Einhver verður Íþróttamaður ársins í fyrsta sinn í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2024 12:46 Ómar Ingi Magnússon hefur verið Íþróttamaður ársins undanfarin tvö ár. MummiLú Íþróttamaður ársins verður krýndur í 68. skiptið í kvöld og það er þegar ljóst að sigurvegari kvöldsins fær þessa stærstu viðurkenningu íslensks íþróttafólks í fyrsta sinn á ferlinum. Enginn af þeim tíu íþróttamönnum sem eru meðal tíu efstu í kjörinu í ár hafa fengið þennan heiður áður. Ómar Ingi Magnússon hefur verið kosinn Íþróttamaður ársins undanfarin tvö ár en hann er ekki tilnefndur í ár. Ekki heldur Sara Björk Gunnarsdóttir og Júlían J.K. Jóhannsson sem unnu titilinn á undan honum. Íþróttamaður ársins var kjörinn í fyrsta sinn árið 1956 og þá vann þrístökkvarinn Vilhjálmur Einarsson. Vilhjálmur vann líka næstu tvö ár á eftir og alls fimm sinnum á fyrstu sex árum kjörsins. Enginn hefur unnið þetta oftar en hann. Síðan Vilhjálmur var kjörinn fyrstur fyrir næstum því sjö áratugum síðan hafa 44 einstaklingar til viðbótar verið kjörnir Íþróttamenn ársins, 38 karlar að Vilhjálmi meðtöldum og sjö konur. Sá 46. bætist því í hópinn í kvöld. Samsett mynd Sex konur og fjórir karlar koma til greina að þessu sinni en aldrei áður hafa verið fleiri konur meðal tíu efstu. Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson og knattspyrnukonan Glódís Perla Viggósdóttir voru bæði meðal þriggja efstu í kjörinu í fyrra og sundmaðurinn Anton Sveinn McKee varð þá í fimmta sæti. Öll gera þau tilkall til þess að vera kosin Íþróttamaður ársins í ár. Það gera líka fleiri. Körfuboltamaðurinn Elvar Már Friðriksson er á topp tíu listanum eins og í fyrra, knattspyrnukonan Sveindís Jane Jónsdóttir er þar eftir eins árs fjarveru og knattspyrnumaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er tilnefndur í fyrsta sinn í fimm ár. Það eru líka fjórar konur á listanum sem eru tilnefndar í fyrsta sinn á ferlinum en það eru frjálsíþróttakonan Andrea Kolbeinsdóttir, sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir, kraftlyftingakonan Sóley Margrét Jónsdóttir og fimleikakonan Thelma Aðalsteinsdóttir. Það verður einnig kosið lið ársins og þjálfari ársins í kvöld. Víkingur á tvö af þremur liðum sem eru tilnefnd sem íþróttalið ársins því bæði karla- og kvennafótboltalið félagsins enduðu meðal þriggja efstu og þriðja liðið sem er tilnefnt er síðan karlalið Tindastóls í körfubolta. Þeir þjálfarar sem eru tilnefndir sem þjálfarar ársins eru Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta, Pavel Ermolinski, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta og Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta. Kjöri Íþróttamanns ársins verður lýst á Hilton hóteli í kvöld og verður útsendingin að venju í beinni útsendingu á Ríkissjónvarpinu. Útsendingin hefst klukkan 19.35. Tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2023 í stafrófsröð Andrea Kolbeinsdóttir, frjálsíþróttir Anton Sveinn McKee, sund Elvar Már Friðriksson, körfubolti Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar Þrjú efstu í kjörinu um lið ársins Tindastóll, meistaraflokkur karla í körfubolta Víkingur, meistaraflokkur karla í fótbolta Víkingur, meistaraflokkur kvenna í fótbolta Þrír efstu í kjörinu um þjálfara ársins Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta Pavel Ermolinski, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta Íþróttamaður ársins Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Sjá meira
Enginn af þeim tíu íþróttamönnum sem eru meðal tíu efstu í kjörinu í ár hafa fengið þennan heiður áður. Ómar Ingi Magnússon hefur verið kosinn Íþróttamaður ársins undanfarin tvö ár en hann er ekki tilnefndur í ár. Ekki heldur Sara Björk Gunnarsdóttir og Júlían J.K. Jóhannsson sem unnu titilinn á undan honum. Íþróttamaður ársins var kjörinn í fyrsta sinn árið 1956 og þá vann þrístökkvarinn Vilhjálmur Einarsson. Vilhjálmur vann líka næstu tvö ár á eftir og alls fimm sinnum á fyrstu sex árum kjörsins. Enginn hefur unnið þetta oftar en hann. Síðan Vilhjálmur var kjörinn fyrstur fyrir næstum því sjö áratugum síðan hafa 44 einstaklingar til viðbótar verið kjörnir Íþróttamenn ársins, 38 karlar að Vilhjálmi meðtöldum og sjö konur. Sá 46. bætist því í hópinn í kvöld. Samsett mynd Sex konur og fjórir karlar koma til greina að þessu sinni en aldrei áður hafa verið fleiri konur meðal tíu efstu. Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson og knattspyrnukonan Glódís Perla Viggósdóttir voru bæði meðal þriggja efstu í kjörinu í fyrra og sundmaðurinn Anton Sveinn McKee varð þá í fimmta sæti. Öll gera þau tilkall til þess að vera kosin Íþróttamaður ársins í ár. Það gera líka fleiri. Körfuboltamaðurinn Elvar Már Friðriksson er á topp tíu listanum eins og í fyrra, knattspyrnukonan Sveindís Jane Jónsdóttir er þar eftir eins árs fjarveru og knattspyrnumaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er tilnefndur í fyrsta sinn í fimm ár. Það eru líka fjórar konur á listanum sem eru tilnefndar í fyrsta sinn á ferlinum en það eru frjálsíþróttakonan Andrea Kolbeinsdóttir, sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir, kraftlyftingakonan Sóley Margrét Jónsdóttir og fimleikakonan Thelma Aðalsteinsdóttir. Það verður einnig kosið lið ársins og þjálfari ársins í kvöld. Víkingur á tvö af þremur liðum sem eru tilnefnd sem íþróttalið ársins því bæði karla- og kvennafótboltalið félagsins enduðu meðal þriggja efstu og þriðja liðið sem er tilnefnt er síðan karlalið Tindastóls í körfubolta. Þeir þjálfarar sem eru tilnefndir sem þjálfarar ársins eru Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta, Pavel Ermolinski, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta og Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta. Kjöri Íþróttamanns ársins verður lýst á Hilton hóteli í kvöld og verður útsendingin að venju í beinni útsendingu á Ríkissjónvarpinu. Útsendingin hefst klukkan 19.35. Tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2023 í stafrófsröð Andrea Kolbeinsdóttir, frjálsíþróttir Anton Sveinn McKee, sund Elvar Már Friðriksson, körfubolti Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar Þrjú efstu í kjörinu um lið ársins Tindastóll, meistaraflokkur karla í körfubolta Víkingur, meistaraflokkur karla í fótbolta Víkingur, meistaraflokkur kvenna í fótbolta Þrír efstu í kjörinu um þjálfara ársins Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta Pavel Ermolinski, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta
Tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2023 í stafrófsröð Andrea Kolbeinsdóttir, frjálsíþróttir Anton Sveinn McKee, sund Elvar Már Friðriksson, körfubolti Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar Þrjú efstu í kjörinu um lið ársins Tindastóll, meistaraflokkur karla í körfubolta Víkingur, meistaraflokkur karla í fótbolta Víkingur, meistaraflokkur kvenna í fótbolta Þrír efstu í kjörinu um þjálfara ársins Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta Pavel Ermolinski, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta
Íþróttamaður ársins Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Sjá meira