Ekki tímabært að ræða varnargarða í Hafnarfirði Bjarki Sigurðsson skrifar 4. janúar 2024 11:45 Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna hjá ríkislögreglustjóra. Vísir/Ívar Fannar Sviðsstjóri almannavarna segir það ótímabært að fara að reisa varnargarða við Hafnarfjörð líkt og eldfjallafræðingar hafa kallað eftir. Unnið er að hættumati vegna eldgosahættu fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Land hefur haldið áfram að rísa við Svartsengi, þótt það hafi hægt verulega á því síðustu daga. Svipuð atburðarás átti sér stað fyrir eldgosið í Sundhnúksgígum um miðjan desember. Vill varnargarða í Hafnarfirði Í gær varð stór skjálfti, ekki við Svartsengi, heldur í Trölladyngju sem er mitt á milli Grindavíkur og höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt jarðfræðingi á vakt hjá Veðurstofunni hafa orðið um 640 skjálftar síðan þá en þeim fór mjög hratt fækkandi. Ekki er hægt að sjá nein skýr merki um að breyting hafi orðið á stöðunni í Svartsengi við skjálftann. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur ræddi skjálftann og hvað hann gæti þýtt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar sagðist hann vilja skoða hvort setja eigi upp eldgosavarnir við vestasta part Hafnarfjarðar, þar sem skjálftinn gæti þýtt gos nærri bænum á næstu árum. Ekki tímabært Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir það ekki tímabært að ræða garða fyrir höfuðborgarsvæðið þar sem enn verið er að vinna að heildarhættumati vegna eldgosahættu á svæðinu. „Þessi vinna við hættumat vegna eldfjalla á Íslandi hófst árið 2012 og hefur verið unnið í því síðan. Það er komið fyrir nokkra staði og byrjaði, ég man ekki hvort það sé komið rúmt ár síðan þegar það byrjaði fyrir höfuðborgarsvæðið. Það er verið að vinna þetta eins hratt og hægt er. Það er fjöldi vísindamanna sem kemur að því,“ segir Víðir. Nokkrir eldfjallafræðingar hafa einmitt kallað eftir því að slíkt hættumat sé gert en það kemur Víði á óvart að þeir skuli ekki vita af því að vinna við það sé löngu hafin. „Við vitum hvar það getur gosið að einhverju leyti og þekkjum það alveg. Það er hægt að herma hraun frá þeim stöðum og svoleiðis en hættumatið er grunnurinn á öllu sem við erum að gera. Það er verið að vinna í því á fullu,“ segir Víðir. Hafnarfjörður Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Tekur undir með Ármanni: „Skynsamlegt að skoða fyrirbyggjandi aðgerðir“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur tekur undir með kollega sínum Ármanni Höskuldssyni að byggja eigi upp eldgosavarnir við Hafnarfjörð. Hann kallar eftir því að gert verði nýtt og umfangsmikið hættumat fyrir stór-höfuðborgarsvæðið. 4. janúar 2024 10:16 Enginn til aðstoðar Grindvíkingum sem komnir séu í þrot Hilmar Gunnarsson, íbúi í Grindavík, segir marga Grindvíkinga komna í algjört þrot vegna reikninga. Sjálfur á hann skemmt hús en þarf samt að greiða af lánum, hita, rafmagn og fasteignagjöld. 4. janúar 2024 10:49 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Land hefur haldið áfram að rísa við Svartsengi, þótt það hafi hægt verulega á því síðustu daga. Svipuð atburðarás átti sér stað fyrir eldgosið í Sundhnúksgígum um miðjan desember. Vill varnargarða í Hafnarfirði Í gær varð stór skjálfti, ekki við Svartsengi, heldur í Trölladyngju sem er mitt á milli Grindavíkur og höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt jarðfræðingi á vakt hjá Veðurstofunni hafa orðið um 640 skjálftar síðan þá en þeim fór mjög hratt fækkandi. Ekki er hægt að sjá nein skýr merki um að breyting hafi orðið á stöðunni í Svartsengi við skjálftann. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur ræddi skjálftann og hvað hann gæti þýtt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar sagðist hann vilja skoða hvort setja eigi upp eldgosavarnir við vestasta part Hafnarfjarðar, þar sem skjálftinn gæti þýtt gos nærri bænum á næstu árum. Ekki tímabært Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir það ekki tímabært að ræða garða fyrir höfuðborgarsvæðið þar sem enn verið er að vinna að heildarhættumati vegna eldgosahættu á svæðinu. „Þessi vinna við hættumat vegna eldfjalla á Íslandi hófst árið 2012 og hefur verið unnið í því síðan. Það er komið fyrir nokkra staði og byrjaði, ég man ekki hvort það sé komið rúmt ár síðan þegar það byrjaði fyrir höfuðborgarsvæðið. Það er verið að vinna þetta eins hratt og hægt er. Það er fjöldi vísindamanna sem kemur að því,“ segir Víðir. Nokkrir eldfjallafræðingar hafa einmitt kallað eftir því að slíkt hættumat sé gert en það kemur Víði á óvart að þeir skuli ekki vita af því að vinna við það sé löngu hafin. „Við vitum hvar það getur gosið að einhverju leyti og þekkjum það alveg. Það er hægt að herma hraun frá þeim stöðum og svoleiðis en hættumatið er grunnurinn á öllu sem við erum að gera. Það er verið að vinna í því á fullu,“ segir Víðir.
Hafnarfjörður Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Tekur undir með Ármanni: „Skynsamlegt að skoða fyrirbyggjandi aðgerðir“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur tekur undir með kollega sínum Ármanni Höskuldssyni að byggja eigi upp eldgosavarnir við Hafnarfjörð. Hann kallar eftir því að gert verði nýtt og umfangsmikið hættumat fyrir stór-höfuðborgarsvæðið. 4. janúar 2024 10:16 Enginn til aðstoðar Grindvíkingum sem komnir séu í þrot Hilmar Gunnarsson, íbúi í Grindavík, segir marga Grindvíkinga komna í algjört þrot vegna reikninga. Sjálfur á hann skemmt hús en þarf samt að greiða af lánum, hita, rafmagn og fasteignagjöld. 4. janúar 2024 10:49 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Tekur undir með Ármanni: „Skynsamlegt að skoða fyrirbyggjandi aðgerðir“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur tekur undir með kollega sínum Ármanni Höskuldssyni að byggja eigi upp eldgosavarnir við Hafnarfjörð. Hann kallar eftir því að gert verði nýtt og umfangsmikið hættumat fyrir stór-höfuðborgarsvæðið. 4. janúar 2024 10:16
Enginn til aðstoðar Grindvíkingum sem komnir séu í þrot Hilmar Gunnarsson, íbúi í Grindavík, segir marga Grindvíkinga komna í algjört þrot vegna reikninga. Sjálfur á hann skemmt hús en þarf samt að greiða af lánum, hita, rafmagn og fasteignagjöld. 4. janúar 2024 10:49