„Fannst þér við alveg ömurlegir?“ Sæbjörn Steinke skrifar 5. janúar 2024 22:17 Arnar brosti ekki svona blítt eftir leikinn í kvöld Vísir/Vilhelm Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, ræddi við Vísi eftir leikinn gegn Njarðvík í Subway-deild karla í kvöld. Njarðvík vann níu stiga sigur eftir mjög sveiflukenndan leik þar sem Njarðvík leiddi þó lengst af. Sigurliðið er nú einungis einum sigri á eftir toppliði Vals en tapliðið er einum sigurleik þar á eftir. Hvort er Arnar svekktari með að hafa tapað eða með frammistöðu síns liðs? „Góð spurning. Ég er mjög svekktur með báða hluti. Fyrri hálfleikurinn var mjög slakur hjá okkur, ég er mjög svekktur með hann og mjög sárt að tapa þessum leik.“ „Varnarleikurinn okkar í fyrri hálfleik var rosalega slakur, þeir komast inn í teiginn, skora auðveldlega, sóknarfrákasta á okkar og skjóta mjög mikið af vítaskotum. Við höfum verið góðir varnarlega en það var ekki að sjá í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var í lagi á stórum köflum í seinni, en þeir komast samt sem áður of auðveldlega á hringinn.“ Njarðvík kom muninum yfir 20 stigin en Stjarnan náði að koma til baka, jafna og komst á einum tímapunkti yfir í leiknum. Hvað gerist svo þegar hlutirnir féllu með Njarðvík í restina? „Chaz kemur með auðvelda körfu á okkur og Mario setur góðan þrist. Við vorum í holu sem við því miður náðum ekki að komast upp úr.“ Arnar var krafinn um frekari svör, hvað veldur? „Það eru tvö lið að keppa, Njarðvíkingar æfa körfubolta. Þeir eru með leikmenn sem eru líka mjög góðir; Þorvaldur er góður í körfubolta og Chaz og Mario. Það sem gerist er að við erum ekki að spila fimm á móti engum. Við erum að spila á móti liði sem er að gera sitt besta og þeir eru líka að reyna vinna. Í dag gerðu þeir það. Þú spyrð hvað gerist, þetta er þannig að það er keppt í þessu, stundum gerist það að hitt liðið hittir ofan í en ekki þú.“ Arnar var sýnilega ekki sáttur við dómara leiksins. Var dómgæslan óvenjulega slök í kvöld? „Ég er búinn að þjálfa í sex ár hérna og hef ekki tjáð mig um dómgæslu. Ég ætla ekki að byrja á því í kvöld. Þeir voru án nokkurs vafa að gera sitt besta.“ „Fannst þér við alveg ömurlegir?“ Þjálfarinn var spurður hvort hann hefði áhyggjur af spilamennskunni? „Fannst þér við alveg ömurlegir, var það málið?“ spurði þjálfarinn. Undirritaður sagði að framan af hafi þetta verið ansi dapurt en eftir að Stjarnan kom til baka hafði hann búist við því að liðið myndi klára með sigri. „Ég líka. Við sýndum á köflum fína spilamennsku. Ég þarf að horfa á þetta aftur, þú talar eins og við höfum verið alveg ömurlegir, og kannski er það málið. Ef þú hefur rétt fyrir þér að þetta hafi verið jafn ömurlegt og þú lætur í ljósi skína, þá hef ég áhyggjur.“ „Mér leið ekki eins og þetta hafi verið það hrikalegt. Mér fannst þetta ekki nógu gott, en ef þú hefur rétt fyrir þér þá hef ég áhyggjur. En ef tilfinningin mín er rétt þá þurfum við að fínstilla hluti og halda áfram að bæta okkur. Núna rétt eftir leik þá veit ég ekki hvort það sé þú eða ég sem hefur rétt fyrir sér.“ Á endurkomukaflanum var Ægir Þór að komast á hringinn hjá Njarðvík og stigin komu á færibandi. Þjálfarinn vill væntanlega sjá enn meira af því í framhaldinu. „Hann komst vel á hringinn og gerði vel og við bjuggum til skot. Tilfinning er að við lentum í smá vandræðum með að skora í restina og fengum á okkur auðveldar körfur á móti. Við misstum nokkra bolta og klikkuðum á nokkrum ágætis skotum. Mér fannst þetta fara þegar við töpuðum bolta eftir leikhlé,“ sagði þjálfarinn að lokum. Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Bein útsending: Spáin fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Bein útsending: Spáin fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
Hvort er Arnar svekktari með að hafa tapað eða með frammistöðu síns liðs? „Góð spurning. Ég er mjög svekktur með báða hluti. Fyrri hálfleikurinn var mjög slakur hjá okkur, ég er mjög svekktur með hann og mjög sárt að tapa þessum leik.“ „Varnarleikurinn okkar í fyrri hálfleik var rosalega slakur, þeir komast inn í teiginn, skora auðveldlega, sóknarfrákasta á okkar og skjóta mjög mikið af vítaskotum. Við höfum verið góðir varnarlega en það var ekki að sjá í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var í lagi á stórum köflum í seinni, en þeir komast samt sem áður of auðveldlega á hringinn.“ Njarðvík kom muninum yfir 20 stigin en Stjarnan náði að koma til baka, jafna og komst á einum tímapunkti yfir í leiknum. Hvað gerist svo þegar hlutirnir féllu með Njarðvík í restina? „Chaz kemur með auðvelda körfu á okkur og Mario setur góðan þrist. Við vorum í holu sem við því miður náðum ekki að komast upp úr.“ Arnar var krafinn um frekari svör, hvað veldur? „Það eru tvö lið að keppa, Njarðvíkingar æfa körfubolta. Þeir eru með leikmenn sem eru líka mjög góðir; Þorvaldur er góður í körfubolta og Chaz og Mario. Það sem gerist er að við erum ekki að spila fimm á móti engum. Við erum að spila á móti liði sem er að gera sitt besta og þeir eru líka að reyna vinna. Í dag gerðu þeir það. Þú spyrð hvað gerist, þetta er þannig að það er keppt í þessu, stundum gerist það að hitt liðið hittir ofan í en ekki þú.“ Arnar var sýnilega ekki sáttur við dómara leiksins. Var dómgæslan óvenjulega slök í kvöld? „Ég er búinn að þjálfa í sex ár hérna og hef ekki tjáð mig um dómgæslu. Ég ætla ekki að byrja á því í kvöld. Þeir voru án nokkurs vafa að gera sitt besta.“ „Fannst þér við alveg ömurlegir?“ Þjálfarinn var spurður hvort hann hefði áhyggjur af spilamennskunni? „Fannst þér við alveg ömurlegir, var það málið?“ spurði þjálfarinn. Undirritaður sagði að framan af hafi þetta verið ansi dapurt en eftir að Stjarnan kom til baka hafði hann búist við því að liðið myndi klára með sigri. „Ég líka. Við sýndum á köflum fína spilamennsku. Ég þarf að horfa á þetta aftur, þú talar eins og við höfum verið alveg ömurlegir, og kannski er það málið. Ef þú hefur rétt fyrir þér að þetta hafi verið jafn ömurlegt og þú lætur í ljósi skína, þá hef ég áhyggjur.“ „Mér leið ekki eins og þetta hafi verið það hrikalegt. Mér fannst þetta ekki nógu gott, en ef þú hefur rétt fyrir þér þá hef ég áhyggjur. En ef tilfinningin mín er rétt þá þurfum við að fínstilla hluti og halda áfram að bæta okkur. Núna rétt eftir leik þá veit ég ekki hvort það sé þú eða ég sem hefur rétt fyrir sér.“ Á endurkomukaflanum var Ægir Þór að komast á hringinn hjá Njarðvík og stigin komu á færibandi. Þjálfarinn vill væntanlega sjá enn meira af því í framhaldinu. „Hann komst vel á hringinn og gerði vel og við bjuggum til skot. Tilfinning er að við lentum í smá vandræðum með að skora í restina og fengum á okkur auðveldar körfur á móti. Við misstum nokkra bolta og klikkuðum á nokkrum ágætis skotum. Mér fannst þetta fara þegar við töpuðum bolta eftir leikhlé,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Bein útsending: Spáin fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Bein útsending: Spáin fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira