Sýpur seyðið af árás á dómara Samúel Karl Ólason skrifar 5. janúar 2024 17:07 Upptökur úr dómsal í Las Vegas eru ekki í háskerpu. Skjáskot Maður sem stökk yfir dómarabekkinn og réðst á dómarann í máli hans í Las Vegas í vikunni, stendur frammi fyrir sjö nýjum ákærum eftir árásina. Hann mun þurfa að mæta aftur fyrir sama dómara í næstu viku. Deobra Redden réðst á Mary Kay Holthus, dómara, á miðvikudaginn, vegna líkamsárásar. þegar hún neitaði beiðni hans um skilorðsbundinn dóm, eftir að hann játaði stórfellda líkamsárás. „Ég skil þá ósk vel en ég held að það sé kominn tími á að hann fái almennilega refsingu. Ég einfaldlega get það ekki með þessa brotasögu,“ sagði Holthus í dómsal á miðvikudaginn. Redden brást ókvæða við þeirri neitun dómarans, skutlaði sér yfir dómarabekkinn og réðst á Holthus, sem er á sjötugsaldri. Sjá einnig: Fékk ekki skilorð og réðst á dómarann Redden átti að mæta aftur fyrir dómara í gær vegna nýju ákæranna en neitaði. Hann mun mæta aftur fyrir sama dómara og hann réðst á mánudaginn. Aðstoðarmaður dómarans, Michael Lasso, var fyrstur til að koma henni til varnar og síðan komu löggæslumenn en einn þeirra var fluttur á sjúkrahús vegna skurðar á enni og vegna þess að öxl hans fór úr lið. Annar dómari sem las yfirlýsingu frá Holthus í gær þakkaði Lasso sérstaklega fyrir skjót viðbrögð og segir hann líklega hafa komið í veg fyrir að hún hafi hlotið meiri skaða, samkvæmt frétt Sky News. Hún slapp vel og mætti aftur til vinnu í gær. Samkvæmt héraðsmiðlinum Las Vegas Review-Journal er búið að bæta sjö ákærum á Redden. Meðal annars hefur hann verið ákærður fyrir árásina á dómarann og aðra starfsmenn dómstólsins. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir ógnun og fyrir að brjóta af sér á skilorði. Bandaríkin Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Deobra Redden réðst á Mary Kay Holthus, dómara, á miðvikudaginn, vegna líkamsárásar. þegar hún neitaði beiðni hans um skilorðsbundinn dóm, eftir að hann játaði stórfellda líkamsárás. „Ég skil þá ósk vel en ég held að það sé kominn tími á að hann fái almennilega refsingu. Ég einfaldlega get það ekki með þessa brotasögu,“ sagði Holthus í dómsal á miðvikudaginn. Redden brást ókvæða við þeirri neitun dómarans, skutlaði sér yfir dómarabekkinn og réðst á Holthus, sem er á sjötugsaldri. Sjá einnig: Fékk ekki skilorð og réðst á dómarann Redden átti að mæta aftur fyrir dómara í gær vegna nýju ákæranna en neitaði. Hann mun mæta aftur fyrir sama dómara og hann réðst á mánudaginn. Aðstoðarmaður dómarans, Michael Lasso, var fyrstur til að koma henni til varnar og síðan komu löggæslumenn en einn þeirra var fluttur á sjúkrahús vegna skurðar á enni og vegna þess að öxl hans fór úr lið. Annar dómari sem las yfirlýsingu frá Holthus í gær þakkaði Lasso sérstaklega fyrir skjót viðbrögð og segir hann líklega hafa komið í veg fyrir að hún hafi hlotið meiri skaða, samkvæmt frétt Sky News. Hún slapp vel og mætti aftur til vinnu í gær. Samkvæmt héraðsmiðlinum Las Vegas Review-Journal er búið að bæta sjö ákærum á Redden. Meðal annars hefur hann verið ákærður fyrir árásina á dómarann og aðra starfsmenn dómstólsins. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir ógnun og fyrir að brjóta af sér á skilorði.
Bandaríkin Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira