Svandís og sjallarnir Sigmar Guðmundsson skrifar 9. janúar 2024 08:30 Enn eina ferðina eru ríkisstjórnarflokkarnir tveir, VG og Sjálfstæðisflokkur, að opinbera vandræðaganginn á stjórnarheimilinu. Að venju fylgist Framsókn hnípin með. Núna eru það lögbrot Svandísar Svavarsdóttur í hvalveiðimálinu sem ógna stjórnarsamstarfinu. Sjálfstæðismenn verða að svara því skýrt hvort Svandís Svavarsdóttir njóti trausts þeirra. Hún er ráðherra í þeirra skjóli. Staðan núna hefur ekkert með stjórnarandstöðuna að gera eða áform hennar þegar þing kemur saman. Það gerist eftir tvær vikur og þar sem vika er langur tími í pólitík, hljóta tvær að vera heil eilífð. Það liggur alveg fyrir að stjórnarandstöðuþingmenn styðja ekki ráðherra þessarar ríkisstjórnar, hvorki staka né sem hóp, og sætir það varla tíðindum. Stóru tíðindin eru auðvitað að þingmenn Sjálfstæðisflokksins styðja sennilega ekki lengur einn ráðherra ríkisstjórnarinnar. Þá liggur auðvitað fyrir að ráðherrann verður að víkja, nú eða stjórnin að fara frá. Þetta er því hvorki einkamál þessara þriggja flokka sem ríkisstjórnina mynda, né sérstakt úrlausnarefni fyrir stjórnarandstöðuna á meðan Alþingi er ekki að störfum. Best færi auðvitað á því að þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem ósáttastir eru með Svandísi Svavarsdóttur leggðu sjálfir fram tillögu um vantraust. Með því ynnist tvennt. Í fyrsta lagi gæfi það viðkomandi þingmönnum tækifæri til að standa með sannfæringu sinni í tillöguformi í stað þess að líta til stjórnarandstöðunnar. Í öðru lagi myndi það sjálfkrafa leiða til stjórnarslita og losa þjóðina, og ríkisstjórnarflokkana, undan þessari erindislausu áþján sem þetta samstarf er orðið fyrir alla. En átökin núna út af áliti umboðsmanns Alþingis snúast ekki bara um hvalveiðar. Það hefur skýrt komið fram hjá Sjálfstæðisflokknum að þetta snúist líka um verkefnin fram undan í Matvælaráðuneytinu „þannig að það sé samhljómur og ágreiningslaust milli stjórnarflokkanna.“ Það þýðir á mannamáli að áform Svandísar um breytingar í sjávarútvegsmálum og fiskeldi eru partur af jöfnunni. Það hefur ekki verið mikil stemmning í Sjálfstæðisflokknum fyrir áherslum Svandísar í þeim efnum, svo vægt sé til orða tekið. Hvalveiðarnar einar og sér fella ekki stjórnina. En þegar gamalkunnug varðstaða um hagsmuni stórútgerðar og fiskeldisfyrirtækja bætist við, þá er aldrei að vita hvað gerist. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Umboðsmaður Alþingis Hvalveiðar Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Enn eina ferðina eru ríkisstjórnarflokkarnir tveir, VG og Sjálfstæðisflokkur, að opinbera vandræðaganginn á stjórnarheimilinu. Að venju fylgist Framsókn hnípin með. Núna eru það lögbrot Svandísar Svavarsdóttur í hvalveiðimálinu sem ógna stjórnarsamstarfinu. Sjálfstæðismenn verða að svara því skýrt hvort Svandís Svavarsdóttir njóti trausts þeirra. Hún er ráðherra í þeirra skjóli. Staðan núna hefur ekkert með stjórnarandstöðuna að gera eða áform hennar þegar þing kemur saman. Það gerist eftir tvær vikur og þar sem vika er langur tími í pólitík, hljóta tvær að vera heil eilífð. Það liggur alveg fyrir að stjórnarandstöðuþingmenn styðja ekki ráðherra þessarar ríkisstjórnar, hvorki staka né sem hóp, og sætir það varla tíðindum. Stóru tíðindin eru auðvitað að þingmenn Sjálfstæðisflokksins styðja sennilega ekki lengur einn ráðherra ríkisstjórnarinnar. Þá liggur auðvitað fyrir að ráðherrann verður að víkja, nú eða stjórnin að fara frá. Þetta er því hvorki einkamál þessara þriggja flokka sem ríkisstjórnina mynda, né sérstakt úrlausnarefni fyrir stjórnarandstöðuna á meðan Alþingi er ekki að störfum. Best færi auðvitað á því að þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem ósáttastir eru með Svandísi Svavarsdóttur leggðu sjálfir fram tillögu um vantraust. Með því ynnist tvennt. Í fyrsta lagi gæfi það viðkomandi þingmönnum tækifæri til að standa með sannfæringu sinni í tillöguformi í stað þess að líta til stjórnarandstöðunnar. Í öðru lagi myndi það sjálfkrafa leiða til stjórnarslita og losa þjóðina, og ríkisstjórnarflokkana, undan þessari erindislausu áþján sem þetta samstarf er orðið fyrir alla. En átökin núna út af áliti umboðsmanns Alþingis snúast ekki bara um hvalveiðar. Það hefur skýrt komið fram hjá Sjálfstæðisflokknum að þetta snúist líka um verkefnin fram undan í Matvælaráðuneytinu „þannig að það sé samhljómur og ágreiningslaust milli stjórnarflokkanna.“ Það þýðir á mannamáli að áform Svandísar um breytingar í sjávarútvegsmálum og fiskeldi eru partur af jöfnunni. Það hefur ekki verið mikil stemmning í Sjálfstæðisflokknum fyrir áherslum Svandísar í þeim efnum, svo vægt sé til orða tekið. Hvalveiðarnar einar og sér fella ekki stjórnina. En þegar gamalkunnug varðstaða um hagsmuni stórútgerðar og fiskeldisfyrirtækja bætist við, þá er aldrei að vita hvað gerist. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun