Brjóta verði upp fákeppnisaðstöðu skipafélaganna tveggja Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. janúar 2024 18:10 Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin og VR funduðu með borgar- og hafnaryfirvöldum í Reykjavík vegna samkeppni í flutningi og fákeppnisstöðu Eimskipa og Samskipa. Vísir/Vilhelm Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin og VR funduðu í dag með borgar- og hafnaryfirvöldum í Reykjavík til að ræða samkeppnisumhverfið í Sundahöfn, í framhaldi af ákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna samráðs stóru skipafélaganna tveggja. Þetta kemur fram í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér til fjölmiðla. Meðal þeirra sem sátu fundinn voru Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri; Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, stjórnarformaður Faxaflóahafna og Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri. Þar segir að á fundinum hafi komið fram skýr pólitískur vilji borgaryfirvalda til að fylgja eftir tilmælum SKE um „að tryggt verði að nýir og minni aðilar geti fengið aðstöðu og viðeigandi þjónustu, sem geri þeim kleift að keppa, án mismununar, við stærri aðila í sjóflutningum“. Enn fremur segir að vinna sé hafin á vegum Faxaflóahafna við að breyta rekstrarlíkani Sundahafnar þannig að fleiri skipafélög hafi aðgang að hafnaraðstöðu og þjónustu. Hagsmunamál að brjóta upp fákeppnisaðstaða skipafélaganna sé brotin upp Samtökin þrjú taki höndum saman í málinu af því þau telji það stórt hagsmunamál fyrirtækja, neytenda og launþega að „fákeppnisaðstaða Eimskips og Samskipa í Sundahöfn verði brotin upp og þannig búið um hnútana að önnur skipafélög fái sanngjarnan aðgang að þjónustu og aðstöðu“ í stærstu vöruflutningahöfn landsins. Þá segir að á fundinum hafi verið bent á að flutningskostnaður væri stór áhrifaþáttur í almennu vöruverði og skipti miklu máli á tímum verðbólgu. Fram kom að vinna væri hafin á vegum hafnanna við að efla samkeppni og bæta aðgang keppinauta Samskipa og Eimskips að aðstöðu og þjónustu. Hins vegar væri það hvorki einfalt verkefni né fljótunnið. Samtökin segja fundinn hafa verið jákvæðan og að þau muni áfram vinna að því að þrýsta á stjórnvöld að bregðast við tilmælum Samkeppniseftirlitsins og tryggja virka samkeppni í vöruflutningum. Samtökin séu nú að vinna að mati á því tjóni, sem samráð stóru skipafélaganna olli fyrirtækjum og neytendum. Skipaflutningar Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér til fjölmiðla. Meðal þeirra sem sátu fundinn voru Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri; Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, stjórnarformaður Faxaflóahafna og Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri. Þar segir að á fundinum hafi komið fram skýr pólitískur vilji borgaryfirvalda til að fylgja eftir tilmælum SKE um „að tryggt verði að nýir og minni aðilar geti fengið aðstöðu og viðeigandi þjónustu, sem geri þeim kleift að keppa, án mismununar, við stærri aðila í sjóflutningum“. Enn fremur segir að vinna sé hafin á vegum Faxaflóahafna við að breyta rekstrarlíkani Sundahafnar þannig að fleiri skipafélög hafi aðgang að hafnaraðstöðu og þjónustu. Hagsmunamál að brjóta upp fákeppnisaðstaða skipafélaganna sé brotin upp Samtökin þrjú taki höndum saman í málinu af því þau telji það stórt hagsmunamál fyrirtækja, neytenda og launþega að „fákeppnisaðstaða Eimskips og Samskipa í Sundahöfn verði brotin upp og þannig búið um hnútana að önnur skipafélög fái sanngjarnan aðgang að þjónustu og aðstöðu“ í stærstu vöruflutningahöfn landsins. Þá segir að á fundinum hafi verið bent á að flutningskostnaður væri stór áhrifaþáttur í almennu vöruverði og skipti miklu máli á tímum verðbólgu. Fram kom að vinna væri hafin á vegum hafnanna við að efla samkeppni og bæta aðgang keppinauta Samskipa og Eimskips að aðstöðu og þjónustu. Hins vegar væri það hvorki einfalt verkefni né fljótunnið. Samtökin segja fundinn hafa verið jákvæðan og að þau muni áfram vinna að því að þrýsta á stjórnvöld að bregðast við tilmælum Samkeppniseftirlitsins og tryggja virka samkeppni í vöruflutningum. Samtökin séu nú að vinna að mati á því tjóni, sem samráð stóru skipafélaganna olli fyrirtækjum og neytendum.
Skipaflutningar Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira