Raunhæfar kjarabætur í sjónmáli Guðjón Sigurbjartsson skrifar 7. janúar 2024 09:01 Að hækka laun án þess að til hafi orðið aukin verðmæti, þýðir ekki kjarabætur heldur verðbólgu með tilheyrandi tjóni fyrir alla, sérstaklega þá sem síst skyldi. Það nægir ekki að hafa góðar tekjur ef föstu útgjöldin eru hærri. Ef bæta á kjörin þarf að auka það sem er til skiptanna. Það er oft sagt að við séum rík þjóð. Það er bara hálf sagan. Við höfum vissulega nokkuð háar landstekjur á mann, en á móti kemur að við höfum hæstu grunnútgjöld á mann á heimsvísu. Hér strögla því allt of margir fjárhagslega. Fólk sér tekjurnar fjúka út um hver mánaðamót og margir eiga minna en ekkert eftir til að lifa lífinu. Þetta er alvarlegt sérstaklega þegar um fátækt barnafólk er að ræða. Góðu fréttirnar eru að við getum auðveldlega bætt stöðuna verulega. Til þess þarf aðallega réttsýni og samstöðu. Hér er um hvernig við gerum þetta. Tökum upp Evruna Vextir á íbúðalánum í krónum hafa um árabil verið rúmlega 4% hærri á Íslandi en í Evrulöndunum. Meðalfjárhæð nýrra íbúðalána er nú um 50 millj. kr og vaxtakostnaður af þeirri upphæð er því um 2 millj. kr hærri á ári en af samsvarandi Evruláni. Það jafngildir 170 þús. kr hærri vaxtakostnaði á mánuði. Upptaka Evrunnar í stað krónunnar mun líka draga úr sveiflum, efla efnahagslegan stöðugleika og þar með fjölga góðum fyrirtækjum sem greiða góð laun og lækka verðlag. Við gætum meira að segja farið að taka lán í erlendum bönkum, gegnum netið. Þar með fá hérlendir bankar alvöru samkeppni. Vissulega þyrftum við að ganga í Evrópusambandið en það er hvort sem er til bóta og eðlileg þróun. Fyrir meðalheimili sem sum eru skuldlítil myndi Evran þýða á milli 50 og 100.000 kr kostnaðarlækkun á mánuði og aðild að Evrópusambandinu þýðir að við fengjum verðugan sess við stjórnvöl sambandsins. Hágæða almenningssamgöngur Hágæða almenningssamgöngur svo sem borgarlínan gefa fólki kost á að sleppa því að eiga bíl eða auka bíl. Hver bíll sem sleppt er lækkar kostnað á heimili um nálægt 50.000 kr á mánuði. Fellum niður tolla Fella ætti niður matartolla sem eru verstu tollarnir fyrir fátækt fólk en samt nánast einu tollarnir sem eftir eru. Um leið þyrfti að markaðsvæða landbúnaðinn og auka grunnstuðning við bændur. Markmiðið að þeir bændur sem vel standa sig geti bætt sinn hag með útsjónarsemi og dugnaði jafnframt því sem þeir þróa og koma á markað vöru sem selst með góðri framlegð. Þetta er nokkuð sem löngu er búið að gera í Evrópu. Evróusambandið styrkir bændur á jaðarsvæðum, sbr. styrki til bænda í nyrðri hluta Svíþjóðar og Finnlands, og reikna má með að sama yrði uppi á teningnum hér á landi. Hagur bænda gæti því batnað umtalsvert, jafnframt því sem hagur neytenda batnaði. Við ættum að horfa á matvælaframleiðslu á heimsvísu og spyrja okkur - Hvernig nýtum við fjármagn og mannafli sem best til að auka matvælaframleiðslu á verði sem gengur fyrir sem flesta. Hér er margt háskólamenntað landbúnaðarfólk sem gæti við réttar aðstæður í þróunarlöndum stuðlað að marfaldri matvælaframleiðslu á við það sem sama fjármang og mannafli getur hér á landi. Þannig hjálpum við þeim og okkur í leiðinni. Niðurfelling matartolla myndi lækka útgjöld um nálægt 15.000 kr á mann á mánuði sem gerir um 60.000 kr fyrir meðalfjölskyldu. Virkjum vindinn Orkuauðlindir okkar standa undir um 30% af efnahagslegum lífsgæðum í landinu. Við getum tvöfaldað umhverfisvæna orkuframleiðslu í landinu á nokkrum árum með því að virkja vindorku á afviknum stöðum þar sem hún veldur lítilli sem engri sjónmengun og þannig bætt um 30% við það sem er til skiptanna. Það gæti staðið undir um 20-30% launahækkun yfir línuna. Verðum kolefnishlutlaus Ísland losar um 15 megatonn af gróðurhúsalofttegunum (GHL) á ári. Þetta er það mesta á mann í heimil. Með orkuskiptum, endurheimt votlendis og aukinni gróðurþekju getum við orðið kolefnishlutlaus.Útblástur GHL er ekki bara sóðaskapur og til skammar. Með því að verða kolefnishlutlaus myndum við lækka fyrirsjáanlegar sektir og stórauka virði náttúruauðlinda og hérlendrar framleiðslu, því heimurinn greiðir meira fyrir umhverfisvæna vöru og kolefnishlutleysi. Hér hanga hundruð milljarða árlega á spýtunni fyrir landið. Samantekt Ef við aukum verulega það sem er til skiptanna getum við stórbætt kjör og aukið velferð. Með ofangreindu getum við sem dæmi bætt hag meðal fjögurra manna fjölskyldu um 1 milljón kr á mánuði eða yfir 30%. Tekjuauki samneyslunnar yrði verulegur þannig að sveitarfélög og ríki gætu bætt verulega í velferðaþjónustu. Hér er sem sagt um verulegar raunverulegar kjarabætur að ræða. Um þetta ættu kjaraviðræður mikið til að snúast því krónutöluhækkanir hverfa jafn harðan ef ekki fyrir þeim innistæða. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Að hækka laun án þess að til hafi orðið aukin verðmæti, þýðir ekki kjarabætur heldur verðbólgu með tilheyrandi tjóni fyrir alla, sérstaklega þá sem síst skyldi. Það nægir ekki að hafa góðar tekjur ef föstu útgjöldin eru hærri. Ef bæta á kjörin þarf að auka það sem er til skiptanna. Það er oft sagt að við séum rík þjóð. Það er bara hálf sagan. Við höfum vissulega nokkuð háar landstekjur á mann, en á móti kemur að við höfum hæstu grunnútgjöld á mann á heimsvísu. Hér strögla því allt of margir fjárhagslega. Fólk sér tekjurnar fjúka út um hver mánaðamót og margir eiga minna en ekkert eftir til að lifa lífinu. Þetta er alvarlegt sérstaklega þegar um fátækt barnafólk er að ræða. Góðu fréttirnar eru að við getum auðveldlega bætt stöðuna verulega. Til þess þarf aðallega réttsýni og samstöðu. Hér er um hvernig við gerum þetta. Tökum upp Evruna Vextir á íbúðalánum í krónum hafa um árabil verið rúmlega 4% hærri á Íslandi en í Evrulöndunum. Meðalfjárhæð nýrra íbúðalána er nú um 50 millj. kr og vaxtakostnaður af þeirri upphæð er því um 2 millj. kr hærri á ári en af samsvarandi Evruláni. Það jafngildir 170 þús. kr hærri vaxtakostnaði á mánuði. Upptaka Evrunnar í stað krónunnar mun líka draga úr sveiflum, efla efnahagslegan stöðugleika og þar með fjölga góðum fyrirtækjum sem greiða góð laun og lækka verðlag. Við gætum meira að segja farið að taka lán í erlendum bönkum, gegnum netið. Þar með fá hérlendir bankar alvöru samkeppni. Vissulega þyrftum við að ganga í Evrópusambandið en það er hvort sem er til bóta og eðlileg þróun. Fyrir meðalheimili sem sum eru skuldlítil myndi Evran þýða á milli 50 og 100.000 kr kostnaðarlækkun á mánuði og aðild að Evrópusambandinu þýðir að við fengjum verðugan sess við stjórnvöl sambandsins. Hágæða almenningssamgöngur Hágæða almenningssamgöngur svo sem borgarlínan gefa fólki kost á að sleppa því að eiga bíl eða auka bíl. Hver bíll sem sleppt er lækkar kostnað á heimili um nálægt 50.000 kr á mánuði. Fellum niður tolla Fella ætti niður matartolla sem eru verstu tollarnir fyrir fátækt fólk en samt nánast einu tollarnir sem eftir eru. Um leið þyrfti að markaðsvæða landbúnaðinn og auka grunnstuðning við bændur. Markmiðið að þeir bændur sem vel standa sig geti bætt sinn hag með útsjónarsemi og dugnaði jafnframt því sem þeir þróa og koma á markað vöru sem selst með góðri framlegð. Þetta er nokkuð sem löngu er búið að gera í Evrópu. Evróusambandið styrkir bændur á jaðarsvæðum, sbr. styrki til bænda í nyrðri hluta Svíþjóðar og Finnlands, og reikna má með að sama yrði uppi á teningnum hér á landi. Hagur bænda gæti því batnað umtalsvert, jafnframt því sem hagur neytenda batnaði. Við ættum að horfa á matvælaframleiðslu á heimsvísu og spyrja okkur - Hvernig nýtum við fjármagn og mannafli sem best til að auka matvælaframleiðslu á verði sem gengur fyrir sem flesta. Hér er margt háskólamenntað landbúnaðarfólk sem gæti við réttar aðstæður í þróunarlöndum stuðlað að marfaldri matvælaframleiðslu á við það sem sama fjármang og mannafli getur hér á landi. Þannig hjálpum við þeim og okkur í leiðinni. Niðurfelling matartolla myndi lækka útgjöld um nálægt 15.000 kr á mann á mánuði sem gerir um 60.000 kr fyrir meðalfjölskyldu. Virkjum vindinn Orkuauðlindir okkar standa undir um 30% af efnahagslegum lífsgæðum í landinu. Við getum tvöfaldað umhverfisvæna orkuframleiðslu í landinu á nokkrum árum með því að virkja vindorku á afviknum stöðum þar sem hún veldur lítilli sem engri sjónmengun og þannig bætt um 30% við það sem er til skiptanna. Það gæti staðið undir um 20-30% launahækkun yfir línuna. Verðum kolefnishlutlaus Ísland losar um 15 megatonn af gróðurhúsalofttegunum (GHL) á ári. Þetta er það mesta á mann í heimil. Með orkuskiptum, endurheimt votlendis og aukinni gróðurþekju getum við orðið kolefnishlutlaus.Útblástur GHL er ekki bara sóðaskapur og til skammar. Með því að verða kolefnishlutlaus myndum við lækka fyrirsjáanlegar sektir og stórauka virði náttúruauðlinda og hérlendrar framleiðslu, því heimurinn greiðir meira fyrir umhverfisvæna vöru og kolefnishlutleysi. Hér hanga hundruð milljarða árlega á spýtunni fyrir landið. Samantekt Ef við aukum verulega það sem er til skiptanna getum við stórbætt kjör og aukið velferð. Með ofangreindu getum við sem dæmi bætt hag meðal fjögurra manna fjölskyldu um 1 milljón kr á mánuði eða yfir 30%. Tekjuauki samneyslunnar yrði verulegur þannig að sveitarfélög og ríki gætu bætt verulega í velferðaþjónustu. Hér er sem sagt um verulegar raunverulegar kjarabætur að ræða. Um þetta ættu kjaraviðræður mikið til að snúast því krónutöluhækkanir hverfa jafn harðan ef ekki fyrir þeim innistæða. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun