikur bæði sem varnarsinnaður miðjumaður og sem miðvörður. Katla María er úr Keflavík og hefur, ásamt Írisi Unu tvíburasystur sinni, spilað fyrir Keflavík, Fylki og svo Selfoss síðustu tvö ár. Alls á Katla María, sem verður 23 ára í næsta mánuði, að baki 79 leiki í efstu deild hér á landi, einn A-landsleik og 41 leik fyrir yngri landslið Íslands.
Sænski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Fleiri fréttir Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira