Gos í Grímsvötnum líklega í vændum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. janúar 2024 12:02 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir helst undrandi á því að Grímsvötn séu ekki búin að gjósa. Vísir/Arnar Búast má við gosi í Grímsvötnum á næstu dögum eða vikum að mati eldfjallafræðings. Fluglitakóði yfir eldstöðinni var færður á gult í gær vegna óvenjulegrar skjálftahrinu en gosmökkurinn gæti haft áhrif á flugumferð. Á einni klukkustund síðdegis í gær mældust sex skjálftar sem voru yfir einum á stærð í Grímsvötnum. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, telur eldstöðina vera að undirbúa gos. „Maður er kannski bara mest undrandi á því að það skuli ekki vera búið að gjósa því að í venjulegu árferði eru Grímsvötn að gjósa einu sinni á tíu ára fresti og jafnvel oftar en síðasta gos var árið 2011. Það var reyndar óvenju stórt þannig að það hefur kannski tekið aðeins lengri tíma að fylla á tankin.“ Skjálftahrinan sé vísbending um að kvika sé komin á hreyfingu og þá megi búast við gosi hvenær sem er. „Ég held dagar og kannski vikur en ekki mikið meira. En ég á nú ekki von á því að Grímsvötn komi með stórt gos. Þetta eru yfirleitt frekar lítil gos. Byrja með sæmilegu afli og geta búið til gosmökk sem fer jafnvel upp í þrettán kílómetra hæð en á næstu þremur til fjórum dögum fjarar það út og gjóskufallið er að mestu leyti bundið við jökulinn,“ segir Þorvaldur. Það ógni því hvorki byggð né innviðum. „En gosmökkurinn getur nú náð upp í tíu til þrettán kílómetra hæð og þá ertu kominn í flughæðina þannig að það þarf náttúrulega að vara flugvélar við yfirvofandi hættu sem getur stafað af gosi í Grímsvötnum.“ Hann segir lítið að frétta af Reykjanesi en að smávægileg skjálftavirkni sé við Trölladyngju og Sundhnúka; landrisið haldi áfram. „Það hefur hægst pínulítið á því en það gerðist líka fyrir síðasta gos. Þannig það getur kannski farið að draga til tíðinda núna á næstunni,“ segir Þorvaldur. Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Skaftárhreppur Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
Á einni klukkustund síðdegis í gær mældust sex skjálftar sem voru yfir einum á stærð í Grímsvötnum. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, telur eldstöðina vera að undirbúa gos. „Maður er kannski bara mest undrandi á því að það skuli ekki vera búið að gjósa því að í venjulegu árferði eru Grímsvötn að gjósa einu sinni á tíu ára fresti og jafnvel oftar en síðasta gos var árið 2011. Það var reyndar óvenju stórt þannig að það hefur kannski tekið aðeins lengri tíma að fylla á tankin.“ Skjálftahrinan sé vísbending um að kvika sé komin á hreyfingu og þá megi búast við gosi hvenær sem er. „Ég held dagar og kannski vikur en ekki mikið meira. En ég á nú ekki von á því að Grímsvötn komi með stórt gos. Þetta eru yfirleitt frekar lítil gos. Byrja með sæmilegu afli og geta búið til gosmökk sem fer jafnvel upp í þrettán kílómetra hæð en á næstu þremur til fjórum dögum fjarar það út og gjóskufallið er að mestu leyti bundið við jökulinn,“ segir Þorvaldur. Það ógni því hvorki byggð né innviðum. „En gosmökkurinn getur nú náð upp í tíu til þrettán kílómetra hæð og þá ertu kominn í flughæðina þannig að það þarf náttúrulega að vara flugvélar við yfirvofandi hættu sem getur stafað af gosi í Grímsvötnum.“ Hann segir lítið að frétta af Reykjanesi en að smávægileg skjálftavirkni sé við Trölladyngju og Sundhnúka; landrisið haldi áfram. „Það hefur hægst pínulítið á því en það gerðist líka fyrir síðasta gos. Þannig það getur kannski farið að draga til tíðinda núna á næstunni,“ segir Þorvaldur.
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Skaftárhreppur Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira