Brjóta verði upp fákeppnisaðstöðu skipafélaganna tveggja Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. janúar 2024 18:10 Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin og VR funduðu með borgar- og hafnaryfirvöldum í Reykjavík vegna samkeppni í flutningi og fákeppnisstöðu Eimskipa og Samskipa. Vísir/Vilhelm Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin og VR funduðu í dag með borgar- og hafnaryfirvöldum í Reykjavík til að ræða samkeppnisumhverfið í Sundahöfn, í framhaldi af ákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna samráðs stóru skipafélaganna tveggja. Þetta kemur fram í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér til fjölmiðla. Meðal þeirra sem sátu fundinn voru Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri; Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, stjórnarformaður Faxaflóahafna og Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri. Þar segir að á fundinum hafi komið fram skýr pólitískur vilji borgaryfirvalda til að fylgja eftir tilmælum SKE um „að tryggt verði að nýir og minni aðilar geti fengið aðstöðu og viðeigandi þjónustu, sem geri þeim kleift að keppa, án mismununar, við stærri aðila í sjóflutningum“. Enn fremur segir að vinna sé hafin á vegum Faxaflóahafna við að breyta rekstrarlíkani Sundahafnar þannig að fleiri skipafélög hafi aðgang að hafnaraðstöðu og þjónustu. Hagsmunamál að brjóta upp fákeppnisaðstaða skipafélaganna sé brotin upp Samtökin þrjú taki höndum saman í málinu af því þau telji það stórt hagsmunamál fyrirtækja, neytenda og launþega að „fákeppnisaðstaða Eimskips og Samskipa í Sundahöfn verði brotin upp og þannig búið um hnútana að önnur skipafélög fái sanngjarnan aðgang að þjónustu og aðstöðu“ í stærstu vöruflutningahöfn landsins. Þá segir að á fundinum hafi verið bent á að flutningskostnaður væri stór áhrifaþáttur í almennu vöruverði og skipti miklu máli á tímum verðbólgu. Fram kom að vinna væri hafin á vegum hafnanna við að efla samkeppni og bæta aðgang keppinauta Samskipa og Eimskips að aðstöðu og þjónustu. Hins vegar væri það hvorki einfalt verkefni né fljótunnið. Samtökin segja fundinn hafa verið jákvæðan og að þau muni áfram vinna að því að þrýsta á stjórnvöld að bregðast við tilmælum Samkeppniseftirlitsins og tryggja virka samkeppni í vöruflutningum. Samtökin séu nú að vinna að mati á því tjóni, sem samráð stóru skipafélaganna olli fyrirtækjum og neytendum. Skipaflutningar Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér til fjölmiðla. Meðal þeirra sem sátu fundinn voru Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri; Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, stjórnarformaður Faxaflóahafna og Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri. Þar segir að á fundinum hafi komið fram skýr pólitískur vilji borgaryfirvalda til að fylgja eftir tilmælum SKE um „að tryggt verði að nýir og minni aðilar geti fengið aðstöðu og viðeigandi þjónustu, sem geri þeim kleift að keppa, án mismununar, við stærri aðila í sjóflutningum“. Enn fremur segir að vinna sé hafin á vegum Faxaflóahafna við að breyta rekstrarlíkani Sundahafnar þannig að fleiri skipafélög hafi aðgang að hafnaraðstöðu og þjónustu. Hagsmunamál að brjóta upp fákeppnisaðstaða skipafélaganna sé brotin upp Samtökin þrjú taki höndum saman í málinu af því þau telji það stórt hagsmunamál fyrirtækja, neytenda og launþega að „fákeppnisaðstaða Eimskips og Samskipa í Sundahöfn verði brotin upp og þannig búið um hnútana að önnur skipafélög fái sanngjarnan aðgang að þjónustu og aðstöðu“ í stærstu vöruflutningahöfn landsins. Þá segir að á fundinum hafi verið bent á að flutningskostnaður væri stór áhrifaþáttur í almennu vöruverði og skipti miklu máli á tímum verðbólgu. Fram kom að vinna væri hafin á vegum hafnanna við að efla samkeppni og bæta aðgang keppinauta Samskipa og Eimskips að aðstöðu og þjónustu. Hins vegar væri það hvorki einfalt verkefni né fljótunnið. Samtökin segja fundinn hafa verið jákvæðan og að þau muni áfram vinna að því að þrýsta á stjórnvöld að bregðast við tilmælum Samkeppniseftirlitsins og tryggja virka samkeppni í vöruflutningum. Samtökin séu nú að vinna að mati á því tjóni, sem samráð stóru skipafélaganna olli fyrirtækjum og neytendum.
Skipaflutningar Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira