Sorphirðufólk mætir til vinnu á laugardaginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. janúar 2024 17:37 Myndin er sú safni. Vísir/EinarÁrna Reykjavíkurborg hefur boðað sorphirðufólk til vinnu á laugardaginn auk þess að lengja vinnudaginn í næstu viku til að vinna upp tafir sem orðið hafa eftir hátíðarnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að Sorphirða Reykjavíkur hafi ekki getað annað hirðu á pappír og plasti nægjanlega hratt í Laugardal, Háaleiti og Bústöðum og Breiðholti. Úrgangur hafi verið mikill eftir hátíðirnar og færð verið erfið undanfarna daga. Losun á tunnum við heimili fari nú fram í Hlíðum og Holtum og er farið austur eftir. „Sorphirðufólk verður að störfum á laugardag 6. janúar og mun lengja vinnudaginn við hirðu í næstu viku, en það tekur tíma að vinna upp tafirnar orðið hafa, en þær stafa meðal annars af bilun á sorphirðubílum. Vegna tafa hefur úrgangur víða safnast upp sem gerir hirðuna þyngri og tefur enn frekar. Því má búast við að nokkurn tíma taki að vinna upp tafirnar þrátt fyrir aukna vinnu hirðufólks,“ segir í tilkynningunni. Hirða á gráum/brúnum tunnum, fyrir blandaðan úrgang og lífrænan úrgang, sé aftur á móti á áætlun í öllum hverfum. Hvattir til að sanda og salta Áhersla verði lögð á að losa grenndargáma í áðurnefndum hverfum vegna tafanna og íbúar hvattir til að nýta þá. „Íbúar eru jafnframt hvattir til að brjóta umbúðir vel saman svo sorptunnur nýtist sem best en ganga vel frá umframsorpi sem ekki rúmast í tunnunum þannig að auðvelt verði að hirða það, helst í stóra sorppoka.“ Hálka tefur líka fyrir sorphirðu og biðlar Reykjavíkurborg til íbúa að moka, sanda og salta gönguleiðir, passa lýsingu og að fara með umfram sorp á endurvinnslustöðvar SORPU. Komist íbúar ekki með umfram sorp á endurvinnslustöðvar sé hægt að skilja umfram sorp vel samanbrotið í pokum við sorptunnur. Góður frágangur létti hirðuna. „Þar sem að ekki er búið að salta og sanda gönguleiðir að sorptunnum getur þurft að sleppa því að tæma þær.“ Tafir á losun grenndargáma Þá kemur fram að tveir bílar séu að jafnaði á vegum verktakans sem losi grenndargáma höfuðborgarsvæðisins. Um áramótin hafi báðir bílarnir bilað. Því hafi verið tafir á losun grenndargáma en áhersla sé lögð á losun gáma í hverfum þar sem tafir eru á hirðu við heimili. „Til þess að draga úr áhrifunum hefur Sorphirða Reykjavíkur lánað einn af sínum sorphirðubílum til að losa grenndargáma á kvöldin.“ Sorpa Reykjavík Sorphirða Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Sjá meira
Þar segir að Sorphirða Reykjavíkur hafi ekki getað annað hirðu á pappír og plasti nægjanlega hratt í Laugardal, Háaleiti og Bústöðum og Breiðholti. Úrgangur hafi verið mikill eftir hátíðirnar og færð verið erfið undanfarna daga. Losun á tunnum við heimili fari nú fram í Hlíðum og Holtum og er farið austur eftir. „Sorphirðufólk verður að störfum á laugardag 6. janúar og mun lengja vinnudaginn við hirðu í næstu viku, en það tekur tíma að vinna upp tafirnar orðið hafa, en þær stafa meðal annars af bilun á sorphirðubílum. Vegna tafa hefur úrgangur víða safnast upp sem gerir hirðuna þyngri og tefur enn frekar. Því má búast við að nokkurn tíma taki að vinna upp tafirnar þrátt fyrir aukna vinnu hirðufólks,“ segir í tilkynningunni. Hirða á gráum/brúnum tunnum, fyrir blandaðan úrgang og lífrænan úrgang, sé aftur á móti á áætlun í öllum hverfum. Hvattir til að sanda og salta Áhersla verði lögð á að losa grenndargáma í áðurnefndum hverfum vegna tafanna og íbúar hvattir til að nýta þá. „Íbúar eru jafnframt hvattir til að brjóta umbúðir vel saman svo sorptunnur nýtist sem best en ganga vel frá umframsorpi sem ekki rúmast í tunnunum þannig að auðvelt verði að hirða það, helst í stóra sorppoka.“ Hálka tefur líka fyrir sorphirðu og biðlar Reykjavíkurborg til íbúa að moka, sanda og salta gönguleiðir, passa lýsingu og að fara með umfram sorp á endurvinnslustöðvar SORPU. Komist íbúar ekki með umfram sorp á endurvinnslustöðvar sé hægt að skilja umfram sorp vel samanbrotið í pokum við sorptunnur. Góður frágangur létti hirðuna. „Þar sem að ekki er búið að salta og sanda gönguleiðir að sorptunnum getur þurft að sleppa því að tæma þær.“ Tafir á losun grenndargáma Þá kemur fram að tveir bílar séu að jafnaði á vegum verktakans sem losi grenndargáma höfuðborgarsvæðisins. Um áramótin hafi báðir bílarnir bilað. Því hafi verið tafir á losun grenndargáma en áhersla sé lögð á losun gáma í hverfum þar sem tafir eru á hirðu við heimili. „Til þess að draga úr áhrifunum hefur Sorphirða Reykjavíkur lánað einn af sínum sorphirðubílum til að losa grenndargáma á kvöldin.“
Sorpa Reykjavík Sorphirða Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Sjá meira