Innlent

Bláa lónið opnar á morgun

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Bláa lónið verður ekki opnað fyrr en í fyrsta lagi laugardaginn 6. janúar.
Bláa lónið verður ekki opnað fyrr en í fyrsta lagi laugardaginn 6. janúar. Vísir/Vilhelm

Bláa lónið opnar aftur á morgun. Allar rekstrareiningar lónsins opna í fyrramálið fyrir utan hótelin Silica og Retreat og veitingastaðinn Moss sem verða lokuð út mánudag.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Bláa lónsins.

Lög­regl­an á Suður­nesj­um til­kynnti fyrr í kvöld að Bláa lón­inu og Northern Light Inn væri heim­ilt að hefja starf­semi á ný í sam­ræmi við ör­ygg­is­kröf­ur fyr­ir­tækj­anna og í sam­ræmi við kröf­ur al­manna­varna um ör­yggi. Því hafi verið tekin ákvörðun um að opna í fyrramálið.

Í tilkynningu Bláa lónsins kemur fram að afgreiðslutími verði lítillega skertur fyrst um sinn og opið verði frá 11 til 20 alla daga vikunnar. Eigi gestir bókun utan þess tíma eru þeir beðnir um að breyta henni í My Booking.


Tengdar fréttir

Fram­lengja lokun lónsins

Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að framlengja lokun til og með föstudagsins 5. janúar næstkomandi. Þá verður staðan endurmetin. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×