Mátti reka ólétta konu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. janúar 2024 17:01 Konan starfaði í verslun á Keflavíkurflugvelli í um einn og hálfan mánuð áður en henni var sagt upp störfum. Vísir/Vilhelm Fyrirtæki, sem meðal annars rekur verslun í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli, hefur verið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfum fyrrverandi starfsmanns, sem var rekin þegar hún var barnshafandi. Málið má rekja aftur til vormánaða 2022 þegar konan var ráðin til starfa hjá versluninni á Keflavíkurflugvelli. Hún var, samkvæmt dómi, ráðin til starfa munnlega 20. apríl í 40 prósent vinnu en svo gengið frá ráðningarsamningi formlega 27. maí 2022. Viku síðar, þann 3. júní, var konunni sagt upp störfum en þá var hún barnshafandi. Fram kemur í dómnum að 1. júní þetta ár hafi konan greint samstarfsmanni sínum að hún væri barnshafandi. Umræddur samstarfsmaður hafði unnið í versluninni síðan í desember 2021 og hafði til að mynda tekið á móti konunni fyrsta vinnudag hennar. Deilt var um fyrir dómi hvort samstarfsmaðurinn teldist til yfirmanns, sem héraðsdómur mat hann ekki vera. Ítrekuð veikindi á stuttum starfstíma Daginn eftir, 2. júní, mætti konan ekki til vinnu vegna veikinda og daginn eftir það, 3. júní, var konunni sagt upp störfum símleiðis af framkvæmdastjóra. Samdægurs barst henni uppsagnarbréf þar sem fram kom að uppsögnin tæki gildi þegar í stað. Ástæða uppsagnarinnar var sögð sú að fyrirtækið taldi sig ekki geta staðið við áður umsamið starfshlutfall. Þar að auki hafi mæting konunnar ekki staðist væntingar. Af 23 vöktum frá fyrsta vinnudegi hafi konan verið fjarverandi eða veik í fimm skipti og einu sinni mætt þrjátíu mínútum of seint. Samstarfsmaðurinn ekki næsti yfirmaður Konan mótmælti uppsögninni skriflega 7. júní 2022 með vísan í ákvæði í kjarasamningi um réttindi hennar vegna þess að hún væri barnshafandi. Daginn eftir svaraði framkvæmdastjórinn bréfinu þar sem fram kom að hún hafi ekki haft vitneskju um að konan bæri barn undir belti, hvorki þegar ákvörðun um uppsögnina var tekin né þegar konunni var tilkynnt um uppsögnina. Vísaði framkvæmdastjórinn jafnframt til þess að samstarfsmaðurinn, sem konan hafði trúað fyrir að hún væri barnshafandi, væri ekki yfirmaður heldur væri framkvæmdastjórinn sjálfur næsti yfirmaður konunnar. Þá hafi framkvæmdastjórinn rætt við samstarfsmanninn sem hafi greint henni frá því að konan hafi trúað sér fyrir upplýsingunum en óskað eftir að hún héldi þeim fyrir sig. Konan fór fram á að fá greiddar bætur vegna ólögmætrar uppsagnar sem nemi launum fram að fæðingu barnsins, sem fæddist í lok janúar 2023. Þá fór hún fram á að fá greidda desember- og orlofsuppbót og orlof. Heildarfjárhæðin nemur rúmum 1,9 milljónum króna. Fram kemur í niðurstöðukafla dómsins að hann geti ekki fallist á að það eitt að samstarfsmaðurinn hafi tekið á móti konunni fyrsta starfsdag hennar, annast þjálfun hennar og fundið fyrir hana vinnuföt geti leitt til að hann verði talinn yfirmaður konunnar. „Þá verður að mati dómsins að miða við það að upplýsingar um þungun sem sölufulltrúi verslunar veitir samstarfsmanni, sem gegnir sömu stöðu og er því ekki yfirmaður þar, teljist ekki tilkynning til vinnuveitanda í skilningi lagaákvæðsins.“ Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Málið má rekja aftur til vormánaða 2022 þegar konan var ráðin til starfa hjá versluninni á Keflavíkurflugvelli. Hún var, samkvæmt dómi, ráðin til starfa munnlega 20. apríl í 40 prósent vinnu en svo gengið frá ráðningarsamningi formlega 27. maí 2022. Viku síðar, þann 3. júní, var konunni sagt upp störfum en þá var hún barnshafandi. Fram kemur í dómnum að 1. júní þetta ár hafi konan greint samstarfsmanni sínum að hún væri barnshafandi. Umræddur samstarfsmaður hafði unnið í versluninni síðan í desember 2021 og hafði til að mynda tekið á móti konunni fyrsta vinnudag hennar. Deilt var um fyrir dómi hvort samstarfsmaðurinn teldist til yfirmanns, sem héraðsdómur mat hann ekki vera. Ítrekuð veikindi á stuttum starfstíma Daginn eftir, 2. júní, mætti konan ekki til vinnu vegna veikinda og daginn eftir það, 3. júní, var konunni sagt upp störfum símleiðis af framkvæmdastjóra. Samdægurs barst henni uppsagnarbréf þar sem fram kom að uppsögnin tæki gildi þegar í stað. Ástæða uppsagnarinnar var sögð sú að fyrirtækið taldi sig ekki geta staðið við áður umsamið starfshlutfall. Þar að auki hafi mæting konunnar ekki staðist væntingar. Af 23 vöktum frá fyrsta vinnudegi hafi konan verið fjarverandi eða veik í fimm skipti og einu sinni mætt þrjátíu mínútum of seint. Samstarfsmaðurinn ekki næsti yfirmaður Konan mótmælti uppsögninni skriflega 7. júní 2022 með vísan í ákvæði í kjarasamningi um réttindi hennar vegna þess að hún væri barnshafandi. Daginn eftir svaraði framkvæmdastjórinn bréfinu þar sem fram kom að hún hafi ekki haft vitneskju um að konan bæri barn undir belti, hvorki þegar ákvörðun um uppsögnina var tekin né þegar konunni var tilkynnt um uppsögnina. Vísaði framkvæmdastjórinn jafnframt til þess að samstarfsmaðurinn, sem konan hafði trúað fyrir að hún væri barnshafandi, væri ekki yfirmaður heldur væri framkvæmdastjórinn sjálfur næsti yfirmaður konunnar. Þá hafi framkvæmdastjórinn rætt við samstarfsmanninn sem hafi greint henni frá því að konan hafi trúað sér fyrir upplýsingunum en óskað eftir að hún héldi þeim fyrir sig. Konan fór fram á að fá greiddar bætur vegna ólögmætrar uppsagnar sem nemi launum fram að fæðingu barnsins, sem fæddist í lok janúar 2023. Þá fór hún fram á að fá greidda desember- og orlofsuppbót og orlof. Heildarfjárhæðin nemur rúmum 1,9 milljónum króna. Fram kemur í niðurstöðukafla dómsins að hann geti ekki fallist á að það eitt að samstarfsmaðurinn hafi tekið á móti konunni fyrsta starfsdag hennar, annast þjálfun hennar og fundið fyrir hana vinnuföt geti leitt til að hann verði talinn yfirmaður konunnar. „Þá verður að mati dómsins að miða við það að upplýsingar um þungun sem sölufulltrúi verslunar veitir samstarfsmanni, sem gegnir sömu stöðu og er því ekki yfirmaður þar, teljist ekki tilkynning til vinnuveitanda í skilningi lagaákvæðsins.“
Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira