Leigubílstjórar fá ekki árskort og kostnaður gæti margfaldast Árni Sæberg skrifar 10. janúar 2024 11:02 Stjórar þessara leigubifreiða við Leifsstöð hafa vafalítið margir verið handhafar árskorts. Vísir/Vilhelm Isavia hefur gert breytingar á gjaldheimtu á leigubílastæðinu við Leifsstöð. Stakt gjald fyrir innakstur á stæðið helst óbreytt en árskort standa ekki lengur til boða. Ljóst er að kostnaður leigubílstjóra sem vinna mikið við að aka fólki til og frá Keflavíkurflugvelli gæti margfaldast. Eftir að breytingarnar tóku gildi frá og með 8. janúar kostar 490 krónur að aka inn á leigubílastæðið í hvert skipti. Áður hafi staðið til boða að kaupa árskort inn á stæðið fyrir aðeins 120 þúsund krónur. Einfaldur útreikningur sýnir fram á að árskortið borgaði sig fyrir þá leigubílstjóra sem fóru 245 sinnum eða oftar inn á stæðið á ári. Nokkur fjöldi leigubílstjóra vinnur mikið við það að aka fólki til og frá Keflavíkurflugvelli, enda er mikið um viðskipta á þeim bænum. Ef gert er ráð fyrir því að leigubílstjóri vinni álíka mikið og meðalmaðurinn, um 220 daga á ári, og aki fjórum sinnum á dag inn á leigubílastæði við Leifsstöð, greiðir hann um 430 þúsund krónur á ári fyrir aðgang að stæðinu. Þar með er ekki sagt að ímyndaði leigubílstjórinn í dæminu hér að ofan þurfi að bera allan kostnaðinn sjálfur. Eftir gildistöku nýrra laga um leigubifreiðaakstur er heimilt að smyrja kostnaðinum ofan á svokallað startgjald leigubifreiðarinnar og þar með koma honum yfir á neytandann. Þurftu áður að greiða inni í flugstöðinni Í svari Isavia, sem rekur leigubílastæðið við Keflavíkurflugvöll, við fyrirspurn Vísis um breytinguna segir að breytingin sé tvenns konar. Annars vegar sæki leigubílstjórar nú um aðgang að leigubílastæði Keflavíkurflugvallar rafrænt en áður hafi það verið gert með því að mæta í flugstöðina og borga þar. „Hins vegar þá var greitt frá og með deginum í gær – 8. janúar 2024 – fyrir hverja innkeyrslu inn á leigubílasvæðið sama verð og var áður fyrir hverja ferð þannig að engin breyting er á því. Breytingin er hins vegar sú að ekki er lengur hægt að kaupa nokkurra skipta kort eða árskort inn á svæðið eins og áður.“ Nýtt og skilvirkara kerfi Þessi síðari breyting hafi verið gerð þar sem búið sé að setja upp bílastæðakerfi sem er með sama sniði og annars staðar á flugvallarsvæðinu. Það hafi verið gert á grundvelli útboðs sem fór fram á Evrópska efnahagssvæðinu á síðasta ári þar sem Autopay varð hlutskarpast. „Með breytingunni erum við að taka upp nýtt og skilvirkt kerfi sem býður upp á utanumhald á notkun leigubílasvæðisins sem áður var ekki mögulegt. Samgöngustofa hefur fylgst með breytingaferlinu og lýst yfir ánægju með nýja kerfi. Við höfum einnig fengið jákvæð viðbrögð frá hagaðilum sem við höfum upplýst um breytinguna.“ Leigubílar Keflavíkurflugvöllur Neytendur Suðurnesjabær Reykjanesbær Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Sjá meira
Eftir að breytingarnar tóku gildi frá og með 8. janúar kostar 490 krónur að aka inn á leigubílastæðið í hvert skipti. Áður hafi staðið til boða að kaupa árskort inn á stæðið fyrir aðeins 120 þúsund krónur. Einfaldur útreikningur sýnir fram á að árskortið borgaði sig fyrir þá leigubílstjóra sem fóru 245 sinnum eða oftar inn á stæðið á ári. Nokkur fjöldi leigubílstjóra vinnur mikið við það að aka fólki til og frá Keflavíkurflugvelli, enda er mikið um viðskipta á þeim bænum. Ef gert er ráð fyrir því að leigubílstjóri vinni álíka mikið og meðalmaðurinn, um 220 daga á ári, og aki fjórum sinnum á dag inn á leigubílastæði við Leifsstöð, greiðir hann um 430 þúsund krónur á ári fyrir aðgang að stæðinu. Þar með er ekki sagt að ímyndaði leigubílstjórinn í dæminu hér að ofan þurfi að bera allan kostnaðinn sjálfur. Eftir gildistöku nýrra laga um leigubifreiðaakstur er heimilt að smyrja kostnaðinum ofan á svokallað startgjald leigubifreiðarinnar og þar með koma honum yfir á neytandann. Þurftu áður að greiða inni í flugstöðinni Í svari Isavia, sem rekur leigubílastæðið við Keflavíkurflugvöll, við fyrirspurn Vísis um breytinguna segir að breytingin sé tvenns konar. Annars vegar sæki leigubílstjórar nú um aðgang að leigubílastæði Keflavíkurflugvallar rafrænt en áður hafi það verið gert með því að mæta í flugstöðina og borga þar. „Hins vegar þá var greitt frá og með deginum í gær – 8. janúar 2024 – fyrir hverja innkeyrslu inn á leigubílasvæðið sama verð og var áður fyrir hverja ferð þannig að engin breyting er á því. Breytingin er hins vegar sú að ekki er lengur hægt að kaupa nokkurra skipta kort eða árskort inn á svæðið eins og áður.“ Nýtt og skilvirkara kerfi Þessi síðari breyting hafi verið gerð þar sem búið sé að setja upp bílastæðakerfi sem er með sama sniði og annars staðar á flugvallarsvæðinu. Það hafi verið gert á grundvelli útboðs sem fór fram á Evrópska efnahagssvæðinu á síðasta ári þar sem Autopay varð hlutskarpast. „Með breytingunni erum við að taka upp nýtt og skilvirkt kerfi sem býður upp á utanumhald á notkun leigubílasvæðisins sem áður var ekki mögulegt. Samgöngustofa hefur fylgst með breytingaferlinu og lýst yfir ánægju með nýja kerfi. Við höfum einnig fengið jákvæð viðbrögð frá hagaðilum sem við höfum upplýst um breytinguna.“
Leigubílar Keflavíkurflugvöllur Neytendur Suðurnesjabær Reykjanesbær Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Sjá meira